Stjórnvöld megi alls ekki hækka skatta eða taka lán fyrir kjarasamningunum Jón Þór Stefánsson skrifar 11. mars 2024 08:45 Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Vísir/Ívar Sigríður Margrét Oddsdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins, segir mikilvægt að stjórnvöld fari ekki skattahækkanir eða lántöku til þess að fjármagna aðkomu sína að kjarasamningum. Með því væru þau að vinna gegn markmiði samningana sem gerðir voru við breiðfylkinguna í síðustu viku. Í Bítinu á Bylgjunni ræddi Sigríður um kjaramálin, en þar sagði hún þá áttatíu milljarða sem stjórnvöld ætla að koma með inn í samningana á næstu fjóru árum vera sömu upphæð og voru setta í lífskjarasamningana. „Ef við tökum þessa upphæð og setjum í samhengi við það sem er undir. Ef við horfum á staðgreiðsluskyld laun, bæði á almenna og opinbera markaðinum, þá eru þau tæplega tvö þúsund milljarðar á ári. Þannig að yfir fjögurra ára tímabil þá eru þetta átta þúsund milljarðar sem eru undir. Þannig ef við setjum aðkomu stjórnvalda í samhengi við þessar tölur, þá áttar maður sig á því hvert stóra verkefnið er, sem er að semja um launahækkanir sem er innistæða fyrir.“ Sigríður segir mikilvægt að hafa í huga að þegar stjórnvöld stígi inn í samninga að þá sé það gert í lýðræðislegu umboði, með stefnu flokka sinna að leiðarljósi, „Þar sem að ríkið hefur ákveðið að koma inn í gerð kjarasamninga, þá skiptir mjög miklu máli að stjórnvöld styðji áfram við markmið samningana og gæti þess að því að forgangsraða í þágu þeirra aðgerða sem þau hafa tekið ákvarðanir um: Að það eigi alls ekki að fara í einhverskonar skattahækkanir eða lántöku til þess að gera þetta.“ Segir búið að ganga frá ákvæðunum sem VR var ósátt með Í dag hefja SA viðræður við VR, sem kleif sig út úr Breiðfylkingunni um miðjan febrúar. Sigríður segir að ástæðan sem VR hafi gefið út á sínum tíma hafi, að þeirra eigin sögn verið að félagið hafi ekki getað sætt sig við forsenduákvæði samninganna sem þeim var boðið. „En þá munaði 0,23 prósent á milli okkar og þeirra. Eins og staðan er akkúrat núna er í rauninni búið að ganga frá þessum forsenduákvæðum, og þessari launastefnu. Það stendur auðvitað VR til boða,“ segir Sigríður sem bætir við að ekki sé búið að semja um ákveðin sérmál sem varði félagsfólk VR. Hún segir að SA muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að ganga frá þeim málum. Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Bítið Vinnumarkaður Atvinnurekendur Tengdar fréttir Þetta eru lykilatriðin í nýjum kjarasamningi Nú klukkan fimm hefst undirskrift fulltrúa Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins á tímamótasamningi til fjögurra ára. Samningarnir eru merkilegir vegna hóflegra launahækkana og óvenju langs gildistíma sem er fjögur ár. 7. mars 2024 17:00 VR klýfur sig frá breiðfylkingunni Forsvarsmenn VR hafa klofið sig frá breiðfylkingu stéttafélaga í samningaviðræðunum við Samtök atvinnulífsins. 23. febrúar 2024 15:51 Hefur trú á að kjarasamningar stuðli að minnkun verðbólgu Nýundirritaðir kjarasamningar munu stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta að mati greiningaraðila. Staða sumra fyrirtækja sé þó slæm og telur hann að einhver þeirra fari í þrot á næstu mánuðum. 10. mars 2024 21:01 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Sjá meira
Í Bítinu á Bylgjunni ræddi Sigríður um kjaramálin, en þar sagði hún þá áttatíu milljarða sem stjórnvöld ætla að koma með inn í samningana á næstu fjóru árum vera sömu upphæð og voru setta í lífskjarasamningana. „Ef við tökum þessa upphæð og setjum í samhengi við það sem er undir. Ef við horfum á staðgreiðsluskyld laun, bæði á almenna og opinbera markaðinum, þá eru þau tæplega tvö þúsund milljarðar á ári. Þannig að yfir fjögurra ára tímabil þá eru þetta átta þúsund milljarðar sem eru undir. Þannig ef við setjum aðkomu stjórnvalda í samhengi við þessar tölur, þá áttar maður sig á því hvert stóra verkefnið er, sem er að semja um launahækkanir sem er innistæða fyrir.“ Sigríður segir mikilvægt að hafa í huga að þegar stjórnvöld stígi inn í samninga að þá sé það gert í lýðræðislegu umboði, með stefnu flokka sinna að leiðarljósi, „Þar sem að ríkið hefur ákveðið að koma inn í gerð kjarasamninga, þá skiptir mjög miklu máli að stjórnvöld styðji áfram við markmið samningana og gæti þess að því að forgangsraða í þágu þeirra aðgerða sem þau hafa tekið ákvarðanir um: Að það eigi alls ekki að fara í einhverskonar skattahækkanir eða lántöku til þess að gera þetta.“ Segir búið að ganga frá ákvæðunum sem VR var ósátt með Í dag hefja SA viðræður við VR, sem kleif sig út úr Breiðfylkingunni um miðjan febrúar. Sigríður segir að ástæðan sem VR hafi gefið út á sínum tíma hafi, að þeirra eigin sögn verið að félagið hafi ekki getað sætt sig við forsenduákvæði samninganna sem þeim var boðið. „En þá munaði 0,23 prósent á milli okkar og þeirra. Eins og staðan er akkúrat núna er í rauninni búið að ganga frá þessum forsenduákvæðum, og þessari launastefnu. Það stendur auðvitað VR til boða,“ segir Sigríður sem bætir við að ekki sé búið að semja um ákveðin sérmál sem varði félagsfólk VR. Hún segir að SA muni gera allt sem í þeirra valdi stendur til að ganga frá þeim málum.
