Erlent

Her­kvaðningar­aldurinn lækkaður úr 27 árum í 25 ár

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Á meðan Úkraínumenn berjast við Rússa á vígvellinum heldur lífið áfram annars staðar í landinu.
Á meðan Úkraínumenn berjast við Rússa á vígvellinum heldur lífið áfram annars staðar í landinu. AP/Vadim Ghirda

Vólódímír Selenskí Úkraínuforseti hefur undirritað lög sem kveða á um að herkvaðningaraldurinn verði lækkaður úr 27 ára í 25 ára. 

Þetta mun auka fjölda þeirra sem stjórnvöld geta skikkað til herskyldu samkvæmt neyðarlögum sem eru í gildi vegna innrásar Rússa.

Frumvarpið var samþykkt á þinginu fyrir nærri ári síðan og hefur legið á borði forsetans síðan þá. Það liggur ekki ljóst fyrir hvers vegna forsetinn ákvað að undirrita lögin akkúrat á þessum tímapunkti en vafalítið er um að ræða einn þátt í aðgerðum til að efla herafla landsins.

Selenskí hafði áður sagt að hann myndi ekki undirrita lögin nema nauðsyn kræfist.

Forsetinn hefur einnig undirritað lög sem kveða á um að þeir sem hafa fengið undanþágu frá herþjónustu á grundvelli heilsufars eða fötlunar gangist undir annað heilsufarsmat og einnig þriðja frumvarpið, sem kveður á um stofnun gagnagrunns yfir þá sem kveða má í herinn.

Úkraínuher hefur verið í vandræðum á vígvellinum, meðal annars vegna skorts á skotfærum og vandræðagangi vestanhafs, þar sem Repúblikanar hafa komið í veg fyrir samþykkt fjárhagsaðstoðar Bandaríkjanna til Úkraínu.

Selenskí hefur varað við því að Rússar séu að telja í stórsókn á næstu mánuðum og hefur mikið púður verið lagt í að styrkja varnir Úkraínu á víglínunni. Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×