Valsmenn í viðræðum við Gylfa Sindri Sverrisson skrifar 11. mars 2024 11:01 Gylfi Þór Sigurðsson sneri aftur í fótboltann á síðasta ári. Vísir/Vilhelm Líkurnar virðast sífellt aukast á því að knattspyrnumaðurinn Gylfi Þór Sigurðsson, markahæsti landsliðsmaður Íslands frá upphafi, spili á Íslandi í sumar, í fyrsta sinn á löngum meistaraflokksferli. Gylfa er frjálst að semja við hvaða félag sem er eftir að hann fékk samningi sínum við danska félagið Lyngby rift í vetur, til að einbeita sér að endurhæfingu á Spáni vegna meiðsla. Gylfi hefur æft undir handleiðslu sjúkraþjálfara á Spáni og einnig tekið þátt í æfingum með liðum Fylkis og nú Vals, í þeirra æfingaferðalögum á hlýrri slóðum. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, staðfestir við RÚV í dag að Valsmenn séu í viðræðum við Gylfa um að hann gangi til liðs við félagið. Gylfi hefur áður æft með Valsmönnum en þá hér á landi, síðasta sumar, þegar hann vann að endurkomu í fótboltann eftir tveggja ára hlé vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Gylfi samdi þó ekki við Valsmenn í fyrra en sneri aftur í fótboltann sem leikmaður Lyngby í Danmörku. Hann sneri líka aftur í landsliðið og lék með því í október á síðasta ári, og sló markametið með tveimur mörkum gegn Liechtenstein. Hann hefur þar með skorað 27 mörk fyrir íslenska landsliðið. Nær útilokað er þó talið að Gylfi verði með landsliðinu eftir tíu daga, þegar það spilar gegn Ísrael í umspilinu um sæti á EM. Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide hefur sagt nauðsynlegt að leikmenn séu að spila með sínu félagsliði til þess að geta verið með. Gylfi hefur eins og fyrr segir aldrei leikið í meistaraflokki hér á landi. Þessi 34 ára gamli leikmaður lék í áratug í ensku úrvalsdeildinni og tvö tímabil í efstu deild Þýskalands, en fór aðeins 16 ára gamall frá Íslandi og gekk til liðs við enska félagið Reading. Hann er uppalinn hjá FH og lék einnig með yngri flokkum Breiðabliks áður en hann fór út, og hefur því aldrei spilað fyrir Val sem nú gæti orðið nýja félagið hans. Lið Vals er það lið sem margir telja best til þess búið að veita ríkjandi Íslandsmeisturum Víkings Reykjavíkur samkeppni á komandi tímabili í Bestu deildinni. Piltarnir af Hlíðarenda eru þessa dagana í sinni æfingaferð fyrir tímabilið á Montecastillo við suðurströnd Spánar, ekki langt frá borginni Sevilla, og verða þar í viku til viðbótar. Næsti leikur Vals er gegn ÍA á Hlíðarenda miðvikudaginn 20. mars, í undanúrslitum Lengjubikarsins. Besta deild karla Valur Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira
Gylfa er frjálst að semja við hvaða félag sem er eftir að hann fékk samningi sínum við danska félagið Lyngby rift í vetur, til að einbeita sér að endurhæfingu á Spáni vegna meiðsla. Gylfi hefur æft undir handleiðslu sjúkraþjálfara á Spáni og einnig tekið þátt í æfingum með liðum Fylkis og nú Vals, í þeirra æfingaferðalögum á hlýrri slóðum. Börkur Edvardsson, formaður knattspyrnudeildar Vals, staðfestir við RÚV í dag að Valsmenn séu í viðræðum við Gylfa um að hann gangi til liðs við félagið. Gylfi hefur áður æft með Valsmönnum en þá hér á landi, síðasta sumar, þegar hann vann að endurkomu í fótboltann eftir tveggja ára hlé vegna gruns um brot gegn ólögráða einstaklingi. Gylfi samdi þó ekki við Valsmenn í fyrra en sneri aftur í fótboltann sem leikmaður Lyngby í Danmörku. Hann sneri líka aftur í landsliðið og lék með því í október á síðasta ári, og sló markametið