Vill selja Ísraelum vopn fyrir tvær og hálfa billjón Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2024 14:35 Joe Biden, forseti Bandaríkjanna, hefur verið undir nokkrum þrýstingi, og meðal annars innan Demókrataflokksins, um að draga úr eða jafnvel stöðva vopnasendingar til Ísrael. AP/Matt Kelley Ríkisstjórn Joes Biden, forseta Bandaríkjanna, hefur beðið þingmenn um að samþykkja gífurlega umfangsmikla vopna- og hergagnasölu til Ísrael. Margir þingmenn hafa, auk annarra, kallað eftir takmörkun á vopnasölum til Ísrael vegna stríðsins á Gasaströndinni og framgöngu Ísraela þar. Meðal þess sem til stendur að selja Ísraelum eru allt að fimmtíu orrustuþotur af gerðinni F-15, flugskeyti og búnaður til að gera svokallaðar „heimskar“ sprengjur nákvæmar, samkvæmt frétt Politico. Verðmiðinn á vopnunum og hergögnunum sem Biden vill selja er um átján milljarðar dala en það samsvarar um tveimur og hálfri billjón króna (2.512.800.000.000 krónur). F-15 orrustuþoturnar yrðu smíðaðar frá grunni og þær fyrstu yrðu ekki afhentar fyrr en eftir minnst fimm ár. Samkvæmt heimildum New York Times vilja Ísraelar einnig kaupa nýjar F-35 orrustuþotur á næstu árum. F-15 voru fyrst teknar í notkun árið 1976 og eru af fjórðu kynslóð orrustuþotna en nýjustu útgáfur þeirra eru meðal háþróuðust vopna Bandaríkjanna. Þær eru mjög hraðskreiðar og þykja sömuleiðis mjög fimar. Orrustuþoturnar eru einnig búnar háþróuðum ratsjám og tæknibúnaði og henta bæði til loftárása og til þess að skjóta niður aðrar orrustuþotur. Ísraelskur flugmaður á F-15 orrustuþotu.EPA/JIM HOLLANDER Hefur sent mikið magn vopna til Ísrael Barack Obama, fyrrverandi forseti, samþykkti árið 2016 tíu ára samkomulag við Ísrael um umfangsmikla hernaðaraðstoð. Frá því í október hefur Biden sent Ísraelum tvær vopnasendingar, án aðkomu þingsins, en þær sendingar hafa að mestu innihaldið skotfæri fyrir skriðdeka og stórskotalið. Frá því stríðið á Gasa hófst hafa rúmlega 32 þúsund Palestínumenn látið lífið, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas-samtökunum. Aðstæður fyrir rúmar tvær milljónir íbúa svæðisins hafa versnað verulega og er svæðið sagt á barmi hungursneyðar. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði blaðamönnum í París í gær að þessi vopnasala sneri ekki að stríðinu á Gasa, heldur öðrum aðilum sem ógni öryggi Ísraela eins og Hesbollah í Líbanon og Íran, auk annarra sem hafa heitið því að eyða Ísraelsríki. NYT hefur eftir ónafngreindum embættismönnum að þeir óttist að það að hægja á eða stöðva vopnasendingar til Ísrael, eins og margir hafa kallað eftir, gæti grafið undan öryggi Ísraela og gert Írana og vígahópa sem þeir styðja líklegri til árása á Ísrael. Gagnrýnendur Ísraela benda á að ítrekuð áköll Bidens og annarra ráðamanna til Ísraela um að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara og þjáningu þeirra hafi engum árangri skilað. Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Hjálparsamtök fresta aðgerðum vegna árásarinnar Nokkur hjálparsamtök sem hafa séð íbúum Gasa fyrir neyðaraðstoð hafa frestað aðgerðum sínum á svæðinu eftir að sjö starfsmenn World Central Kitchen létu lífið í árásum Ísraelshers í fyrradag. 2. apríl 2024 21:45 Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01 Ísraelski herinn skilur Al-shifa sjúkrahúsið eftir í eyði Ísraelski herinn hefur dregið herlið sitt til baka frá al-Shifa sjúkrahúsinu í Gasaborg eftir rúmlega tveggja vikna árásir á sjúrahúsið. Algjör eyðilegging blasir nú við á svæðinu. Nokkur hundruð manns hafa snúið aftur á spítalasvæðið en sjúkrahúsið er það stærsta í Gasa. 1. apríl 2024 15:45 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Meðal þess sem til stendur að selja Ísraelum eru allt að fimmtíu orrustuþotur af gerðinni F-15, flugskeyti og búnaður til að gera svokallaðar „heimskar“ sprengjur nákvæmar, samkvæmt frétt Politico. Verðmiðinn á vopnunum og hergögnunum sem Biden vill selja er um átján milljarðar dala en það samsvarar um tveimur og hálfri billjón króna (2.512.800.000.000 krónur). F-15 orrustuþoturnar yrðu smíðaðar frá grunni og þær fyrstu yrðu ekki afhentar fyrr en eftir minnst fimm ár. Samkvæmt heimildum New York Times vilja Ísraelar einnig kaupa nýjar F-35 orrustuþotur á næstu árum. F-15 voru fyrst teknar í notkun árið 1976 og eru af fjórðu kynslóð orrustuþotna en nýjustu útgáfur þeirra eru meðal háþróuðust vopna Bandaríkjanna. Þær eru mjög hraðskreiðar og þykja sömuleiðis mjög fimar. Orrustuþoturnar eru einnig búnar háþróuðum ratsjám og tæknibúnaði og henta bæði til loftárása og til þess að skjóta niður aðrar orrustuþotur. Ísraelskur flugmaður á F-15 orrustuþotu.EPA/JIM HOLLANDER Hefur sent mikið magn vopna til Ísrael Barack Obama, fyrrverandi forseti, samþykkti árið 2016 tíu ára samkomulag við Ísrael um umfangsmikla hernaðaraðstoð. Frá því í október hefur Biden sent Ísraelum tvær vopnasendingar, án aðkomu þingsins, en þær sendingar hafa að mestu innihaldið skotfæri fyrir skriðdeka og stórskotalið. Frá því stríðið á Gasa hófst hafa rúmlega 32 þúsund Palestínumenn látið lífið, samkvæmt heilbrigðisráðuneyti Gasa, sem stýrt er af Hamas-samtökunum. Aðstæður fyrir rúmar tvær milljónir íbúa svæðisins hafa versnað verulega og er svæðið sagt á barmi hungursneyðar. Antony Blinken, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, sagði blaðamönnum í París í gær að þessi vopnasala sneri ekki að stríðinu á Gasa, heldur öðrum aðilum sem ógni öryggi Ísraela eins og Hesbollah í Líbanon og Íran, auk annarra sem hafa heitið því að eyða Ísraelsríki. NYT hefur eftir ónafngreindum embættismönnum að þeir óttist að það að hægja á eða stöðva vopnasendingar til Ísrael, eins og margir hafa kallað eftir, gæti grafið undan öryggi Ísraela og gert Írana og vígahópa sem þeir styðja líklegri til árása á Ísrael. Gagnrýnendur Ísraela benda á að ítrekuð áköll Bidens og annarra ráðamanna til Ísraela um að draga úr mannfalli meðal óbreyttra borgara og þjáningu þeirra hafi engum árangri skilað.
