„Ég nota orðið dýr því það er það sem þau eru“ Samúel Karl Ólason skrifar 3. apríl 2024 10:15 Donald Trump á sviði í Michigan í gær. AP/Paul Sancya Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, sagði farand- og flóttafólk aftur vera „dýr“ í kosningaræðu í Michigan í gær. Þá endurtók hann gömul ummæli um að ráðamenn annarra ríkja væru að senda glæpamenn til Bandaríkjanna með ólöglegum hætti. Þetta sagði Trump á sviði í Michigan, þar sem hann var umkringdur lögregluþjónum frá ríkinu. „Þeir eru að senda fanga, morðingja, fíkniefnasala, geðsjúklinga og hryðjuverkamenn. Þá verstu,“ sagði Trump. Hann sagði þetta ekki gerast eingöngu í Suður-Ameríku heldur væri allur heimurinn að senda hræðilegt fólk til Bandaríkjanna. „Þeir koma frá Kongó, Jemen, Sómalíu, Sýrlandi, þeir koma frá öllum heimshornum, Kína.“ Þá sagði Trump að mikið af þessu fólki væri ungt, eða á herþjónustualdri, og sagði að farand- og flóttafólk hefði „rústað“ Bandaríkjunum. Í ræðu sinni vísaði Trump einnig til morðs á ungum hjúkrunarfræðingi sem framið var af manni sem var ólöglega í Bandaríkjunum og kallaði hann „dýr“. „Demókratarnir segja: Gerðu það, ekki kalla þau dýr. Þau eru mennsk. Ég sagði: Nei, þau eru ekki menn. Þetta eru dýr. Nancy Pelosi bað mig: Gerðu það ekki nota orðið dýr þegar þú talar um þetta fólk. Ég sagði: Ég nota orðið dýr því það er það sem þau eru.“ "They're not humans. They're animals ... I'll use the word 'animal,' because that's what they are" -- Trump pic.twitter.com/T5IyRXNOFE— Aaron Rupar (@atrupar) April 2, 2024 Flestir sem fara yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna eru samkvæmt embættismönnum fjölskyldufólk á flótta undan fátækt og ofbeldi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump talar um farand- og flóttafólk með þessum hætti. Þá hefur hann áður sakað farand- og flóttafólk um að vera „eitur í blóði“ Bandaríkjanna. Sjá einnig: Líkti innflytjendum við dýr í langri ræðu Í ræðu sinni talaði Trump einnig um það hvernig innflytjendur væru að gera innrás í Michigan og talaði um konu sem fannst látin í ríkinu í síðasta mánuði. Ruby Garcia var 25 ára en Trump sagði hana hafa verið sautján ára. Kærasti hennar er grunaður um að hafa myrt hana en hann kom ólöglega til Bandaríkjanna sem barn. Honum var vísað úr landi árið 2020 en sneri aftur. Debbie Stabenow, öldungadeildarþingmaður frá Michigan og Demókrati, hefur gagnrýnt Trump fyrir að reyna að nýta dauða konunnar í pólitískum tilgangi með skammarlegum hætti. Trump sagðist hafa rætt við fjölskyldu konunnar en systir hennar segir það lygi. Here is Trump claiming in a speech today that he spoke to the family of Ruby Garcia and what they supposedly told him. Then Ruby Garcia s sister who says Trump is lying about this entire thing and never spoke to a single family member. pic.twitter.com/kPVZ3HuGMH— Ron Filipkowski (@RonFilipkowski) April 3, 2024 Í ræðu sinni í Michigan sakaði Trump Joe Biden, forseta, um að bera ábyrgð á „blóðbaði“ á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Sagði hann þetta blóðbað vera að rústa Bandaríkjunum. „Ef þú vilt hjálpa Joe Biden að ýta ömmu fram af kletti til að fjármagna bætur fyrir ólöglega innflytjendur, kjóstu Joe Biden. Þegar ég er verð forseti, í stað þess að henda ömmu útbyrðis, mun ég henda ólöglegum innflytjendum Bidens úr landi.