Líkti innflytjendum við dýr í langri ræðu Samúel Karl Ólason skrifar 17. mars 2024 15:44 Donald Trump á sviði í Ohio í gær. AP/Meg Kinnard Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og forsetaframbjóðandi, hélt í gær kosningaræðu þar sem hann talaði með niðrandi hætti um farand- og flóttafólk og hét efnahagslegu „blóðbaði“ ef hann skyldi tapa forsetakosningunum í nóvember. Ræðuna hélt Trump í Ohio í gær og fór hann um víðan völl í um níutíu mínútna langri ræðunni. Eins og fram kemur í frétt New York Times varpaði Trump frá sér móðgunum og spáði því að ef hann yrði ekki forseti Bandaríkjanna yrðu kosningarnar í nóvember þær síðustu í Bandaríkjunum. Meðal annars líkti hann flótta- og farandfólki við dýr og sagði að ef hann tapaði gegn Joe Biden í nóvember myndu bandaríkin ganga gegnum blóðbað. Þegar hann talaði um farand- og flóttafólk og ólöglega innflytjendur hélt Trump því fram að önnur ríki hefðu tæmt fangelsi sín og sent glæpamenn að landamærum Bandaríkjanna. „Ég veit ekki hvort þið kallið þau „fólk“, í sumum tilfellum,“ sagði Trump. „Þetta er ekki fólk, að mínu áliti.“ Seinna meir kallaði hann þetta fólk „dýr“. Embættismenn, og þar af menn sem störfuðu í ríkisstjórn Trumps, segja flesta sem koma að landamærunum vera fátækt og viðkvæmt fólk í leit að betra lífi. Það er ekkert sem bendir til þess að farand- og flóttafólk fremji frekar glæpi en annað fólk. "I don't know if you call them people ... these are animals" -- Trump on undocumented immigration pic.twitter.com/HVO7AqHDih— Aaron Rupar (@atrupar) March 16, 2024 Trump lýsti fjölgun farand- og flóttafólks á landamærunum við innrás og kenndi Joe Biden um. Trump sjálfur kom þó nýverið í veg fyrir að frumvarp sem samið var af þingmönnum beggja flokka og hefði leitt til einhverra umfangsmestu aðgerða á landamærunum í áratugi, yrði að lögum. Þá lýsti hann því yfir að hann vildi nota ástandið á landamærunum í kosningabaráttu sinni gegn Biden. Varaði við efnahagslegu „blóðbaði“ Á einum tímapunkti í ræðu sinni var Trump að tala um efnahagsmál í Bandaríkjunum, tolla, samkeppni við Kína og bílaframleiðslu. Hann hét því að setja umfangsmikla tolla á erlenda bíla, þar sem Kínverjar ætluðu að framleiða mikinn fjölda bíla í Mexíkó. „Við ætlum að setja hundrað prósenta toll á hvern einasta bíl sem kemur yfir landamærin og þið munið ekki geta selt þessum aðilum…Ef ég verð kjörinn,“ sagði Trump. „Ef ég verð ekki kjörinn, verður þetta blóðbað fyrir allt…Það verður það minnsta. Þetta verður blóðbað fyrir landið,“ sagði Trump. Þá sagði Trump ítrekað í ræðu sinni að hann í erfiðleikum með að lesa textavélina og var augljóst að hann var ítrekað að leika af fingrum fram. "Don't pay the teleprompter company" -- Trump, having a hard time reading the teleprompter in the wind, muses about stiffing the company that set it up pic.twitter.com/b2KVEgN2pB— Aaron Rupar (@atrupar) March 16, 2024 Trump gerði grín að því að héraðssaksóknari Fulton-sýslu, sem heldur utan um eitt af fjórum dómsmálum gegn honum héti Fani Willis, því nafnið Fani hljómaði eins og „fanny“ sem er enskt orð yfir rass. Hann kallaði Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu, Gavin New-scum og gerði grín að holdarfari ríkisstjóra Illinois. Trump kallaði Joe Biden, forseta, nokkrum sinnum heimskan í ræðu sinni. Á einum tímapunkti virtist Trump ætla að kalla Biden „heimskan tíkarson“ en hætti við. "How about a couple more indictments, Joe, you dumb sonofa ... " -- Trump pic.twitter.com/pHnz1Rn4sR— Aaron Rupar (@atrupar) March 16, 2024 Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira
Ræðuna hélt Trump í Ohio í gær og fór hann um víðan völl í um níutíu mínútna langri ræðunni. Eins og fram kemur í frétt New York Times varpaði Trump frá sér móðgunum og spáði því að ef hann yrði ekki forseti Bandaríkjanna yrðu kosningarnar í nóvember þær síðustu í Bandaríkjunum. Meðal annars líkti hann flótta- og farandfólki við dýr og sagði að ef hann tapaði gegn Joe Biden í nóvember myndu bandaríkin ganga gegnum blóðbað. Þegar hann talaði um farand- og flóttafólk og ólöglega innflytjendur hélt Trump því fram að önnur ríki hefðu tæmt fangelsi sín og sent glæpamenn að landamærum Bandaríkjanna. „Ég veit ekki hvort þið kallið þau „fólk“, í sumum tilfellum,“ sagði Trump. „Þetta er ekki fólk, að mínu áliti.