Segir árásarmennina hafa ætlað til Belarús Samúel Karl Ólason skrifar 27. mars 2024 20:11 Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Belarús. EPA/PAVEL BEDNYAKOV Alexander Lúkasjenka, einræðisherra Belarús, segir mennina sem gerðu árásina í tónleikahúsinu í Crocus, úthverfi Moskvu um helgina, hafa fyrst reynt að flýja til Belarús. Öryggisgæsla þar hafi verið svo mikil að þeir beygðu í átt að landamærum Úkraínu. Þetta sagði Lúkasjenka við blaðamenn í gærkvöldi en hann sagði forsvarsmenn öryggisstofnana í Rússlandi hafa rætt við kollega sína í Belarús og að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi hringt í sig og beðið um aðstoð við að koma í veg fyrir að mennirnir kæmust til Belarús. Samkvæmt frétt Novaya Gazeta, sagði Lúkasjenka að eftir að þeir hefðu orðið varir við aukna öryggisgæslu hafi árásarmennirnir snúið við og farið í átt að landamærum Úkraínu. Þessi frásögn virðist fara gegn fullyrðingum Pútíns, annarra ráðamanna í Rússlandi og fréttaflutning í ríkismiðlum Rússlands um að mennirnir hafi ætlað sér að fara til Úkraínu og að Úkraínumenn hafi ætlað sér að mynda „holu“ fyrir þá til að fara í gegnum. Að minnsta kosti 143 létu lífið í tónleikahöllinni þegar fjórir menn frá Tadsíkistan hófu skothríð þar um helgina og kveiktu í húsinu. Mennirnir voru handteknir og eru þeir sagðir hafa játað að hafa framið ódæðið. Í heildina hafa ellefu verið handteknir vegna árásarinnar. Óttast er að fjöldi látinna gæti hækkað töluvert þar sem fregnir hafa borist af því að 95 manns sé enn saknað. Benda á Úkraínu og Vesturlönd Íslamska ríkið lýsti fljótt yfir ábyrgð á árásinni og birti myndefni frá henni sem árásarmennirnir tóku upp. Sjá einnig: Skæðasti angi Íslamska ríkisins teygir anga sína til Moskvu Þrátt fyrir það og að yfirvöld Í Bandaríkjunum hafi varað Rússa við því að þeir hefðu uppgötvað vísbendingar um yfirvofandi árás frá vígamönnum Íslamska ríkisins í Kohrasan (ISKP) hafi hafa ráðamenn í Rússlandi bendlað Úkraínu og Vesturlönd við árásina, án þess þó að geta fært nokkrar sannanir fyrir málflutningi sínum. Alexander Bortnikov Yfirmaður Leyniþjónustu Rússlands, FSB, staðfesti í gær að viðvörun hefði borist frá Bandaríkjunum, en sakaði Bandaríkjamenn og Breta þó um að hafa komið að árásinni. Alexander Bortnikov Yfirmaður Leyniþjónustu Rússlands, FSB, staðfesti í gær að viðvörun hefði borist frá Bandaríkjunum, en sakaði Bandaríkjamenn og Breta þó um að hafa komið að árásinni. Hávær umræða hefur myndast í Rússlandi um það að taka upp dauðarefsingu á nýjan leik og að árásarmennirnir verði teknir af lífi. Dauðarefsingar hafa ekki verið leyfilegar þar í um 28 ár. Dómarar Hæstaréttar Rússlands tilkynntu í dag að þeir myndu taka málið til skoðunar en eingöngu eftir að formleg beiðni um slíkt bærist frá yfirvöldum, samkvæmt RIA fréttaveitunni sem er í eigu rússneska ríkisins. Rússland Vladimír Pútín Hryðjuverkaárás í Moskvu Belarús Tengdar fréttir Beinir spjótunum enn að Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir öfgamenn úr röðum íslamista hafa gert árásina á tónleikahöllina í Crocus um helgina en beinir spjótum sínum þó áfram að Úkraínu og Bandaríkjunum. Í ræðu í kvöld gaf hann í skyn að árásarmennirnir hefðu fengið borgað fyrir árásina og frá Úkraínu. 