Heita hefndum en freista þess enn að bendla Úkraínu við árásina Hólmfríður Gísladóttir skrifar 25. mars 2024 10:47 Það var ekki annað að sjá í gær en að fjórmenningarnir sem voru handteknir og leiddir fyrir dómara hefðu verið beittir miklu harðræði af lögreglu. AP/Alexander Zemlianichenko Stjórnvöld í Rússlandi virðast enn staðráðin í því að reyna að sannfæra umheiminn um að Úkraínumenn hafi átt þátt í hryðjuverkaárásinni á Crocus City tónleikahöllina í Moskvu á föstudag, þar sem 137 létu lífið. Þrátt fyrir að Ríki íslam í Khorasan (ISKP) hafi lýst hroðaverkinu á hendur sér og birt myndskeið því til stuðnings, hafa ráðamenn í Rússlandi freistað þess að bendla Úkraínu við árásina. Nú síðast steig María Zakharova, talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands, fram og sagðist í viðtali við dagblaðið Komsomolskaya Pravda vilja beina þeirri spurningu til Bandaríkjamanna hvort þeir væru vissir um að Ríki íslam hefði staðið að baki hryðjuverkinu eða hvort þeir vildu endurskoða þá niðurstöðu. Zakharova sakaði Bandaríkjamenn, sem hafa fullyrt að Ríki íslam hafi staðið að baki árásinni, um að gera samtökin að strámanni til að beina athyglinni frá „skjólstæðingi“ sínum í Kænugarði. Ríki íslam hafa löngum notað árásir á skotmörk í Evrópu og víðar til að vekja bæði ótta og athygli. Þá er árásunum einnig ætlað að hvetja stuðningsmenn til dáða og aðra til að ganga lið liðs við samtökin. Rússneskir miðlar segja fjórmenningana ríkisborgara Tadsjikistan.Getty/Anadolu/Sefa Karacan Rússar hafa gert ýmislegt til að koma sér í ónáðina hjá samtökunum, þar má meðal annars nefna stuðning þeirra við stjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi og Talíbana í Afganistan. Þá á Ríki íslam í viðvarandi stríði gegn kristnum almennt og meintum meingjörðum þeirra gagnvart múslimum síðustu árhundruð. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur hótað hefndum fyrir hryðjuverkaárásina en það er óvíst hvaða mynd þær munu taka á meðan Rússar virðast eiga erfitt með að ákveða sig hverjum er um að kenna. Hitt þykir víst að þeir fjórir sem voru handteknir og færðir fyrir dómara í gær munu ekki eiga sjö dagana sæla í gæsluvarðhaldi en það mátti augljóslega sjá í dómsal í gær að þeir höfðu fengið illa meðferð. Þá hefur myndskeiðum verið dreift á samfélagsmiðlum sem virðast sýna lögreglu ganga í skrokk á mönnunum. Á einu myndskeiðinu sést hvernig eyrað er skorið af einum og stungið upp í hann og á öðru hvernig rafbyssa er notuð á kynfæri annars. Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hryðjuverkaárás í Moskvu Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Sjá meira
Þrátt fyrir að Ríki íslam í Khorasan (ISKP) hafi lýst hroðaverkinu á hendur sér og birt myndskeið því til stuðnings, hafa ráðamenn í Rússlandi freistað þess að bendla Úkraínu við árásina. Nú síðast steig María Zakharova, talsmaður utanríkisráðuneytis Rússlands, fram og sagðist í viðtali við dagblaðið Komsomolskaya Pravda vilja beina þeirri spurningu til Bandaríkjamanna hvort þeir væru vissir um að Ríki íslam hefði staðið að baki hryðjuverkinu eða hvort þeir vildu endurskoða þá niðurstöðu. Zakharova sakaði Bandaríkjamenn, sem hafa fullyrt að Ríki íslam hafi staðið að baki árásinni, um að gera samtökin að strámanni til að beina athyglinni frá „skjólstæðingi“ sínum í Kænugarði. Ríki