Erlent

Tólf ára barn grunað um á­rásina

Atli Ísleifsson skrifar
Tilkynnt var um árásina í Vantaa klukkan 9:08 að staðartíma í morgun.
Tilkynnt var um árásina í Vantaa klukkan 9:08 að staðartíma í morgun. AP

Tólf ára barn er nú í haldi finnsku lögreglunnar vegna skotárásarinnar í Vantaa í morgun. Þrjú börn eru sögð hafa særst í árásinni, en ekki liggur fyrir hvort einhver hafi látið lífið.

Frá þessu greinir finnska lögreglan í samtali við Iltalehti. Lögregla var kölluð á vettvang upp úr klukkan níu í morgun eftir að tilkynnt hafði verið um árásina í Viertolan-grunnskólanum í Vantaa, norður af Helsinki.

Lögregla greindi fyrst frá því að hinn grunaði og hin særðu hafi öll verið þrettán ára, en þær upplýsingar voru fjarlægðar af vef lögreglunnar skömmu síðar. Voru þá gefnar þær upplýsingar að hinn grunaði og fórnarlömbin væru öll tólf ára.

Lögregla hefur boðað til blaðamannafundar klukkan tíu að íslenskum tíma þar sem frekari upplýsingar verða veittar.

Um níu hundruð nemendur í fyrsta til níunda bekk grunnskóla stunda nám við skólann. Starfsmenn skólans eru um níutíu.


Tengdar fréttir

Skot­á­rás í finnskum grunn­skóla

Lögregla í Finnlandi hefur handtekið einn eftir að tilkynnt var um skotárás í grunnskóla í finnska bænum Vantaa í morgun. Einhverjir hafa særst í árásinni þó að enn hafi ekki verið gefið upp um nákvæman fjölda.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×