ISIS lýsir yfir ábyrgð á árásinni í Moskvu Samúel Karl Ólason skrifar 22. mars 2024 21:33 Mikill eldur kviknaði í tónleikahúsinu í árásinni. AP/Vitaly Smolnikov Íslamska ríkið hefur lýst yfir ábyrgð á árásinni í Moskvu í kvöld. Níutíu og þrír eru sagðir látnir og rúmlega hundrað eru særðir, eftir að hópur þungvopnaðra manna gekk inn í Crocus-tónleikahöllina og skaut þar á fólk af handahófi. Myndbönd úr tónleikahúsinu gefi til kynna að árásarmennirnir séu minnst fjórir, vopnaðir árásarrifflum. Nokkrir árásarmenn voru myndaðir af fólki í tónleikahúsinu.AP/Astra Árásarmennirnir köstuðu einnig frá sér sprengjum en talið er að rúmlega sex þúsund manns hafi verið í húsinu þegar árásin var gerð, miðað við fjölda seldra miða á tónleika sem stóðu yfir. Eldur kviknaði í húsinu en slökkviliðsmenn segjast hafa náð tökum á honum. Sjá einnig: Umfangsmikil hryðjuverkaárás í Moskvu Mennirnir eru sagðir hafa komist á brott en í yfirlýsingu frá ISIS, segir að þeir hafi myrt og sært hundruð manna. RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur birt mynd af hvítum Renault sem talið er að mennirnir hafi flúið í. And there it is, IS claims the attack in Russia. I'm sure we'll get an even longer statement with more details soon based on past precedent of how IS central media works. pic.twitter.com/NPAyxuhCZw— Aaron Y. Zelin (@azelin) March 22, 2024 Umfangsmikil leit stendur yfir að mönnunum, ef marka má rússneska miðla. Rússneskir þjóðvarðliðar á götum Moskvu í kvöld.AP/Alexander Avilov Bandaríska sendiráðið í Moskvu varaði við því fyrr í mánuðinum að mögulega gerðu „öfgamenn“ árás í Moskvu. Í tilkynningu frá sendiráðinu kom fram að fólk skyldi forðast fjölsótta viðburði þá helgina. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í vikunni lítið fyrir viðvaranir Bandaríkjamanna og kallaði þær tilraunir til að kúga rússneskt samfélag. Footage of the gunmen. 11/https://t.co/XcqxPdRVaa pic.twitter.com/x6pW115s8o— Rob Lee (@RALee85) March 22, 2024 Fréttamenn CNN hafa eftir heimildarmönnum sínum í leyniþjónustusamfélagi Bandaríkjanna að fyrstu upplýsingarnar um mögulega árás ISIS-liða sem tilheyra hóp sem kallast ISISKP eða ISIS-K og er virkur í Mið-Asíu og helst í Afganistan, hafi litið dagsins ljós í nóvember. Ekki stóð í yfirlýsingu ISIS hvort árásin hafi verið gerð af ISISKP eða öðrum anga samtakanna. Yfirvöld í Bandaríkjunum munu hafa varað Rússa við en hópurinn var stofnaður árið 2015. Since November there has been "fairly specific" intelligence that ISIS-K wanted to carry out attacks in Russia, sources tell me, @NatashaBertrand, @jmhansler. US intelligence warned Russia about it. Unclear if that drove the Mar 7 embassy warning.— Alex Marquardt (@MarquardtA) March 22, 2024 Leyniþjónusta Rússlands (FSB) sagði frá því þann 7. mars, sama dag og Bandaríkjamenn gáfu út áðurnefnda viðvörun, að útsendarar stofnunarinnar hefðu komið í veg fyrir árás vígamanna ISIS á bænahús gyðinga í Moskvu. Mennirnir hefðu hleypt úr byssum sínum þegar reynt var að handtaka þá og þeir hafi allir verið skotnir til bana. Fréttin hefur verið uppfærð með nýjustu tölum um fjölda látinna. Hryðjuverkaárás í Moskvu Rússland Vladimír Pútín Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
Myndbönd úr tónleikahúsinu gefi til kynna að árásarmennirnir séu minnst fjórir, vopnaðir árásarrifflum. Nokkrir árásarmenn voru myndaðir af fólki í tónleikahúsinu.AP/Astra Árásarmennirnir köstuðu einnig frá sér sprengjum en talið er að rúmlega sex þúsund manns hafi verið í húsinu þegar árásin var gerð, miðað við fjölda seldra miða á tónleika sem stóðu yfir. Eldur kviknaði í húsinu en slökkviliðsmenn segjast hafa náð tökum á honum. Sjá einnig: Umfangsmikil hryðjuverkaárás í Moskvu Mennirnir eru sagðir hafa komist á brott en í yfirlýsingu frá ISIS, segir að þeir hafi myrt og sært hundruð manna. RIA fréttaveitan, sem er í eigu rússneska ríkisins, hefur birt mynd af hvítum Renault sem talið er að mennirnir hafi flúið