Erlent

Stjórn­mála­maðurinn Joe Lieberman látinn

Sólrún Dögg Jósefsdóttir skrifar
Lieberman sat í öldungaráði Bandaríkjanna í 24 ár. 
Lieberman sat í öldungaráði Bandaríkjanna í 24 ár.  EPA

Joe Lieberman, fyrrverandi öldungardeildarþingmaður í Bandaríkjunum og varaforsetaefni forsetaframbjóðandans Al Gore, er látinn. Hann varð 82 ára. 

Liebermann sat í öldungaráði fyrir hönd Connecticut-ríkis í nærri 25 ár, frá 1989 til 2013. Þá var hann varaforsetaefni Al Gore, frambjóðanda Demókrataflokksins í forsetakosningunum í Bandaríkjunum árið 2000. Í frétt CNN segir að hann hafi verið sá fyrsti af gyðingaættum til að gegna því starfi.

Gore og Lieberman töpuðu kosningunum fyrir George W Bush, frambjóðanda Repúblikanaflokksins. 

Liberman sagði skilið við Demókrataflokkinn árið 2006 á grundvelli nokkurra mála, þar á meðal andstöðu hans gagnvart Íraksstríðinu. Á síðasta kjörtímabili sínu í öldungaráði var hann því utan þingflokks. 

Samkvæmt tilkynningu frá aðstandendum Liebermann lést hann vegna fylgikvilla sem komu í kjölfar falls.

Í tilkynningu frá Al Gore segist hann harma andlát Lieberman. „Það var mér heiður að standa við hlið hans í kosningabaráttunni. Ég verð ævinlega þakklátur fyrir þrotlausan metnað hans fyrir bjartari framtíð Bandaríkjanna,“ sagði Gore.

Nánari umfjöllun um ævistörf Lieberman má nálgast á síðu CNN.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×