“ Eins og fram kemur í frétt New York Times hafa forsvarsmenn Demókrataflokksins mótmælt þeirri mynd sem Trump og Repúblikanar mála af landamærunum. Þeir segja meðal annars að það hafi verið Trump sjálfur sem olli ástandinu og þegar reynt var að laga það með frumvarpi sem innihélt einhverjar hörðustu aðgerðir á landamærunum um árabil kom Trump í veg fyrir samþykkt frumvarpsins. Trump lýsti því þá yfir opinberlega að Repúblikanar ættu ekki að greiða atkvæði með frumvarpinu, sem þeir hjálpuðu við að semja, því hann vildi nota hið slæma ástand á landamærunum í kosningabaráttunni gegn Biden. Í kjölfar þess snerust þingmenn Repúblikanaflokksins gegn frumvarpinu. Trump sló á svipaða strengi í annarri ræðu í Wisconsin síðar í gær en bæði ríkin voru meðal helstu víga Demókrata í Bandaríkjunum og unnu þeir iðulega kosningar þar. Það breyttist árið 2016 þegar Trump sigraði í báðum ríkjunum. Joe Biden sigraði þar svo í kosningunum 2020 en Trump lýsti því yfir í ræðu sinni í Wisconsin að hann hefði í rauninni unnið þar með miklum yfirburðum. Kosningunum hefði verið stolið af honum. Því hefur hann iðulega haldið fram, án þess þó að hafa rétt fyrir sér. Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Joe Biden Flóttamenn Mexíkó Tengdar fréttir Trump bannað að tala um dóttur dómara Juan M. Merchan, dómarinn í einu af dómsmálunum gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur gert breytingar á viku gamalli skipun þar sem hann meinaði Trump að tjá sig um vitni, kviðdómendur og aðra sem tengjast réttarhöldunum. Skipunin nær nú einnig yfir Loren Merchan, dóttur dómarans, en Trump hefur farið með falskar yfirlýsingar um hana á samfélagsmiðlum. 2. apríl 2024 09:56 Landsnefndin notuð til að borga lögfræðikostnað Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur gert nýtt fjáröflunarsamkomulag við Landsnefnd Repúblikanaflokksins (RNC). Það samkomulag felur í sér að fjármunir sem RNC safnar fara í pólitískan aðgerðasjóð Trumps til að borga lögfræðikostnað hans. 22. mars 2024 11:03 Mike Pence snýr enn bakinu í Trump Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna í ríkisstjórn Donald Trumps hyggst ekki styðja framboð hans til forseta að þessu sinni. 15. mars 2024 23:32 Mest lesið Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Þetta sagði Trump á sviði í Michigan, þar sem hann var umkringdur lögregluþjónum frá ríkinu. „Þeir eru að senda fanga, morðingja, fíkniefnasala, geðsjúklinga og hryðjuverkamenn. Þá verstu,“ sagði Trump. Hann sagði þetta ekki gerast eingöngu í Suður-Ameríku heldur væri allur heimurinn að senda hræðilegt fólk til Bandaríkjanna. „Þeir koma frá Kongó, Jemen, Sómalíu, Sýrlandi, þeir koma frá öllum heimshornum, Kína.“ Þá sagði Trump að mikið af þessu fólki væri ungt, eða á herþjónustualdri, og sagði að farand- og flóttafólk hefði „rústað“ Bandaríkjunum. Í ræðu sinni vísaði Trump einnig til morðs á ungum hjúkrunarfræðingi sem framið var af manni sem var ólöglega í Bandaríkjunum og kallaði hann „dýr“. „Demókratarnir segja: Gerðu það, ekki kalla þau dýr. Þau eru mennsk. Ég sagði: Nei, þau eru ekki menn. Þetta eru dýr. Nancy Pelosi bað mig: Gerðu það ekki nota orðið dýr þegar þú talar um þetta fólk. Ég sagði: Ég nota orðið dýr því það er það sem þau eru.