Borgarstrákur en spenntur fyrir ævintýri á Ísafirði Sindri Sverrisson skrifar 13. mars 2024 14:31 William Eskelinen hefur meðal annars varið mark AGF í dönsku úrvalsdeildinni á sínum ferli. Getty/Jan Christensen Markvörðurinn William Eskelinen hafnaði tilboðum frá Skandinavíu og fleiri stöðum í Evrópu áður en þessi 27 ára Svíi ákvað að samþykkja tilboð frá Ísfirðingum og spila fyrir Vestra. Eskelinen hefur spilað bæði í sænsku og dönsku úrvalsdeildinni og ætti, miðað við ferilskrána, að geta reynst afar dýrmætur fyrir nýliða Vestra, í Bestu deildinni í fótbolta í sumar. „Þetta verður ævintýri,“ segir Eskelinen í viðtali við Fotbollskanalen í Svíþjóð, eftir fyrstu dagana sem Ísfirðingur. Hann viðurkennir að hann sé alls enginn „náttúrustrákur“, heldur borgarstrákur, en er afar spenntur fyrir því að njóta íslenskrar náttúru þó að fótboltinn sé vissulega aðalatriðið. Telur Vestramenn ekki hefðbundna nýliða „Ég finn strax að ég er mættur á aðrar slóðir en ég hef verið á áður í Svíþjóð og Danmörku, þar sem ég hef spilað. Þetta veitir manni innblástur og er spennandi,“ segir Eskelinen sem er rétt að byrja að kynnast liðsfélögum sínum og nýja félaginu. „Þetta virðist vera framsækið félag sem vill byggja eitthvað upp hérna. Það er mikill metnaður hjá þeim, og menn tilbúnir að leggja mikið á sig, og það er spennandi að taka þátt í þessari sókn. Þeir eru nýliðar en ég held að þeir séu ekkert venjulegir nýliðar. Ég held að margir á Íslandi beri virðingu fyrir Vestra fyrir þetta tímabil,“ segir Eskelinen. Spurði íslenska liðsfélaga út í deildina Það styttist í fyrsta leik Vestra í Bestu deildinni en liðið mætir Fram í Úlfarsárdal 7. apríl. Áætlað er að fyrsti heimaleikur Vestra verði svo 20. apríl, gegn KA. Eskelinen viðurkennir að hafa lítið vitað um íslenska boltann en haft samband við gamla, íslenska liðsfélaga, væntanlega frá tíma sínum í Örebro, AGF og Sundsvall. Hann telur Bestu deildina njóta virðingar í Evrópu enda hafi bestu liðin hér staðið sig vel í Evrópukeppnum, og er ánægður með að hafa hafnað öðrum tilboðum til að koma á Ísafjörð. En hvað gerði útslagið? „Fyrst og fremst var það fótboltinn og þetta hljómaði heilt yfir sem réttur kostur, en nú þegar ég er kominn hingað þá er ótrúlega flott að sjá náttúruna hérna. Ég ætla að nýta mér dvölina hérna og skoða Ísland, og hvað eyjan hefur upp á að bjóða,“ segir Eskelinen en kvaðst þó ekki vera mikill sveitastrákur: „Haha, eiginlega ekki. Ég er borgarstrákur en manni finnst þetta ofursvalt þegar maður sér þetta. Núna bý ég ekki í stórborg, heldur í þorpi, svo það verður gaman að upplifa það og þroskast sem manneskja, úti eða í fjallgöngu eða eitthvað slíkt. Þetta verður spennandi,“ segir Eskelinen. Besta deild karla Vestri Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sjá meira
Eskelinen hefur spilað bæði í sænsku og dönsku úrvalsdeildinni og ætti, miðað við ferilskrána, að geta reynst afar dýrmætur fyrir nýliða Vestra, í Bestu deildinni í fótbolta í sumar. „Þetta verður ævintýri,“ segir Eskelinen í viðtali við Fotbollskanalen í Svíþjóð, eftir fyrstu dagana sem Ísfirðingur. Hann viðurkennir að hann sé alls enginn „náttúrustrákur“, heldur borgarstrákur, en er afar spenntur fyrir því að njóta íslenskrar náttúru þó að fótboltinn sé vissulega aðalatriðið. Telur Vestramenn ekki hefðbundna nýliða „Ég finn strax að ég er mættur á aðrar slóðir en ég hef verið á áður í Svíþjóð og Danmörku, þar sem ég hef spilað. Þetta veitir manni innblástur og er spennandi,“ segir Eskelinen sem er rétt að byrja að kynnast liðsfélögum sínum og nýja félaginu. „Þetta virðist vera framsækið félag sem vill byggja eitthvað upp