Kjaramál Kjaraviðræður 2023-24 Bítið Vinnumarkaður Atvinnurekendur Tengdar fréttir Þetta eru lykilatriðin í nýjum kjarasamningi Nú klukkan fimm hefst undirskrift fulltrúa Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins á tímamótasamningi til fjögurra ára. Samningarnir eru merkilegir vegna hóflegra launahækkana og óvenju langs gildistíma sem er fjögur ár. 7. mars 2024 17:00 VR klýfur sig frá breiðfylkingunni Forsvarsmenn VR hafa klofið sig frá breiðfylkingu stéttafélaga í samningaviðræðunum við Samtök atvinnulífsins. 23. febrúar 2024 15:51 Hefur trú á að kjarasamningar stuðli að minnkun verðbólgu Nýundirritaðir kjarasamningar munu stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta að mati greiningaraðila. Staða sumra fyrirtækja sé þó slæm og telur hann að einhver þeirra fari í þrot á næstu mánuðum. 10. mars 2024 21:01 Mest lesið Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Innlent Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Innlent B sé ekki best Innlent Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Erlent Albanese segir Netanyahu í afneitun Erlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu Erlent Fleiri fréttir Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Fagnar áformum um mótun atvinnustefnu Úrskurðaður í gæsluvarðhald grunaður um íkvekju Hlið við Reynisfjöru, tollar og yfirlýsing leiðtoga ESB B sé ekki best Kiðjabergsmálinu hvergi nærri lokið Mannréttindabarátta ekki í samkeppni um athygli Stórfelld líkamsárás og ráðist á dyravörð Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Tilfelli alvarlegrar ókyrrðar gætu tvöfaldast vegna loftslagsbreytinga Óvenjuleg ákvörðun, holskefla kvartana og ókyrrð Upphaflegasta útgáfa Snorra-Eddu snýr heim eftir fjögurra alda útlegð Einnota plastvörur fái sérstaka merkingu „Sannarlega ekki eitthvað sem ég ætlaði að taka þátt í“ Stytta opnunartíma Seltjarnarneslaugar: „Er þetta það sem við viljum spara í?“ Ókyrrð að aukast en lítil hætta á ferðum Komu ferðamönnum í sjálfsheldu á Búlandstindi til aðstoðar Fylla í skörð reynslubolta Þurfti rannsóknarvinnu til að finna upplýsingar um bílastæðarukkun „Alvarlegar afleiðingar“ verði greiðsluþátttöku hætt Bráðabirgðaheimild veitt fyrir Hvammsvirkjun Fer í þrjú útköll á dag: Sprenging í útköllum vegna veggjalúsar „Ef við værum nasistar þá værum við ekki að skipta um kross“ Bílastæðamál, POTS, ókyrrð og íslenski hesturinn Engin byssa reyndist vera í bílnum Strætisvagnar rákust saman við Borgartún Hinn látni bandarískur ferðamaður á sextugsaldri Svara til saka eftir tvær vikur Dásamar ÁTVR og skýtur á lögreglustjóra Sjá meira
Þetta eru lykilatriðin í nýjum kjarasamningi Nú klukkan fimm hefst undirskrift fulltrúa Starfsgreinasambandsins, Eflingar og Samiðnar við Samtök atvinnulífsins á tímamótasamningi til fjögurra ára. Samningarnir eru merkilegir vegna hóflegra launahækkana og óvenju langs gildistíma sem er fjögur ár. 7. mars 2024 17:00
VR klýfur sig frá breiðfylkingunni Forsvarsmenn VR hafa klofið sig frá breiðfylkingu stéttafélaga í samningaviðræðunum við Samtök atvinnulífsins. 23. febrúar 2024 15:51
Hefur trú á að kjarasamningar stuðli að minnkun verðbólgu Nýundirritaðir kjarasamningar munu stuðla að hjöðnun verðbólgu og lækkun vaxta að mati greiningaraðila. Staða sumra fyrirtækja sé þó slæm og telur hann að einhver þeirra fari í þrot á næstu mánuðum. 10. mars 2024 21:01