Bandaríkin Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Hernaður Tengdar fréttir Hjálparsamtök fresta aðgerðum vegna árásarinnar Nokkur hjálparsamtök sem hafa séð íbúum Gasa fyrir neyðaraðstoð hafa frestað aðgerðum sínum á svæðinu eftir að sjö starfsmenn World Central Kitchen létu lífið í árásum Ísraelshers í fyrradag. 2. apríl 2024 21:45 Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01 Ísraelski herinn skilur Al-shifa sjúkrahúsið eftir í eyði Ísraelski herinn hefur dregið herlið sitt til baka frá al-Shifa sjúkrahúsinu í Gasaborg eftir rúmlega tveggja vikna árásir á sjúrahúsið. Algjör eyðilegging blasir nú við á svæðinu. Nokkur hundruð manns hafa snúið aftur á spítalasvæðið en sjúkrahúsið er það stærsta í Gasa. 1. apríl 2024 15:45 Mest lesið Þungir dómar í Gufunesmálinu: „Það eru ekki alltaf jólin“ Innlent Vaktin: Stefán og Lúkas dæmdir í 17 ára fangelsi Innlent Anna ljósa fallin frá Innlent „Ég hef aldrei séð svona mikið vatn í Jökulsá“ Innlent Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Erlent Vímuefnaneysla talin meginorsök banaslyss við Hraunsnef Innlent Verjandi Matthíasar hnýtir í dóminn Innlent Hringvegurinn í sundur vegna vatnavaxta Innlent Fyrsta haustlægðin mætt til landsins Veður Táningsstúlkur dæmdar fyrir að flytja inn efni sem var ekki bannað Innlent Fleiri fréttir Fyrrverandi aðstoðarmaður forseta dæmdur fyrir njósnir Yfirgáfu salinn þegar Netanjahú hóf ræðu sína Tekinn af lífi fyrir að myrða stúlkubarn við „særingu“ Comey hvergi banginn þrátt fyrir ákæru Ekki hægt að staðfesta drónaflug við Álaborgarflugvöll Bandaríkjamenn sagðir vilja Tony Blair við stjórnvölinn á Gasa Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Enn lítið vitað um leyniskyttuna og tilefni árásarinnar í Dallas Hóta Demókrötum með umfangsmiklum uppsögnum Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Keppast við að ákæra Comey Trump krefst rannsóknar á „þríþættu skemmdarverki“ hjá SÞ Drónaflug í Danmörku: „Fjölþáttaógnin er að raungerast“ Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Ætlar sér að koma böndum á sjónvarpsstöðvar Macron telur Trump ekki fylgjandi innlimun Vesturbakkans Sést til dróna við fjóra flugvelli í Danmörku Flugvellinum í Álaborg lokað vegna drónaflugs Segja árásina hafa beinst gegn ICE Pútín auki einfaldlega stríðsreksturinn verði hann ekki stöðvaður Sprenging í Osló talin tengjast sænsku glæpagengi Þrír skotnir af leyniskyttu við byggingu ICE í Dallas Biðjast afsökunar á „svörtum kafla“ í sögu Danmerkur og Grænlands Kenna Trump-liðum um bæði rúllustigann og textavélina Ekki staðfest hvort það hafi verið drónar sem röskuðu flugumferð í Osló Ekki pappírstígur heldur alvöru björn Sjá meira
Hjálparsamtök fresta aðgerðum vegna árásarinnar Nokkur hjálparsamtök sem hafa séð íbúum Gasa fyrir neyðaraðstoð hafa frestað aðgerðum sínum á svæðinu eftir að sjö starfsmenn World Central Kitchen létu lífið í árásum Ísraelshers í fyrradag. 2. apríl 2024 21:45
Íranar hóta hefndum gegn Ísrael Klerkastjórnin í Íran og vígahópar á snærum þeirra hafa hótað hefndum eftir loftárás á ræðismannsskrifstofu Íran í Damaskus í Sýrlandi í gær. Ísraelar hafa verið bendlaðir við árásina en í henni féllu háttsettur íranskur herforingi og sex aðrir hermenn. 2. apríl 2024 13:01
Ísraelski herinn skilur Al-shifa sjúkrahúsið eftir í eyði Ísraelski herinn hefur dregið herlið sitt til baka frá al-Shifa sjúkrahúsinu í Gasaborg eftir rúmlega tveggja vikna árásir á sjúrahúsið. Algjör eyðilegging blasir nú við á svæðinu. Nokkur hundruð manns hafa snúið aftur á spítalasvæðið en sjúkrahúsið er það stærsta í Gasa. 1. apríl 2024 15:45