Bændur bora í nefið eftir lokun Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 8. mars 2024 20:31 Systkinin Sigurjón Ragnarsson og Björg Ragnarsdóttir, sem hafa rekið verslunina Borg á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi síðustu fjögur ár. Magnús Hlynur Hreiðarsson Skellt var í lás klukkan 18:00 í dag í versluninni Borg á Borg í Grímsnes- og Grafningshreppi fyrir fullt og allt. Sumarbústaðaeigendur á svæðinu segjast vera mjög leiðir að hafa enga verslun lengur og hvað þá heimamenn í Grímsnes- og Grafningshreppi. Tvær fjölskyldur úr Þorlákshöfn hafa rekið verslunin á Borg síðustu fjögur ár er nú er komið að leiðarlokum því versluninni var lokað fyrir fullt og allt klukkan sex nú síðdegis. En var það erfið ákvörðun að taka að loka versluninni? „Já, já, sérstaklega í ljósi þess að við erum búin að leggja í ómælda vinnu í þetta síðan í haust að reyna að fara í samningaviðræður við alla byrgja um nauðasamninga og svona, þannig að þetta er búið að vera mjög erfitt,” segir Sigurjón Ragnarsson, núna fyrrverandi verslunarmaður á Borg. Hvernig myndir þú lýsa þessari verslun eins og hún var? „Þetta var bara svona gamli kaupmaðurinn á horninu, allt til og ef það var ekki til þá eins og ég segi, þá þurftir þú ekki á því að halda,” bætir Sigurjón viðl. „Það er svolítill söknuður í þessu því það er mikið af góðu fólki, sem maður á eftir að sakna mikið. Þetta var erfið ákvörðun, þetta gerðist svolítið hratt, það var kannski ágætt,” segir Björg Ragnarsdóttir, núna fyrrverandi verslunarmaður á Borg. Á efri hæð verslunarinnar er gisting fyrir ferðamenn og ekki er ólíklegt að neðri hæðinni verði líka breytt í gistingu nú þegar verslunin er hætt störfum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þúsundir sumarbústaða eru í Grímsnes og Grafningshreppi og þar í kring og því mikill söknuður hjá sumarbústaðaeigendum og ekki síður heimamönnum á Borg að nú sé búið að loka versluninni. „Jú, ég er mjög leið yfir þessu,” segir Hjördís Davíðsdóttir sumarbústaðaeigandi. „Það á eftir að sannast það að engin veit hvað átt hefur fyrr en mist hefur. Þau hafa þjónustað okkur mjög vel og ef eitthvað er ekki til þá er því reddað, þannig á þetta að vera, við sjáum mikið eftir þeim,” segir Sveinn Guðmundur Guðmundsson, sumarbústaðaeigandi. En hvað gera bændur núna þegar það er búið að loka? „Þeir bora í nefið á sér, það er ekkert annað að gera. Þetta verður bara mjög slæmt, menn eiga eftir að finna fyrir þessu,” segir Sveinn Guðmundur. Sveinn Guðmundur Guðmundsson, sumarbústaðaeigandi er mjög ósáttur við lokun verslunarinnar. Það er þó vert að taka það fram að það er verslun á Sólheimum og í Þrastalundi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og að lokum þetta frá verslunareigendunum. „Takk fyrir okkur.” Grímsnes- og Grafningshreppur Verslun Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira
Tvær fjölskyldur úr Þorlákshöfn hafa rekið verslunin á Borg síðustu fjögur ár er nú er komið að leiðarlokum því versluninni var lokað fyrir fullt og allt klukkan sex nú síðdegis. En var það erfið ákvörðun að taka að loka versluninni? „Já, já, sérstaklega í ljósi þess að við erum búin að leggja í ómælda vinnu í þetta síðan í haust að reyna að fara í samningaviðræður við alla byrgja um nauðasamninga og svona, þannig að þetta er búið að vera mjög erfitt,” segir Sigurjón Ragnarsson, núna fyrrverandi verslunarmaður á Borg. Hvernig myndir þú lýsa þessari verslun eins og hún var? „Þetta var bara svona gamli kaupmaðurinn á horninu, allt til og ef það var ekki til þá eins og ég