með tveimur mörkum gegn Liechtenstein. Hann hefur þar með skorað 27 mörk fyrir íslenska landsliðið. Nær útilokað er þó talið að Gylfi verði með landsliðinu eftir tíu daga, þegar það spilar gegn Ísrael í umspilinu um sæti á EM. Landsliðsþjálfarinn Åge Hareide hefur sagt nauðsynlegt að leikmenn séu að spila með sínu félagsliði til þess að geta verið með. Gylfi hefur eins og fyrr segir aldrei leikið í meistaraflokki hér á landi. Þessi 34 ára gamli leikmaður lék í áratug í ensku úrvalsdeildinni og tvö tímabil í efstu deild Þýskalands, en fór aðeins 16 ára gamall frá Íslandi og gekk til liðs við enska félagið Reading. Hann er uppalinn hjá FH og lék einnig með yngri flokkum Breiðabliks áður en hann fór út, og hefur því aldrei spilað fyrir Val sem nú gæti orðið nýja félagið hans. Lið Vals er það lið sem margir telja best til þess búið að veita ríkjandi Íslandsmeisturum Víkings Reykjavíkur samkeppni á komandi tímabili í Bestu deildinni. Piltarnir af Hlíðarenda eru þessa dagana í sinni æfingaferð fyrir tímabilið á Montecastillo við suðurströnd Spánar, ekki langt frá borginni Sevilla, og verða þar í viku til viðbótar. Næsti leikur Vals er gegn ÍA á Hlíðarenda miðvikudaginn 20. mars, í undanúrslitum Lengjubikarsins.
Besta deild karla Valur Mest lesið Í beinni: Grindavík - Stjarnan | Gestirnir geta veitt náðarhöggið Körfubolti Birti myndir af fólki, kalli það illum nöfnum og saki um einelti á meðan Körfubolti Í beinni: Valur - Afturelding | Leikur upp á líf og dauða Handbolti Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Körfubolti Kenndi dómaranum um eftir tap Athletic Bilbao fyrir United Fótbolti Fagnaðarlæti Púlara mældust á jarðskjálftamælum Enski boltinn Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ Íslenski boltinn Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Handbolti Gleðin við völd í Grindavík: „Áður en við vitum af verður allt komið á fullt aftur“ Sport Juventus-parið hætt saman Fótbolti Fleiri fréttir „Finnst þessir fyrstu tveir leikir hræðilegir“ Draumaendir Bjarka á ferlinum: „Loksins fann ég þjálfara sem virkilega skildi mig“ „Fannst ekkert gerast nema Fanndís væri að gera eitthvað“ „Hvað eru menn búnir að láta fífla sig út í?“ Vilja að Arna elti stóru systur: „Þær eru svakalegir íþróttamenn“ Sjáðu sjálfsmarkið sem skipti sköpum og fyrstu mörk Lífar Fylki og Keflavík spáð sigri í Lengjudeildunum Stokke í raðir Aftureldingar Bikarvörnin hefst gegn Fram „Held að Víkingar hafi keypt rangan framherja úr HK“ Bjarki um gjaldþrotið: „Þú ert niðurlægður á ákveðinn hátt“ Stúkan um Stjörnuna: „Er algjört kjaftæði“ Arnór Borg í Vestra og Fram fann markmann Víkingur fær leikmann úr dönsku B-deildinni „Fannst við halda góðri stjórn á leiknum“ Uppgjörið: Breiðablik - Fram 7-1 | Upprúllun í Kópavogi Uppgjörið: Víkingur R. - Þróttur R. 0-1 | Óheppilegt sjálfsmark skilaði gestunum sigri Hin þaulreynda Anna Björk heim í KR Henríetta lánuð til Þór/KA Aftur heim í Stjörnuna eftir dvöl hjá FH Gylfi valdið mestum vonbrigðum Telma mætt aftur með gullhanskann í Breiðablik Fagnaði tvítugsafmæli í gær og lánaður til FH í dag Stærsti sigur KR á ÍA í deildarleik Sannfærðir um að FH verði í fallbaráttu „Jæja Heimir, þú verður að hjálpa mér að enda þetta vel“ Sjáðu vítin á Hlíðarenda, skrautleg mörk í Garðabæ og umdeilt mark Fram TikTok-stjarna ÍBV dælir út efni frá Eyjum „Þetta var erfitt og maður var aldrei rólegur“ Vilja Gylfa Þór ekki til baka: „Enginn skilaréttur“ Sjá meira