hérna. Það er mikill metnaður hjá þeim, og menn tilbúnir að leggja mikið á sig, og það er spennandi að taka þátt í þessari sókn. Þeir eru nýliðar en ég held að þeir séu ekkert venjulegir nýliðar. Ég held að margir á Íslandi beri virðingu fyrir Vestra fyrir þetta tímabil,“ segir Eskelinen. Spurði íslenska liðsfélaga út í deildina Það styttist í fyrsta leik Vestra í Bestu deildinni en liðið mætir Fram í Úlfarsárdal 7. apríl. Áætlað er að fyrsti heimaleikur Vestra verði svo 20. apríl, gegn KA. Eskelinen viðurkennir að hafa lítið vitað um íslenska boltann en haft samband við gamla, íslenska liðsfélaga, væntanlega frá tíma sínum í Örebro, AGF og Sundsvall. Hann telur Bestu deildina njóta virðingar í Evrópu enda hafi bestu liðin hér staðið sig vel í Evrópukeppnum, og er ánægður með að hafa hafnað öðrum tilboðum til að koma á Ísafjörð. En hvað gerði útslagið? „Fyrst og fremst var það fótboltinn og þetta hljómaði heilt yfir sem réttur kostur, en nú þegar ég er kominn hingað þá er ótrúlega flott að sjá náttúruna hérna. Ég ætla að nýta mér dvölina hérna og skoða Ísland, og hvað eyjan hefur upp á að bjóða,“ segir Eskelinen en kvaðst þó ekki vera mikill sveitastrákur: „Haha, eiginlega ekki. Ég er borgarstrákur en manni finnst þetta ofursvalt þegar maður sér þetta. Núna bý ég ekki í stórborg, heldur í þorpi, svo það verður gaman að upplifa það og þroskast sem manneskja, úti eða í fjallgöngu eða eitthvað slíkt. Þetta verður spennandi,“ segir Eskelinen.
Besta deild karla Vestri Mest lesið Fantasýn: Bogi Nils þarf að vara sig og ekkert breyst hjá stjórnarformanni Play Enski boltinn Baulað á Figo í Barcelona: „Portúgalinn er ekki velkominn hér“ Fótbolti Bjarni Jó kveður Selfoss Íslenski boltinn „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Skiptiborðið og Blikar í Evrópu Sport Uppgjörið: Keflavík - Valur 79-88 |Frábær endurkomusigur hjá Val Körfubolti Valur vann stigalausu Stjörnuna Handbolti De Bruyne lagði tvisvar upp fyrir Højlund Fótbolti Evrópumeistararnir með endurkomusigur gegn Barcelona Fótbolti „Ég myndi frekar vilja vinna svona en að vera yfir allan leikinn“ Sport Fleiri fréttir Bjarni Jó kveður Selfoss „Ótrúlega gaman að sjá þessa stelpu dafna“ Stjarnan - FH 3-4 | FH endurheimti annað sætið Arftaki Heimis fundinn: „Alltaf áhætta að gera breytingar“ Erfitt að yfirgefa Þrótt en starfið hjá KSÍ of spennandi til að hafna því „Síðan koma raddir um að þetta sé ekkert svo alvarlegt“ „Það er allt mögulegt“ Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Heimir yfirgefur FH að tímabilinu loknu Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Gera aðra atlögu að titlinum eftir handleggsbrot Elínar Helenu Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Hans Viktor framlengir við KA Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Sjáðu boltahnupl Valdimars sem nánast tryggði Víkingum titilinn Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Uppgjörið: Stjarnan - Víkingur 2-3 | Valdimar Þór fór langleiðina með að tryggja titilinn „Verðum bara að halda áfram þangað til að þetta er búið“ Sölvi Geir eftir dramatískan sigur í Garðabæ: „Það er alltaf trú“ Davíð Smári hættur fyrir vestan Þjálfari Fram: „Hvað er árið aftur?“ Léku fjörutíu leiki saman á Englandi en slást um titilinn á Íslandi í kvöld Frá Fram á Hlíðarenda Sjáðu Elmar skora beint úr horni, tvennu Freds og þrennu Hermanns Uppgjörið: Fram - Valur 2-0 | Titildraumar Vals að verða að engu „Við þurfum að horfa inn á við“ Uppgjörið: Afturelding - KA 3-2 | Heimamenn sluppu með sigurinn Uppgjörið: Vestri - ÍBV 0-5 | Enn syrtir í álinn hjá Vestra Gunnar Heiðar hættur með Njarðvík Sjá meira