„Ég er rosalega á báðum áttum með FH“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 3. apríl 2024 11:30 Heimir Guðjónsson sneri aftur til FH fyrir síðasta tímabil. Þá endaði liðið í 5. sæti Bestu deildar karla. vísir/hulda margrét Baldur Sigurðsson, sérfræðingur Stúkunnar, veit ekki alveg hvar hann hefur FH skömmu áður en keppni í Bestu deild karla hefst. FH er spáð 7. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. FH-ingar enduðu í 5. sæti á síðasta tímabili. Tveir bestu leikmenn FH í fyrra, Kjartan Henry Finnbogason og Davíð Snær Jóhannsson, eru horfnir á braut og þeir skilja eftir sig stórt skarð í sóknarleiknum. „Ég er rosalega á báðum áttum með FH. Þeir hafa verið ósannfærandi. Kannski öllum að óvörum, nema honum sjálfum, var Kjartan Henry einn besti leikmaður FH og var þeirra aðalmarkaskorari. Þeir eru með Úlf [Ágúst Björnsson] og hafa fengið Sigurð Bjart [Hallsson] sem er ekki enn búinn að sanna sig sem framherji sem skorar tíu mörk eða meira í efstu deild,“ sagði Baldur í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Lykilatriðið eru þessir strákar í kringum þá sem þurfa að skila plús fimm mörkum. Þú ert með Vuk [Oskar Dimitrijevic], Kjartan Kára [Halldórsson], Arnór Borg [Guðjohnsen], þessa stráka sem þurfa að eiga stöðugt tímabil ef FH ætlar að vera í Evrópubaráttu.“ Atli Viðar Björnsson segir að varnarleikur FH þurfi að vera betri en á síðasta tímabili þar sem liðið fékk á sig fjölmörg mörk. „Varnarleikurinn var hausverkurinn í fyrra. Liðið fékk á sig 54 mörk sem eru tvö mörk að meðaltali í leik sem er alltof, alltof mikið, langmest af liðunum í efri hluta úrslitakeppninnar. Mér finnst eins og FH hafi verið að taka á því í vetur, vinna í varnarleik. Þeir hafa svolítið notað þriggja miðvarða kerfi og prófa sig áfram,“ sagði Atli Viðar. „Ef tímabilið á að vera gott hjá FH óttast ég pínulítið þetta; að varnarleikurinn skili alvöru tímabili á kostnað sóknarleiks og FH-liðið verði kannski ekki endilega skemmtilegasta liðið á að horfa.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum. Besta deild karla FH Besta sætið Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira
FH er spáð 7. sæti Bestu deildarinnar í árlegri spá íþróttadeildar Vísis og Stöðvar 2 Sports. FH-ingar enduðu í 5. sæti á síðasta tímabili. Tveir bestu leikmenn FH í fyrra, Kjartan Henry Finnbogason og Davíð Snær Jóhannsson, eru horfnir á braut og þeir skilja eftir sig stórt skarð í sóknarleiknum. „Ég er rosalega á báðum áttum með FH. Þeir hafa verið ósannfærandi. Kannski öllum að óvörum, nema honum sjálfum, var Kjartan Henry einn besti leikmaður FH og var þeirra aðalmarkaskorari. Þeir eru með Úlf [Ágúst Björnsson] og hafa fengið Sigurð Bjart [Hallsson] sem er ekki enn búinn að sanna sig sem framherji sem skorar tíu mörk eða meira í efstu deild,“ sagði Baldur í Besta sætinu, hlaðvarpi íþróttadeildar. „Lykilatriðið eru þessir strákar í kringum þá sem þurfa að skila plús fimm mörkum. Þú ert með Vuk [Oskar Dimitrijevic], Kjartan Kára [Halldórsson], Arnór Borg [Guðjohnsen], þessa stráka sem þurfa að eiga stöðugt tímabil ef FH ætlar að vera í Evrópubaráttu.“ Atli Viðar Björnsson segir að varnarleikur FH þurfi að vera betri en á síðasta tímabili þar sem liðið fékk á sig fjölmörg mörk. „Varnarleikurinn var hausverkurinn í fyrra. Liðið fékk á sig 54 mörk sem eru tvö mörk að meðaltali í leik sem er alltof, alltof mikið, langmest af liðunum í efri hluta úrslitakeppninnar. Mér finnst eins og FH hafi verið að taka á því í vetur, vinna í varnarleik. Þeir hafa svolítið notað þriggja miðvarða kerfi og prófa sig áfram,“ sagði Atli Viðar. „Ef tímabilið á að vera gott hjá FH óttast ég pínulítið þetta; að varnarleikurinn skili alvöru tímabili á kostnað sóknarleiks og FH-liðið verði kannski ekki endilega skemmtilegasta liðið á að horfa.“ Hlusta má á Besta sætið í spilaranum hér fyrir ofan. Þátturinn er einnig aðgengilegur á Spotify sem og öllum hlaðvarpsveitum.
Besta deild karla FH Besta sætið Mest lesið Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Fótbolti Tvö Grindavíkurmörk eftir að þeir misstu mann útaf Íslenski boltinn Garnett tryggði Boston sigur - Ótrúleg tilþrif Kobe (myndband) Körfubolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti F1: Campos þakklátur fyrir valið Formúla 1 Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Fótbolti Loksins hægt að kaupa landsliðstreyjuna Handbolti Frá Klaksvík á Krókinn Íslenski boltinn Fleiri fréttir Frá Klaksvík á Krókinn Samningi Caulkers við Stjörnuna rift „Að fara frá heimahögunum og í borg óttans“ Rosenörn yfirgefur FH Montiel til KA Sjáðu mörk Íslands í Bakú Hlakkar til að standa sig betur í föðurhlutverkinu Arna Sif aftur heim „Getur vel verið að ég sé að tala með rassgatinu“ Eiður Aron fylgir Davíð Smára til Njarðvíkur Hefur þjálfaraferilinn á Hornafirði Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Bikarmeistararnir komnir með nýjan þjálfara Óli Jó um lágpunkt ferilsins: „Fannst þeir koma illa fram við mig“ Brynjar Björn í Breiðholtið „Það er alltaf pressa að þjálfa Breiðablik“ Varar sig á því að Nik stelist í leikmenn: „Sagði hann það?“ Markadrottning Bestu deildarinnar framlengir „Hlutir sem gerast þarna sem sátu aðeins í mér“ Davíð Smári hikar ekki: „Við ætlum að vinna þessa deild“ Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Pálmi í ótímabundið leyfi „Ég og Nik erum ágætis vinir“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Sjá meira