í. And there it is, IS claims the attack in Russia. I'm sure we'll get an even longer statement with more details soon based on past precedent of how IS central media works. pic.twitter.com/NPAyxuhCZw— Aaron Y. Zelin (@azelin) March 22, 2024 Umfangsmikil leit stendur yfir að mönnunum, ef marka má rússneska miðla. Rússneskir þjóðvarðliðar á götum Moskvu í kvöld.AP/Alexander Avilov Bandaríska sendiráðið í Moskvu varaði við því fyrr í mánuðinum að mögulega gerðu „öfgamenn“ árás í Moskvu. Í tilkynningu frá sendiráðinu kom fram að fólk skyldi forðast fjölsótta viðburði þá helgina. Vladimír Pútín, forseti Rússlands, gaf í vikunni lítið fyrir viðvaranir Bandaríkjamanna og kallaði þær tilraunir til að kúga rússneskt samfélag. Footage of the gunmen. 11/https://t.co/XcqxPdRVaa pic.twitter.com/x6pW115s8o— Rob Lee (@RALee85) March 22, 2024 Fréttamenn CNN hafa eftir heimildarmönnum sínum í leyniþjónustusamfélagi Bandaríkjanna að fyrstu upplýsingarnar um mögulega árás ISIS-liða sem tilheyra hóp sem kallast ISISKP eða ISIS-K og er virkur í Mið-Asíu og helst í Afganistan, hafi litið dagsins ljós í nóvember. Ekki stóð í yfirlýsingu ISIS hvort árásin hafi verið gerð af ISISKP eða öðrum anga samtakanna. Yfirvöld í Bandaríkjunum munu hafa varað Rússa við en hópurinn var stofnaður árið 2015. Since November there has been "fairly specific" intelligence that ISIS-K wanted to carry out attacks in Russia, sources tell me, @NatashaBertrand, @jmhansler. US intelligence warned Russia about it. Unclear if that drove the Mar 7 embassy warning.— Alex Marquardt (@MarquardtA) March 22, 2024 Leyniþjónusta Rússlands (FSB) sagði frá því þann 7. mars, sama dag og Bandaríkjamenn gáfu út áðurnefnda viðvörun, að útsendarar stofnunarinnar hefðu komið í veg fyrir árás vígamanna ISIS á bænahús gyðinga í Moskvu. Mennirnir hefðu hleypt úr byssum sínum þegar reynt var að handtaka þá og þeir hafi allir verið skotnir til bana. Fréttin hefur verið uppfærð með nýjustu tölum um fjölda látinna.
Hryðjuverkaárás í Moskvu Rússland Vladimír Pútín Mest lesið „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent Ekkert bólaði á ræðumanni Innlent Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Hinsegin fólk upplifi óöryggi í strætisvögnum Innlent Sósíalistar vilja Sönnu burt en hún kveðst koma af fjöllum Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Innlent Fleiri fréttir „Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“ Fara fram á dauðarefsingu yfir Robinson Nálægt því að draga úr flæðinu vegna drónaárása Hafa engar skýringar á margföldum gammablossa Enn ein ásiglingin við rifið umdeilda Hryðjuverkaákærum vísað frá Samþykkja að framselja Úkraínumann vegna Nord Stream-skemmdarverkanna Trump-liðar heita hefndum Nefnd SÞ segir Ísraelsmenn hafa framið þjóðarmorð á Gasa Látlausar sprengjuárásir á Gasa í nótt Trump höfðar 15 milljarða dala mál gegn New York Times Sagði frá fyrirætlunum sínum í SMS-i fyrir morðið Bandaríkin lýstu yfir fullum stuðningi við fyrirætlanir Ísraelsstjórnar Drápu þrjá í annarri árás á meinta smyglara Conor McGregor dregur forsetaframboðið til baka NATO og Rússland „augljóslega“ í stríði Stórauka útgjöld til varnarmála Tinder-svindlarinn handtekinn í Georgíu Fordæma ummæli Musk á mótmælum gegn útlendingum Íslendingur dæmdur í þrettán ára fangelsi í Rússlandi Kallaði eftir aftöku heimilislauss fólks: „Drepa þau bara“ Svarar til saka fyrir morð á „blóðuga sunnudeginum“ AfD þrefalda fylgi sitt í fjölmennasta sambandslandinu Brueckner neitar að ræða við bresk lögregluyfirvöld Kalla rússneska sendiherrann á teppið Segir byssumanninn aðhyllast vinstri hugmyndafræði Fordæmir notkun fánans í þágu ótta og rasisma Trans kærasta Robinsons hafi verið „skelfingu lostin“ Lögreglumenn með brotnar tennur og harðorður Elon Musk Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Sjá meira
„Markmið ríkisstjórnar Ísraels er augljóst þegar við höldum áfram að verða vitni að tortímingu Palestínumanna“