Íslenski boltinn

„Verður al­­gjör bylting“

Aron Guðmundsson skrifar
Pétur Vilberg Guðnason, byggingarstjóri nýs fjölnota knatthúss sem rís nú á svæði Hauka á Ásvöllum
Pétur Vilberg Guðnason, byggingarstjóri nýs fjölnota knatthúss sem rís nú á svæði Hauka á Ásvöllum Vísir/Arnar

Það styttist í að iðk­endur Hauka geti æft knatt­spyrnu við að­stæður eins og þær gerast bestar, sér í lagi yfir há­veturinn hér á landi. Nýtt fjöl­nota knatt­hús rís nú hratt á Ás­völlum. Al­gjör bylting fyrir alla Hafn­firðinga segir byggingar­stjóri verk­efnisins.

„Þetta er hús í fullri stærð með lög­legan völl fyrir leiki í efstu deild knatt­salurinn 120 x 84 metrar. Salar­hæð í miðju tuttugu metrar og á hliðar­línu tíu metrar. Hafnar­fjarðar­bær gerði hérna samning, að undan­gengnu til­boði, við ís­lenska aðal­verk­taka í nóvember árið 2022. Fram­kvæmdir hafa gengið býsna vel,“ segir Pétur Vil­berg Guðna­son, byggingar­stjóri fjöl­nota knatt­hússins á Ás­völlum

„Verk­á­ætlun verk­takans hefur gengið eftir. Samningur gerir ráð fyrir því að þeir skili af sér verkinu þann 30. nóvember seinna á þessu ári. Það er ekkert í spilunum sem að gefur til­efni til þess að ætla að það breytist.

Þá á eftir að koma fyrir á­horf­enda­bekkjum inn í knatt­húsinu, það er sér­verk­efni sem á eftir að bjóða út og er gert fyrir að bekkirnir muni geta tekið allt að átta hundruð manns í sæti. Síðan á eftir að full­klára þjónustu­bygginguna. sem er á­föst við knatt­húsið.

„Þetta verður al­gjör bylting. Það er ekki nokkur spurning. Og ekki bara fyrir Hauka, heldur alla Hafn­firðinga. Að fá svona veg­legt í­þrótta­mann­virki fyrir knatt­spyrnuna. Það er vægast sagt mikil lyfti­stöng. Miðað við það sem er í boði á Ís­landi hvað svona að­stöðu varðar, þá er þetta með því betra sem gengur og gerist.

Framkvæmdir við knatthúsið eru á áætlun

Þá er alveg ó­hætt að segja að Haukar búi einu af flottustu æfinga­svæðum landsins fyrir bolta­í­þróttir.

„Eins og knatt­spyrnu­iðk­endur fé­lagsins hafa þurft að búa við hérna undan­farin ár. Þá hefur verið æft hér á Ás­völlum við mis­jafnar að­stæður á veturna. Oftar en ekki hafa menn þurft að byrja á því að moka völlinn. Það er eitt­hvað sem að knatt­spyrnu­fólk þekkir víða um land.“

En nú fer það að heyra sögunni til hjá Haukum og búist við því að æfingar hefjist í nýja fjöl­nota knatt­húsinu strax í byrjun desember undir lok þessar árs.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×