Davíð Smári reiðubúinn að „falla á eigið sverð“ Sindri Sverrisson skrifar 18. mars 2024 09:31 Davíð Smári Lamude kom Vestra upp í efstu deild í fyrra, í fyrstu tilraun. Stöð 2 Sport Vestramenn ætla að mæta hugrakkir til leiks á sitt fyrsta tímabil í Bestu deildinni í fótbolta, í næsta mánuði, staðráðnir í að halda sér uppi. Baldur Sigurðsson tók hús á Ísfirðingum í nýjasta þætti Lengsta undirbúningstímabils í heimi, á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Þar tók Baldur meðal annars þátt í æfingu Vestra á heldur kuldalegum, glænýjum gervigras-æfingavelli liðsins. Hann ræddi líka við þjálfarann Davíð Smára Lamude, sem í fyrstu tilraun kom Vestra upp í efstu deild í fyrra og er staðráðinn í að halda liðinu þar, án þess þó að hverfa frá þeirri hugmyndafræði sem virkaði í Lengjudeildinni. „Stærsta markmiðið er að halda okkur í deildinni“ „Ég sem þjálfari er auðvitað alltaf með stór markmið. Fyrsta markmiðið er að við náum að spila á þessum undirstöðum sem komu okkur hingað. Séum hugrakkir, þorum að halda í boltann og séum skipulagðir. En stærsta markmiðið er að halda okkur í deildinni, það er klárt,“ segir Davíð Smári sem vill að Vestramenn nálgist leiki á sínum eigin forsendum, en ekki bara með það í huga að bregðast við sterkustu liðum landsins. Klippa: LUÍH - Vestri í deildina á eigin forsendum „Ég legg upp með það að við förum í þessa deild hugrakkir, og þorum að spila fótbolta. Við erum alveg með þannig lið að við getum haldið í boltann og spilað vel. Mér finnst við hafa sýnt það, sérstaklega undir lok síðasta tímabils. Við réðum vel við pressu, vorum „physical“ og sterkir, góðir í föstum leikatriðum, og áræðnir. Okkur vantaði kannski að vera svolítið klínískir en ég er að vona að það komi núna. Einhver þjálfari talaði um að „falla á eigið sverð“. Þannig nálgast ég þetta. Að við förum inn í þetta svolítið brattir, á okkar forsendum, og höfum þor og hugrekki til að spila fótbolta. Það er númer eitt, tvö og þrjú fyrir mér.“ Þáttinn í heild má finna á stod2.is. Besta deild karla Vestri Lengsta undirbúningstímabil í heimi Tengdar fréttir Baldur heimsækir nýliða Vestra Í þætti kvöldsins af „Lengsta undirbúningstímabil í heimi“ fer Baldur Sigurðsson í heimsókn til Vestra sem eru nýliðar í Bestu deild karla í sumar. 17. mars 2024 20:16 Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
Baldur Sigurðsson tók hús á Ísfirðingum í nýjasta þætti Lengsta undirbúningstímabils í heimi, á Stöð 2 Sport í gærkvöld. Þar tók Baldur meðal annars þátt í æfingu Vestra á heldur kuldalegum, glænýjum gervigras-æfingavelli liðsins. Hann ræddi líka við þjálfarann Davíð Smára Lamude, sem í fyrstu tilraun kom Vestra upp í efstu deild í fyrra og er staðráðinn í að halda liðinu þar, án þess þó að hverfa frá þeirri hugmyndafræði sem virkaði í Lengjudeildinni. „Stærsta markmiðið er að halda okkur í deildinni“ „Ég sem þjálfari er auðvitað alltaf með stór markmið. Fyrsta markmiðið er að við náum að spila á þessum undirstöðum sem komu okkur hingað. Séum hugrakkir, þorum að halda í boltann og séum skipulagðir. En stærsta markmiðið er að halda okkur í deildinni, það er klárt,“ segir Davíð Smári sem vill að Vestramenn nálgist leiki á sínum eigin forsendum, en ekki bara með það í huga að bregðast við sterkustu liðum landsins. Klippa: LUÍH - Vestri í deildina á eigin forsendum „Ég legg upp með það að við förum í þessa deild hugrakkir, og þorum að spila fótbolta. Við erum alveg með þannig lið að við getum haldið í boltann og spilað vel. Mér finnst við hafa sýnt það, sérstaklega undir lok síðasta tímabils. Við réðum vel við pressu, vorum „physical“ og sterkir, góðir í föstum leikatriðum, og áræðnir. Okkur vantaði kannski að vera svolítið klínískir en ég er að vona að það komi núna. Einhver þjálfari talaði um að „falla á eigið sverð“. Þannig nálgast ég þetta. Að við förum inn í þetta svolítið brattir, á okkar forsendum, og höfum þor og hugrekki til að spila fótbolta. Það er númer eitt, tvö og þrjú fyrir mér.“ Þáttinn í heild má finna á stod2.is.
Besta deild karla Vestri Lengsta undirbúningstímabil í heimi Tengdar fréttir Baldur heimsækir nýliða Vestra Í þætti kvöldsins af „Lengsta undirbúningstímabil í heimi“ fer Baldur Sigurðsson í heimsókn til Vestra sem eru nýliðar í Bestu deild karla í sumar. 17. mars 2024 20:16 Mest lesið Donald Trump að fá friðarverðlaun frá FIFA? Fótbolti „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Víðir vann „diplómatískan sigur“ á þýska handknattleikssambandinu Handbolti Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar Sport Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Fleiri fréttir Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Leiðir Breiðabliks og Damir skilja „Við viljum koma Haukum á fótboltakortið“ Fram líka fljótt að finna nýja ást „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Fanndís hefur ekkert heyrt frá Val og íhugar að hætta „Það verður hundleiðinlegt að spila við Val“ Hermann tekinn við Val Fóru nýja leið í ár og auglýstu eftir þjálfara: Tommy Nielsen ráðinn Pablo og Óskar Örn inn í þjálfarateymi Hauka FH-ingar kveðja Kjartan Henry Tölur úr Bestu: Bjartur Bjarmi fór í flestar tæklingar af öllum Gísli semur við Skagamenn Óskar Smári tekur við Stjörnunni Bretinn ráðinn tæknilegur ráðgjafi hjá Val Fram þvertekur fyrir metnaðarleysi og leitar að nýjum þjálfurum Tölur úr Bestu: Hallgrímur Mar bjó til langflest færi „Mjög sáttur með samninginn“ „Hefði séð eftir því alla ævi“ Magnús Már í viðræðum við HK Uppgjörið: Ísland - Norður-Írland 3-0 | Áfram hluti af elítunni Tölur úr Bestu 2025: Klúðraði langflestum dauðafærum í sumar FH bíður með að tilkynna nýjan þjálfara Óskar Hrafn fer ekki fet Birnir frá Akureyri í Garðabæ Hættir með Fram Heimir kynntur til leiks í Árbænum Túfa rekinn frá Val Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Sjá meira
Baldur heimsækir nýliða Vestra Í þætti kvöldsins af „Lengsta undirbúningstímabil í heimi“ fer Baldur Sigurðsson í heimsókn til Vestra sem eru nýliðar í Bestu deild karla í sumar. 17. mars 2024 20:16