Innlent

Heilsu­gæslan Garða­bæ lokuð vegna bruna

Margrét Björk Jónsdóttir skrifar
Í tilkynningu á vef Heilsugæslunnar segir að unnið verði að þrifum í dag, en vonir standa til að stöðin geti opnað aftur á morgun. Ekki er þó víst að það náist.
Í tilkynningu á vef Heilsugæslunnar segir að unnið verði að þrifum í dag, en vonir standa til að stöðin geti opnað aftur á morgun. Ekki er þó víst að það náist. Vísir/Vilhelm

Heilsugæslan í Garðabæ verður lokuð í dag vegna eldsvoða í aðliggjandi húsnæði á Garðatorgi. 

Eldurinn kom upp á Snyrtistofunni Garðatorgi um klukkan 1 í nótt. Slökkvistarf og reykræsting tók um tvo tíma, en talsverður reykur barst í nærliggjandi húsnæði, til dæmis á Heilsugæsluna. 

Í tilkynningu á vef Heilsugæslunnar segir að unnið verði að þrifum í dag, en vonir standa til að stöðin geti opnað aftur á morgun. Ekki er þó víst að það náist. 

„Starfsfólk Heilsugæslunnar Garðabæ er komið með aðstöðu á öðrum starfsstöðvum Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og mun hafa samband við alla sem eiga bókaða tíma,“ segir í tilkynningunni.

Fólki með bráð erindi er bent á að hringja í síma 1700 eða hafa samband í gegnum netspjallið á Heilsuveru. Þar fær það ráðgjöf og verður beint á nágrannastöðvar í Hafnarfirði og Kópavogi.

Heilsugæslan í Garðabæ, bæjarskrifstofur, verslanir og veitingastaðir eru til húsa á Garðatorgi. Vísir/Vilhelm


Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×