Taíland skrefinu nær því að leyfa samkynja hjónabönd Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 27. mars 2024 08:30 Frá Pride-göngu í Bangkok. AP Photo/Sakchai Lalit Taíland tók stórt skref í gær þegar neðri deild þingsins þar í landi samþykkti ný lög, sem heimila samkynja hjónabönd. Efri deild þingsins á enn eftir að taka frumvarpið fyrir og samþykki konungsins. Nokkuð líklegt er talið að málið verði fullafgreitt fyrir árslok, sem myndi gera Taíland að fyrsta og eina landinu í Suðaustur-Asíu til að heimila samkynja hjónabönd. Taíland hefur verið þekkt fyrir jákvætt viðhorf til samkynja para á svæði þar sem viðhorf til þeirra eru almennt í neikvæðari kanti. „Þetta er stórt skref í átt að jafnrétti. Þetta er ekki lækning við öllum heimsins vandamálum en fyrsta skrefið í átt að jafnrétti,“ sagði Danuphorn Punnakanta, þingmaður og formaður þingnefndarinnar sem hafði málið á sínu borði, í ræðu í gær. Fjögur hundruð af 415 þingmönnum samþykktu frumvarpið. Með því er lögum um hjónabönd breytt þannig að þeim er lýst sem sambúð tveggja einstaklinga, frekar en konu og karls. Breytingin mun veita samkynja pörum öll sömu réttindin og gagnkynja, sem þau hafa ekki haft hingað til. Þar má nefna samsköttun, að þau geti arfleitt hvort annað, tekið ákvarðanir um læknisþjónustu og svo framvegis. Nú þegar eru gildi lög í Taílandi sem segja til um að ekki megi mismuna fólki vegna kynhneigðar og kynvitundar. Landið er því álitið eitt það vingjarnlegasta gagnvart hinsegin fólki í Asíu. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem tilraun til breytinga á hjúskaparlögum í þessa átt hafa verið gerðar. Fyrri tilraunir hafa mistekist þrátt fyrir mikinn stuðning almennings, en samkvæmt nýlegri könnun voru 96,6 prósent almennings hlynnt breytingunum. Taíland Hinsegin Tengdar fréttir „Þriðja kynið“ í stjórnarskrá Taílands Breytingunni er ætlað að draga úr mismunun og tryggja réttarstöðu hinsegin fólks. 22. janúar 2015 10:11 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Sjá meira
Nokkuð líklegt er talið að málið verði fullafgreitt fyrir árslok, sem myndi gera Taíland að fyrsta og eina landinu í Suðaustur-Asíu til að heimila samkynja hjónabönd. Taíland hefur verið þekkt fyrir jákvætt viðhorf til samkynja para á svæði þar sem viðhorf til þeirra eru almennt í neikvæðari kanti. „Þetta er stórt skref í átt að jafnrétti. Þetta er ekki lækning við öllum heimsins vandamálum en fyrsta skrefið í átt að jafnrétti,“ sagði Danuphorn Punnakanta, þingmaður og formaður þingnefndarinnar sem hafði málið á sínu borði, í ræðu í gær. Fjögur hundruð af 415 þingmönnum samþykktu frumvarpið. Með því er lögum um hjónabönd breytt þannig að þeim er lýst sem sambúð tveggja einstaklinga, frekar en konu og karls. Breytingin mun veita samkynja pörum öll sömu réttindin og gagnkynja, sem þau hafa ekki haft hingað til. Þar má nefna samsköttun, að þau geti arfleitt hvort annað, tekið ákvarðanir um læknisþjónustu og svo framvegis. Nú þegar eru gildi lög í Taílandi sem segja til um að ekki megi mismuna fólki vegna kynhneigðar og kynvitundar. Landið er því álitið eitt það vingjarnlegasta gagnvart hinsegin fólki í Asíu. Þetta er ekki fyrsta skiptið sem tilraun til breytinga á hjúskaparlögum í þessa átt hafa verið gerðar. Fyrri tilraunir hafa mistekist þrátt fyrir mikinn stuðning almennings, en samkvæmt nýlegri könnun voru 96,6 prósent almennings hlynnt breytingunum.
Taíland Hinsegin Tengdar fréttir „Þriðja kynið“ í stjórnarskrá Taílands Breytingunni er ætlað að draga úr mismunun og tryggja réttarstöðu hinsegin fólks. 22. janúar 2015 10:11 Mest lesið Útlit fyrir mestu snjókomu í október í manna minnum Innlent Um 140 umsækjendur um alþjóðlega vernd týndir og eftirlýstir Innlent Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Erlent Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Erlent Garðheimar ljósið í myrkrinu við meinta gímaldsgötu Innlent Komu innlyksa mæðgum til bjargar í Landmannalaugum Innlent Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Erlent Beittur piparúða í fangaklefa, hótað með rafbyssu og sveltur Innlent Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Erlent Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Erlent Fleiri fréttir Milei vann stórsigur í Argentínu Matarbankar segjast ekki munu anna eftirspurninni Aftökur á meintum smyglurum „ekki morð“ heldur „vörn við eitri“ Leit að flugvélinni horfnu engan árangur borið Ráðist að fjölmiðlafólki með ofbeldi og fúkyrðum Hundruðum gert að rýma vegna grjóthruns í Ósló Newsom íhugar forsetaframboð Allt undir hjá forsetanum hárprúða Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Sjá meira
„Þriðja kynið“ í stjórnarskrá Taílands Breytingunni er ætlað að draga úr mismunun og tryggja réttarstöðu hinsegin fólks. 22. janúar 2015 10:11