“ Seinna meir kallaði hann þetta fólk „dýr“. Embættismenn, og þar af menn sem störfuðu í ríkisstjórn Trumps, segja flesta sem koma að landamærunum vera fátækt og viðkvæmt fólk í leit að betra lífi. Það er ekkert sem bendir til þess að farand- og flóttafólk fremji frekar glæpi en annað fólk. "I don't know if you call them people ... these are animals" -- Trump on undocumented immigration pic.twitter.com/HVO7AqHDih— Aaron Rupar (@atrupar) March 16, 2024 Trump lýsti fjölgun farand- og flóttafólks á landamærunum við innrás og kenndi Joe Biden um. Trump sjálfur kom þó nýverið í veg fyrir að frumvarp sem samið var af þingmönnum beggja flokka og hefði leitt til einhverra umfangsmestu aðgerða á landamærunum í áratugi, yrði að lögum. Þá lýsti hann því yfir að hann vildi nota ástandið á landamærunum í kosningabaráttu sinni gegn Biden. Varaði við efnahagslegu „blóðbaði“ Á einum tímapunkti í ræðu sinni var Trump að tala um efnahagsmál í Bandaríkjunum, tolla, samkeppni við Kína og bílaframleiðslu. Hann hét því að setja umfangsmikla tolla á erlenda bíla, þar sem Kínverjar ætluðu að framleiða mikinn fjölda bíla í Mexíkó. „Við ætlum að setja hundrað prósenta toll á hvern einasta bíl sem kemur yfir landamærin og þið munið ekki geta selt þessum aðilum…Ef ég verð kjörinn,“ sagði Trump. „Ef ég verð ekki kjörinn, verður þetta blóðbað fyrir allt…Það verður það minnsta. Þetta verður blóðbað fyrir landið,“ sagði Trump. Þá sagði Trump ítrekað í ræðu sinni að hann í erfiðleikum með að lesa textavélina og var augljóst að hann var ítrekað að leika af fingrum fram. "Don't pay the teleprompter company" -- Trump, having a hard time reading the teleprompter in the wind, muses about stiffing the company that set it up pic.twitter.com/b2KVEgN2pB— Aaron Rupar (@atrupar) March 16, 2024 Trump gerði grín að því að héraðssaksóknari Fulton-sýslu, sem heldur utan um eitt af fjórum dómsmálum gegn honum héti Fani Willis, því nafnið Fani hljómaði eins og „fanny“ sem er enskt orð yfir rass. Hann kallaði Gavin Newsom, ríkisstjóra Kaliforníu, Gavin New-scum og gerði grín að holdarfari ríkisstjóra Illinois. Trump kallaði Joe Biden, forseta, nokkrum sinnum heimskan í ræðu sinni. Á einum tímapunkti virtist Trump ætla að kalla Biden „heimskan tíkarson“ en hætti við. "How about a couple more indictments, Joe, you dumb sonofa ... " -- Trump pic.twitter.com/pHnz1Rn4sR— Aaron Rupar (@atrupar) March 16, 2024
Bandaríkin Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Mest lesið Björk styður æskuvinkonu sína sem sætir svívirðingum Innlent Magga Stína handtekin í nótt af Ísraelsher Innlent Bein útsending: Mótmæla handtöku Möggu Stínu Innlent Langþreyttur á TikTok áreiti og rasískum orðsendingum skólakrakka Innlent Óheppileg „læk“ Reykjavíkurborgar: „Okkur þykir þetta miður“ Innlent Hefur áhyggjur af unga fólkinu Innlent Dularfull brotlending nærri Area 51 Erlent Átján sagt upp í Seljahlíð Innlent Keyrt á vegfaranda í Skeifunni Innlent Takmörk á því hversu langt Ísraelar geti farið til að verja hafnbann Innlent Fleiri fréttir Fá Nóbelsverðlaun fyrir þróun málmlífrænna grinda Tengdasonur Trumps mætir til Egyptalands Dularfull brotlending nærri Area 51 Trump og „maðurinn með ljáinn“ hóta að greiða ekki laun Engan óraði fyrir framhaldinu Súdanskur uppreisnarleiðtogi sakfelldur fyrir stríðsglæpi Nýkjörinn bæjarstjóri alvarlega særður eftir stunguárás Fá Nóbelinn fyrir rannsóknir sínar á sviði skammtafræði Tvö ár liðin frá árásum Hamas á Ísrael Vill vita hvað Úkraínumenn vilja gera við bandarískar stýriflaugar Hæstiréttur hafnar Maxwell Stofna rannsóknarnefnd um Afganistan sem Íslendingar kölluðu eftir Gretu Thunberg og félögum vísað úr landi Gisèle Pelicot aftur í réttarsal Fá Nóbelinn fyrir ónæmisrannsóknir sínar Bein útsending: Hver fær Nóbelsverðlaunin í læknisfræði? Forsætisráðherra Frakklands segir af sér Viðræður um frið á Gasa hefjast í dag Nýskipaðri ríkisstjórn þegar hótað vantrausti Stórtap Air Greenland vegna aflýstra flugferða til Nuuk Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Fjögurra manna fjölskylda meðal látinna Sendir þjóðvarðliðið til Chicago Segja stutt í samkomulag en sprengjum rignir enn Skoðanabróðir Orbans og Fico vinnur kosningar í Tékklandi Þrjátíu særðust í drónaárás á farþegalest Fjöldi án rafmagns vegna vonskuveðurs í Noregi Þrettán ára grunaður um aðild að skotárás Sjá meira