25. mars 2024 22:01 Heita hefndum en freista þess enn að bendla Úkraínu við árásina Stjórnvöld í Rússlandi virðast enn staðráðin í því að reyna að sannfæra umheiminn um að Úkraínumenn hafi átt þátt í hryðjuverkaárásinni á Crocus City tónleikahöllina í Moskvu á föstudag, þar sem 137 létu lífið. 25. mars 2024 10:47 ISIS birtir hryllingsmyndbönd af árásinni Íslamska ríkið birti í dag ný myndbönd af hryðjuverkaárásinni í útjaðri Moskvuborgar sem átti sér stað á föstudagskvöld. 133 létust en myndböndin staðfesta fyrri yfirlýsingu íslamska ríkisins þar sem ábyrgð á árásinni var lýst yfir. Rússar hafa aftur á móti bendlað Úkraínumenn við árásina. 24. mars 2024 15:02 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Þetta sagði Lúkasjenka við blaðamenn í gærkvöldi en hann sagði forsvarsmenn öryggisstofnana í Rússlandi hafa rætt við kollega sína í Belarús og að Vladimír Pútín, forseti Rússlands, hafi hringt í sig og beðið um aðstoð við að koma í veg fyrir að mennirnir kæmust til Belarús. Samkvæmt frétt Novaya Gazeta, sagði Lúkasjenka að eftir að þeir hefðu orðið varir við aukna öryggisgæslu hafi árásarmennirnir snúið við og farið í átt að landamærum Úkraínu. Þessi frásögn virðist fara gegn fullyrðingum Pútíns, annarra ráðamanna í Rússlandi og fréttaflutning í ríkismiðlum Rússlands um að mennirnir hafi ætlað sér að fara til Úkraínu og að Úkraínumenn hafi ætlað sér að mynda „holu“ fyrir þá til að fara í gegnum. Að minnsta kosti 143 létu lífið í tónleikahöllinni þegar fjórir menn frá Tadsíkistan hófu skothríð þar um helgina og kveiktu í húsinu. Mennirnir voru handteknir og eru þeir sagðir hafa játað að hafa framið ódæðið. Í heildina hafa ellefu verið handteknir vegna árásarinnar. Óttast er að fjöldi látinna gæti hækkað töluvert þar sem fregnir hafa borist af því að 95 manns sé enn saknað. Benda á Úkraínu og Vesturlönd Íslamska ríkið lýsti fljótt yfir ábyrgð á árásinni og birti myndefni frá henni sem árásarmennirnir tóku upp. Sjá einnig: Skæðasti angi Íslamska ríkisins teygir anga sína til Moskvu Þrátt fyrir það og að yfirvöld Í Bandaríkjunum hafi varað Rússa við því að þeir hefðu uppgötvað vísbendingar um yfirvofandi árás frá vígamönnum Íslamska ríkisins í Kohrasan (ISKP) hafi hafa ráðamenn í Rússlandi bendlað Úkraínu og Vesturlönd við árásina, án þess þó að geta fært nokkrar sannanir fyrir málflutningi sínum. Alexander Bortnikov Yfirmaður Leyniþjónustu Rússlands, FSB, staðfesti í gær að viðvörun hefði borist frá Bandaríkjunum, en sakaði Bandaríkjamenn og Breta þó um að hafa komið að árásinni. Alexander Bortnikov Yfirmaður Leyniþjónustu Rússlands, FSB, staðfesti í gær að viðvörun hefði borist frá Bandaríkjunum, en sakaði Bandaríkjamenn og Breta þó um að hafa komið að árásinni. Hávær umræða hefur myndast í Rússlandi um það að taka upp dauðarefsingu á nýjan leik og að árásarmennirnir verði teknir af lífi. Dauðarefsingar hafa ekki verið leyfilegar þar í um 28 ár. Dómarar Hæstaréttar Rússlands tilkynntu í dag að þeir myndu taka málið til skoðunar en eingöngu eftir að formleg beiðni um slíkt bærist frá yfirvöldum, samkvæmt RIA fréttaveitunni sem er í eigu rússneska ríkisins.