íslam hafa löngum notað árásir á skotmörk í Evrópu og víðar til að vekja bæði ótta og athygli. Þá er árásunum einnig ætlað að hvetja stuðningsmenn til dáða og aðra til að ganga lið liðs við samtökin. Rússneskir miðlar segja fjórmenningana ríkisborgara Tadsjikistan.Getty/Anadolu/Sefa Karacan Rússar hafa gert ýmislegt til að koma sér í ónáðina hjá samtökunum, þar má meðal annars nefna stuðning þeirra við stjórn Bashar al-Assad í Sýrlandi og Talíbana í Afganistan. Þá á Ríki íslam í viðvarandi stríði gegn kristnum almennt og meintum meingjörðum þeirra gagnvart múslimum síðustu árhundruð. Vladimir Pútín Rússlandsforseti hefur hótað hefndum fyrir hryðjuverkaárásina en það er óvíst hvaða mynd þær munu taka á meðan Rússar virðast eiga erfitt með að ákveða sig hverjum er um að kenna. Hitt þykir víst að þeir fjórir sem voru handteknir og færðir fyrir dómara í gær munu ekki eiga sjö dagana sæla í gæsluvarðhaldi en það mátti augljóslega sjá í dómsal í gær að þeir höfðu fengið illa meðferð. Þá hefur myndskeiðum verið dreift á samfélagsmiðlum sem virðast sýna lögreglu ganga í skrokk á mönnunum. Á einu myndskeiðinu sést hvernig eyrað er skorið af einum og stungið upp í hann og á öðru hvernig rafbyssa er notuð á kynfæri annars.
Rússland Innrás Rússa í Úkraínu Hryðjuverkaárás í Moskvu Mest lesið Nafn mannsins sem lést vegna voðaskots Innlent Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Erlent Er enn að vinna úr því að hafa lifað Innlent Íris segist ekki sækjast eftir sæti í Hafnarfirði Innlent Fólk hafi dreymt um að eignast flugstjóradress Innlent Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Erlent Kynferðisbrotum sem leiða til greiðslu bóta hefur fjölgað verulega Innlent Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Erlent Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Erlent Meirihluti fólks geti ekki keypt íbúð í nýju lánakerfi sem sé að teiknast upp Innlent Fleiri fréttir Óttast blóðbað við fall síðasta vígis stjórnarhersins í Darfur Bankaerfingi greiðir laun hermanna meðan ríkisstofnanir eru lokaðar Gómuðu aftur manninn sem þeir slepptu fyrir mistök Tveir handteknir vegna Louvre ránsins Leita Cessnu sem hvarf nærri Nuuk Segja „fljúgandi Chernobyl“ hafa flogið í fimmtán klukkustundir Hækkar tolla á kanadískar vörur vegna sjónvarpsauglýsingar Ýjar að annarri atrennu að forsetaembættinu Vinstrikonan umdeilda vann sannfærandi sigur á Írlandi Fyrrverandi drottning Taílands er látin Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Slepptu kynferðisbrotamanni fyrir mistök Fangelsaðir vegna íkveikju fyrir Wagner Vinstrikona gegn ESB og NATO líklegur næsti forseti Írlands Ætlar að flýta hernaðaruppbyggingu í Japan Musk kallar ráðherra heimskan og homma „Við ætlum að drepa þá. Þeir verða, sko, dauðir“ Kvennaverkfall að hefjast og breytingar á lánum Landsbankans Náðaði rafmyntamógúl sem hefur hjálpað rafmyntaveldi Trump Vilja að þunguðum konum verði líka heimilt að deyja Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Trump slaufar öllum viðræðum við Kanada út af sjónvarpsauglýsingu sem fór fyrir brjóstið á honum Villur í dómum sömdum með aðstoð gervigreindar Belgar komu í veg fyrir samþykkt um nýtingu rússneskra eigna Verja kjarnorkuvopn sín á norðurslóðum með leynilegu eftirlitskerfi Sýknaður af öllum ákærum vegna „blóðuga sunnudagsins“ Sjá meira