Innlent

Marta hafði betur gegn 38 sem vildu verða sér­fræðingur

Árni Sæberg skrifar
Marta Nordal var skipuð leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar árið 2018.
Marta Nordal var skipuð leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar árið 2018. LA

Marta Nordal, fráfarandi leikhússtjóri Leikfélags Akureyrar, hafði betur gegn 38 umsækjendum um stöðu sérfræðings í sviðslistum hjá ráðuneyti menningarmála.

Greint var frá því í fyrradag að Marta færi frá leikfélaginu til menningar- og viðskiptaráðuneytisins þar sem hún muni starfa sem sérfræðingur í sviðslistum.

Í færslu á Facebook sagðist hún vera spennt fyrir komandi verkefnum og að fá að starfa áfram að starfa á vettvangi sviðslist, þó að það verði undir öðrum formerkjum.

Ef marka má svar ráðuneytisins við fyrirspurn Vísis um umsækjendur um starfið var Marta ekki sú eina sem var spennt fyrir því. Ásamt Mörtu sóttu 38 vongóðir um starfið. Þeir voru eftirfarandi:

  • Alexey Mandrikov, balletkennari
  • Alla Moiseeva, umönnun
  • Anastasiia Sira, listrænn markaðsfræðingur
  • Árni Kristjánsson, ungliða- og aðgerðastjóri
  • Ása Fanney Gestsdóttir, viðburðastjóri og alþjóðatengill
  • Basak Halldorsson, starfsmaður vöruhúss
  • Berglind Ósk Sævarsdóttir, orku- og umhverfisfræðingur
  • Chari Cámara, þjónn
  • Dana Rún Hákonardóttir, forstöðumaður
  • Edda Dröfn Daníelsdóttir, verkefnastjóri
  • Elena Lomakina, verkefnastjóri
  • Ernir Arnarson, starfsnemi
  • Friðþjófur Þorsteinsson, framkvæmdastjóri og sviðslistaráðgjafi
  • Grégory D. Ferdinand Cattaneo, kennari
  • Guðrún Selma Sigurjónsdóttir, blaðamaður
  • Guðrún Svava Kristinsdottir, kennari
  • Hrafnar Israel Robles, framkvæmdastjóri
  • Ioannis Raptis, barþjónn
  • Ísak Jónasson, rútubílstjóri
  • Jhordan Valencia Sandoval, þjónustufulltrúi
  • Katerina Parouka, þjónn
  • Kristín Mjöll Bjarnad. Johnsen, kennari
  • Lárus Vilhjálmsson, listrænn stjórnandi
  • Mar Andreu Aparicio, rekstrarstjóri
  • Margrét Elín Kaaber, leikari og leikstjóri
  • Marta Nordal, leikhússtjóri
  • Matthías Vilhjálmur Baldursson, organisti
  • Máni Huginsson, framleiðslu- og sýningarstjóri
  • Pawel Zawisza, móttökufulltrúi
  • Remigiusz Szmuda, vélvirki
  • Sabrina Chiappini, aðstoðarmanneskja stærðfræði
  • Sigrún Waage, leikari ofl.
  • Sigurður Kaiser, verkefnastjóri
  • Sigurður Líndal Þórisson, verkefnastjóri
  • Skúli Gautason, menningarfulltrúi
  • Tinna Grétarsdóttir, framkvæmdastjóri
  • Unnar Geir Unnarsson, deildarstjóri
  • Vígþór Sjafnar Zophoníasson, tónmenntakennari og leikstjóri
  • Þórdís Ósk Helgadóttir, sviðsstjóri


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×