segi, þá þurftir þú ekki á því að halda,” bætir Sigurjón viðl. „Það er svolítill söknuður í þessu því það er mikið af góðu fólki, sem maður á eftir að sakna mikið. Þetta var erfið ákvörðun, þetta gerðist svolítið hratt, það var kannski ágætt,” segir Björg Ragnarsdóttir, núna fyrrverandi verslunarmaður á Borg. Á efri hæð verslunarinnar er gisting fyrir ferðamenn og ekki er ólíklegt að neðri hæðinni verði líka breytt í gistingu nú þegar verslunin er hætt störfum.Magnús Hlynur Hreiðarsson Þúsundir sumarbústaða eru í Grímsnes og Grafningshreppi og þar í kring og því mikill söknuður hjá sumarbústaðaeigendum og ekki síður heimamönnum á Borg að nú sé búið að loka versluninni. „Jú, ég er mjög leið yfir þessu,” segir Hjördís Davíðsdóttir sumarbústaðaeigandi. „Það á eftir að sannast það að engin veit hvað átt hefur fyrr en mist hefur. Þau hafa þjónustað okkur mjög vel og ef eitthvað er ekki til þá er því reddað, þannig á þetta að vera, við sjáum mikið eftir þeim,” segir Sveinn Guðmundur Guðmundsson, sumarbústaðaeigandi. En hvað gera bændur núna þegar það er búið að loka? „Þeir bora í nefið á sér, það er ekkert annað að gera. Þetta verður bara mjög slæmt, menn eiga eftir að finna fyrir þessu,” segir Sveinn Guðmundur. Sveinn Guðmundur Guðmundsson, sumarbústaðaeigandi er mjög ósáttur við lokun verslunarinnar. Það er þó vert að taka það fram að það er verslun á Sólheimum og í Þrastalundi.Magnús Hlynur Hreiðarsson Og að lokum þetta frá verslunareigendunum. „Takk fyrir okkur.”
Grímsnes- og Grafningshreppur Verslun Mest lesið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Innlent Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Innlent Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Innlent Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Erlent Samhjálp í kapphlaupi við tímann Innlent Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi Innlent Mótmæla við utanríkisráðuneytið Innlent Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Innlent Áfram hlýtt og bjart en lægð nálgast Veður SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Innlent Fleiri fréttir Dvöl á Hrauninu fram undan eftir kókaínsmygl Hefja átak í HPV-bólusetningu í vetur Seðlabankinn heldur áfram að lækka vexti og mótmæli við utanríkisráðuneytið Hjalti Snær sá sem fannst látinn Samhjálp í kapphlaupi við tímann Gefa sér þrjá mánuði til að leggja drög að Coda-stöð á Bakka Þrettán skemmtiferðaskip og Ísland uppselt Mótmæla við utanríkisráðuneytið Strandveiðibátur strandaði á hólma á Reykjanesi SÍS tekur undir kröfu Borgarbyggðar um kostnað vegna flóttamanna Bað lögreglustjóra að „veita framvegis réttar upplýsingar“ Langjökull eigi ekki ýkja mörg ár eftir Fæstir bera nægilega mikið af sólarvörn á sig Neyðarástand hjá Villiköttum sem senda frá sér ákall Vita upp á hár hvernig lýðræði virkar eftir krakkakosningar Óbreytt ástand kemur ekki til greina „Það er bara dýrt að vera fátækur“ Smáskjálftahrina á Reykjanesskaga Viðbúnaður í Djúpinu, böndum komið á áfengissölu og stútfull herbergi af köttum 32 sóttu um stöðu mannauðsstjóra hjá Matvælastofnun Fimm keyptu gám sem er ekki til Brá sér í túristalíki og segir leigubílstjóra hafa okrað á sér Framtíðarnefnd lifir og formaðurinn fær tvær milljónir á ári Burðardýr í flugvél Play „fríkaði út“ Kjarasamningur lyfjafræðinga „illa felldur“ og átján ára bið lengist Tvær konur sluppu úr brennandi bíl „Þetta fór eins vel og kostur var“ Ekki eigi að stunda atvinnu sem valdi dýrum þjáningu Meirihlutinn á Ísafirði fallinn Líkur á eldgosi aukast með haustinu Sjá meira