“ "They're not humans. They're animals ... I'll use the word 'animal,' because that's what they are" -- Trump pic.twitter.com/T5IyRXNOFE— Aaron Rupar (@atrupar) April 2, 2024 Flestir sem fara yfir landamæri Mexíkó og Bandaríkjanna eru samkvæmt embættismönnum fjölskyldufólk á flótta undan fátækt og ofbeldi. Þetta er ekki í fyrsta sinn sem Trump talar um farand- og flóttafólk með þessum hætti. Þá hefur hann áður sakað farand- og flóttafólk um að vera „eitur í blóði“ Bandaríkjanna. Sjá einnig: Líkti innflytjendum við dýr í langri ræðu Í ræðu sinni talaði Trump einnig um það hvernig innflytjendur væru að gera innrás í Michigan og talaði um konu sem fannst látin í ríkinu í síðasta mánuði. Ruby Garcia var 25 ára en Trump sagði hana hafa verið sautján ára. Kærasti hennar er grunaður um að hafa myrt hana en hann kom ólöglega til Bandaríkjanna sem barn. Honum var vísað úr landi árið 2020 en sneri aftur. Debbie Stabenow, öldungadeildarþingmaður frá Michigan og Demókrati, hefur gagnrýnt Trump fyrir að reyna að nýta dauða konunnar í pólitískum tilgangi með skammarlegum hætti. Trump sagðist hafa rætt við fjölskyldu konunnar en systir hennar segir það lygi. Here is Trump claiming in a speech today that he spoke to the family of Ruby Garcia and what they supposedly told him. Then Ruby Garcia s sister who says Trump is lying about this entire thing and never spoke to a single family member. pic.twitter.com/kPVZ3HuGMH— Ron Filipkowski (@RonFilipkowski) April 3, 2024 Í ræðu sinni í Michigan sakaði Trump Joe Biden, forseta, um að bera ábyrgð á „blóðbaði“ á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Sagði hann þetta blóðbað vera að rústa Bandaríkjunum. „Ef þú vilt hjálpa Joe Biden að ýta ömmu fram af kletti til að fjármagna bætur fyrir ólöglega innflytjendur, kjóstu Joe Biden. Þegar ég er verð forseti, í stað þess að henda ömmu útbyrðis, mun ég henda ólöglegum innflytjendum Bidens úr landi.“ Eins og fram kemur í frétt New York Times hafa forsvarsmenn Demókrataflokksins mótmælt þeirri mynd sem Trump og Repúblikanar mála af landamærunum. Þeir segja meðal annars að það hafi verið Trump sjálfur sem olli ástandinu og þegar reynt var að laga það með frumvarpi sem innihélt einhverjar hörðustu aðgerðir á landamærunum um árabil kom Trump í veg fyrir samþykkt frumvarpsins. Trump lýsti því þá yfir opinberlega að Repúblikanar ættu ekki að greiða atkvæði með frumvarpinu, sem þeir hjálpuðu við að semja, því hann vildi nota hið slæma ástand á landamærunum í kosningabaráttunni gegn Biden. Í kjölfar þess snerust þingmenn Repúblikanaflokksins gegn frumvarpinu. Trump sló á svipaða strengi í annarri ræðu í Wisconsin síðar í gær en bæði ríkin voru meðal helstu víga Demókrata í Bandaríkjunum og unnu þeir iðulega kosningar þar. Það breyttist árið 2016 þegar Trump sigraði í báðum ríkjunum. Joe Biden sigraði þar svo í kosningunum 2020 en Trump lýsti því yfir í ræðu sinni í Wisconsin að hann hefði í rauninni unnið þar með miklum yfirburðum. Kosningunum hefði verið stolið af honum. Því hefur hann iðulega haldið fram, án þess þó að hafa rétt fyrir sér.