Rússland Vladimír Pútín Hryðjuverkaárás í Moskvu Belarús Tengdar fréttir Beinir spjótunum enn að Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir öfgamenn úr röðum íslamista hafa gert árásina á tónleikahöllina í Crocus um helgina en beinir spjótum sínum þó áfram að Úkraínu og Bandaríkjunum. Í ræðu í kvöld gaf hann í skyn að árásarmennirnir hefðu fengið borgað fyrir árásina og frá Úkraínu. 25. mars 2024 22:01 Heita hefndum en freista þess enn að bendla Úkraínu við árásina Stjórnvöld í Rússlandi virðast enn staðráðin í því að reyna að sannfæra umheiminn um að Úkraínumenn hafi átt þátt í hryðjuverkaárásinni á Crocus City tónleikahöllina í Moskvu á föstudag, þar sem 137 létu lífið. 25. mars 2024 10:47 ISIS birtir hryllingsmyndbönd af árásinni Íslamska ríkið birti í dag ný myndbönd af hryðjuverkaárásinni í útjaðri Moskvuborgar sem átti sér stað á föstudagskvöld. 133 létust en myndböndin staðfesta fyrri yfirlýsingu íslamska ríkisins þar sem ábyrgð á árásinni var lýst yfir. Rússar hafa aftur á móti bendlað Úkraínumenn við árásina. 24. mars 2024 15:02 Mest lesið „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Erlent Leitar afkomenda Ungverjanna sem komu til Íslands fyrir sjötíu árum Innlent Þvag, saur og uppköst í klefum Innlent Kosningavaktin 2026: Landsmenn kjósa sér sveitarstjórnir Innlent „Svartir sauðir misnoti réttindin“ og Reykjavík ræðst í aðgerðir Innlent Mikill viðbúnaður á Kringlumýrarbraut Innlent Íslenskur fjárfestir í óvenjulegri skilnaðardeilu í Bretlandi Innlent Án leyfis en titlar sig enn sem lækni Innlent Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Erlent Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Erlent Fleiri fréttir „Trúið ekki þessari áróðursvél“ Gæti leitt til aukinnar íhlutunar í Atlantshafi Fulltrúi ICE skaut konu til bana í Minneapolis Maduro, Diddy og Mangione í sama fangelsi Danskir og bandarískir erindrekar funda um Grænland í næstu viku „Ég efa að NATO yrði til staðar fyrir okkur“ Tóku einnig skuggaskip í Karíbahafinu Vill senda danska hermenn til Grænlands Allra augu á Íslandi og Atlantshafinu Ásælni Trumps í Grænland og skuggaskip Rússa Víða truflanir í Evrópu vegna snjókomu Gerðu áhlaup á rússneskt skuggaskip í efnahagslögsögu Íslands Rússar senda herskip til móts við olíuskip elt af Bandaríkjunum Segir Venesúela munu afhenda Bandaríkjunum milljónir tunna af olíu Útiloka ekki að beita hernum í Grænlandi „Stórt framfaraskref“ Óska eftir fundi með Rubio Kaffilaus fundur í gluggalausu herbergi „Ég ætla ekki að segja hættum við kosningarnar“ Nýtti sér leik sinn í Dansar við úlfa við að mynda sértrúarsöfnuð Hafa birt innan við prósent af Epstein-skjölunum Walz hættir við framboð vegna árása Trump-liða Sænskur ráðherra hlutgerður á miðli Musk Vill afhenda Trump friðarverðlaunin Svissneski skemmtistaðurinn ekki skoðaður í fimm ár Kristrún, Witkoff og Kushner á fundinum í París í dag Huldumaður hagnaðist verulega á árásinni á Venesúela Fyrrverandi fjármálaráðherra Kanada verður ráðgjafi Selenskí Var með fleiri en fimmtíu hunda á heimilinu Segir þörf á samtali um „meintan“ yfirráðarétt Dana Sjá meira
Beinir spjótunum enn að Úkraínu Vladimír Pútín, forseti Rússlands, segir öfgamenn úr röðum íslamista hafa gert árásina á tónleikahöllina í Crocus um helgina en beinir spjótum sínum þó áfram að Úkraínu og Bandaríkjunum. Í ræðu í kvöld gaf hann í skyn að árásarmennirnir hefðu fengið borgað fyrir árásina og frá Úkraínu. 25. mars 2024 22:01
Heita hefndum en freista þess enn að bendla Úkraínu við árásina Stjórnvöld í Rússlandi virðast enn staðráðin í því að reyna að sannfæra umheiminn um að Úkraínumenn hafi átt þátt í hryðjuverkaárásinni á Crocus City tónleikahöllina í Moskvu á föstudag, þar sem 137 létu lífið. 25. mars 2024 10:47
ISIS birtir hryllingsmyndbönd af árásinni Íslamska ríkið birti í dag ný myndbönd af hryðjuverkaárásinni í útjaðri Moskvuborgar sem átti sér stað á föstudagskvöld. 133 létust en myndböndin staðfesta fyrri yfirlýsingu íslamska ríkisins þar sem ábyrgð á árásinni var lýst yfir. Rússar hafa aftur á móti bendlað Úkraínumenn við árásina. 24. mars 2024 15:02