Taíland skrefinu nær því að leyfa samkynja hjónabönd Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. mars 2024 08:30 Frá Pride-göngu í Bangkok. AP Photo/Sakchai Lalit Taíland tók stórt skref í gær þegar neðri deild þingsins þar í landi samþykkti ný lög, sem heimila samkynja hjónabönd. Efri deild þingsins á enn eftir að taka frumvarpið fyrir og samþykki konungsins. Nokkuð líklegt er talið að málið verði fullafgreitt fyrir árslok, sem myndi gera Taíland að fyrsta og eina landinu í Suðaustur-Asíu til að heimila samkynja hjónabönd. Taíland hefur verið þekkt fyrir jákvætt viðhorf til samkynja para á svæði þar sem viðhorf til þeirra eru almennt í neikvæðari kanti. „Þetta er stórt skref í átt að jafnrétti. Þetta er ekki lækning við öllum heimsins vandamálum en fyrsta skrefið í átt að jafnrétti,“ sagði Danuphorn Punnakanta, þingmaður og formaður þingnefndarinnar sem hafði málið á sínu borði, í ræðu í gær. Fjögur hundruð af 415 þingmönnum samþykktu frumvarpið. Með því er lögum um hjónabönd breytt þannig að þeim er lýst sem sambúð tveggja einstaklinga, frekar en konu og karls. Breytingin mun veita samkynja pörum öll sömu réttindin og gagnkynja, sem þau hafa ekki haft hingað til. Þar má nefna samsköttun, að þau geti arfleitt hvort annað, tekið ákvarðanir um læknisþjónustu og svo framvegis. Nú þegar eru gildi lög í Taílandi sem segja til um að ekki megi mismuna fólki vegna kynhneigðar og kynvitundar. Landið er því álitið eitt það vingjarnlegasta gagnvart hinsegin fólki í Asíu. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem tilraun til breytinga á hjúskaparlögum í þessa átt hafa verið gerðar. Fyrri tilraunir hafa mistekist þrátt fyrir mikinn stuðning almennings, en samkvæmt nýlegri könnun voru 96,6 prósent almennings hlynnt breytingunum. Taíland Hinsegin Tengdar fréttir „Þriðja kynið“ í stjórnarskrá Taílands Breytingunni er ætlað að draga úr mismunun og tryggja réttarstöðu hinsegin fólks. 22. janúar 2015 10:11 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Sjá meira
Nokkuð líklegt er talið að málið verði fullafgreitt fyrir árslok, sem myndi gera Taíland að fyrsta og eina landinu í Suðaustur-Asíu til að heimila samkynja hjónabönd. Taíland hefur verið þekkt fyrir jákvætt viðhorf til samkynja para á svæði þar sem viðhorf til þeirra eru almennt í neikvæðari kanti. „Þetta er stórt skref í átt að jafnrétti. Þetta er ekki lækning við öllum heimsins vandamálum en fyrsta skrefið í átt að jafnrétti,“ sagði Danuphorn Punnakanta, þingmaður og formaður þingnefndarinnar sem hafði málið á sínu borði, í ræðu í gær. Fjögur hundruð af 415 þingmönnum samþykktu frumvarpið. Með því er lögum um hjónabönd breytt þannig að þeim er lýst sem sambúð tveggja einstaklinga, frekar en konu og karls. Breytingin mun veita samkynja pörum öll sömu réttindin og gagnkynja, sem þau hafa ekki haft hingað til. Þar má nefna samsköttun, að þau geti arfleitt hvort annað, tekið ákvarðanir um læknisþjónustu og svo framvegis. Nú þegar eru gildi lög í Taílandi sem segja til um að ekki megi mismuna fólki vegna kynhneigðar og kynvitundar. Landið er því álitið eitt það vingjarnlegasta gagnvart hinsegin fólki í Asíu. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem tilraun til breytinga á hjúskaparlögum í þessa átt hafa verið gerðar. Fyrri tilraunir hafa mistekist þrátt fyrir mikinn stuðning almennings, en samkvæmt nýlegri könnun voru 96,6 prósent almennings hlynnt breytingunum.
Taíland Hinsegin Tengdar fréttir „Þriðja kynið“ í stjórnarskrá Taílands Breytingunni er ætlað að draga úr mismunun og tryggja réttarstöðu hinsegin fólks. 22. janúar 2015 10:11 Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Mikið viðbragð vegna umferðarslyss Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Fleiri fréttir Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Norskur maður ákærður fyrir njósnir í þágu Rússa og Írana Abrahamska dulspekitrúin sem heyr tilvistarstríð Setjast enn og aftur við samningaborðið en væntingar eru litlar Biden hraunar yfir Clooney: „Hann má fokka sér“ Segjast hafa fengið rangar líkamsleifar Sjá meira
„Þriðja kynið“ í stjórnarskrá Taílands Breytingunni er ætlað að draga úr mismunun og tryggja réttarstöðu hinsegin fólks. 22. janúar 2015 10:11