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2020 Joe Biden Flóttamenn Mexíkó Tengdar fréttir Trump bannað að tala um dóttur dómara Juan M. Merchan, dómarinn í einu af dómsmálunum gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur gert breytingar á viku gamalli skipun þar sem hann meinaði Trump að tjá sig um vitni, kviðdómendur og aðra sem tengjast réttarhöldunum. Skipunin nær nú einnig yfir Loren Merchan, dóttur dómarans, en Trump hefur farið með falskar yfirlýsingar um hana á samfélagsmiðlum. 2. apríl 2024 09:56 Landsnefndin notuð til að borga lögfræðikostnað Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur gert nýtt fjáröflunarsamkomulag við Landsnefnd Repúblikanaflokksins (RNC). Það samkomulag felur í sér að fjármunir sem RNC safnar fara í pólitískan aðgerðasjóð Trumps til að borga lögfræðikostnað hans. 22. mars 2024 11:03 Mike Pence snýr enn bakinu í Trump Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna í ríkisstjórn Donald Trumps hyggst ekki styðja framboð hans til forseta að þessu sinni. 15. mars 2024 23:32 Mest lesið Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Erlent Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Innlent „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Innlent Óbreytt ástand kemur ekki til greina Innlent Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Innlent Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður Fimm keyptu gám sem er ekki til Innlent Fleiri fréttir Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Fjarlægja höfundarmerkingu einnar frægustu fréttaljósmyndar sögunnar Leiðtogar Bretlands, Frakklands og Kanada hóta aðgerðum gegn Ísrael Sagði „Diddy“ hafa hótað að láta hana hverfa Suðureyjargöng náðu ekki í gegnum Lögþingið Borga fyrir skotfæri til Úkraínu með frystum eigum Rússa „Frábært“ símtal en án niðurstöðu Forsætisráðherra Spánar vill Ísrael í bann frá Eurovision Banna „óæskilega“ starfsemi Amnesty International í Rússlandi Stefnir í baráttu á milli frjálslyndis og íhalds í Póllandi Árangur í viðræðum Bretlands við Evrópusambandið Ísraelsk stjórnvöld segjast ætla að hleypa hjálpargögnum á Gasa Spænska ríkissjónvarpið vill að símakosningin verði yfirfarin Nicusor Dan nýr forseti Rúmeníu Trump sorgmæddur yfir greiningu Biden Joe Biden með krabbamein Íslenskur farþegi í bílslysi þar sem barn lést Rúmenar ganga aftur að kjörborðinu Leó orðinn páfi Tveir létust þegar skip á leið til Íslands sigldi á Brooklyn-brúna Ætlar að tala við Pútín um að „binda enda á blóðbaðið“ Fimm látnir eftir þyrluslys í Finnlandi Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Sjá meira
Trump bannað að tala um dóttur dómara Juan M. Merchan, dómarinn í einu af dómsmálunum gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur gert breytingar á viku gamalli skipun þar sem hann meinaði Trump að tjá sig um vitni, kviðdómendur og aðra sem tengjast réttarhöldunum. Skipunin nær nú einnig yfir Loren Merchan, dóttur dómarans, en Trump hefur farið með falskar yfirlýsingar um hana á samfélagsmiðlum. 2. apríl 2024 09:56
Landsnefndin notuð til að borga lögfræðikostnað Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, hefur gert nýtt fjáröflunarsamkomulag við Landsnefnd Repúblikanaflokksins (RNC). Það samkomulag felur í sér að fjármunir sem RNC safnar fara í pólitískan aðgerðasjóð Trumps til að borga lögfræðikostnað hans. 22. mars 2024 11:03
Mike Pence snýr enn bakinu í Trump Mike Pence, fyrrverandi varaforseti Bandaríkjanna í ríkisstjórn Donald Trumps hyggst ekki styðja framboð hans til forseta að þessu sinni. 15. mars 2024 23:32
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent
Ráðuneytisstjóri bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ í kjölfar viðtals Innlent