Hamas bæta við kröfur sínar og viðræðurnar í sjálfheldu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 7. mars 2024 07:53 Palestínumenn flýja eyðilegginguna í Khan Younis í kjölfar árása Ísraelsmanna. AP/Mohammed Dahman Viðræður milli Ísraelsmanna og Hamas um vopnahlé á Gasa virðast í sjálfheldu og heldur hefur dregið úr vonum að hlé verði gert á átökum fyrir Ramada, föstuhátíð múslima, sem hefst á sunnudag. Tillögurnar sem stjórnvöld í Bandaríkjunum, Katar og Egyptalandi áttu milligöngu um snérust um sex vikna hlé en á þeim tíma hefðu Hamas-samtökin sleppt um 40 gíslum gegn umtalsverðum fjölda palestínskra fanga í haldi Ísraelsmanna. Hamas-liðar eru hins vegar sagðir hafa dregið sig frá viðræðum um fyrrnefndar tillögur og sett fram kröfur sem Ísraelsmenn neita að ganga að; að Ísrael skuldbindi sig til að láta alfarið af átökum á meðan, eða eftir, að Hamas láta gísla lausa í þremur áföngum. Yfirvöld í Ísrael segjast aðeins vilja einblína á fyrsta skrefið til að byrja með, það er að segja lausn 40 gísla gegn frelsun fjölda palestínskra fanga. Bandaríkin eru sögð styðja þessa afstöðu Ísraelsmanna. Viðræður fara nú fram í Kaíró en sendinefnd Ísraels hefur ekki mætt undanfarna daga vegna nýrra krafna Hamas. Segja þau samkomulag hafa verð í höfn, þar til Hamas hófu að freista þess að ná fram sínum ýtrustu kröfum. Til viðbótar við varanlegt vopnahlé eru Hamas-liðar nú sagðir krefjast þess að Ísraelsher hverfi frá norðurhluta Gasa og að aukinni neyðaraðstoð verði hleypt inn á svæðið. Bandaríkjamenn óttast að það kunni að verða olía á eldinn ef samkomulag næst ekki fyrir Ramadan. Þá segir New York Times að ráðamenn í Ísrael telji að mögulega vilji Hamas-samtökin að til átaka komi á mótmælum sem leiðtogi Hamas í Katar hefur kallað eftir í Jerúsalem á Ramadan. Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Sjá meira
Tillögurnar sem stjórnvöld í Bandaríkjunum, Katar og Egyptalandi áttu milligöngu um snérust um sex vikna hlé en á þeim tíma hefðu Hamas-samtökin sleppt um 40 gíslum gegn umtalsverðum fjölda palestínskra fanga í haldi Ísraelsmanna. Hamas-liðar eru hins vegar sagðir hafa dregið sig frá viðræðum um fyrrnefndar tillögur og sett fram kröfur sem Ísraelsmenn neita að ganga að; að Ísrael skuldbindi sig til að láta alfarið af átökum á meðan, eða eftir, að Hamas láta gísla lausa í þremur áföngum. Yfirvöld í Ísrael segjast aðeins vilja einblína á fyrsta skrefið til að byrja með, það er að segja lausn 40 gísla gegn frelsun fjölda palestínskra fanga. Bandaríkin eru sögð styðja þessa afstöðu Ísraelsmanna. Viðræður fara nú fram í Kaíró en sendinefnd Ísraels hefur ekki mætt undanfarna daga vegna nýrra krafna Hamas. Segja þau samkomulag hafa verð í höfn, þar til Hamas hófu að freista þess að ná fram sínum ýtrustu kröfum. Til viðbótar við varanlegt vopnahlé eru Hamas-liðar nú sagðir krefjast þess að Ísraelsher hverfi frá norðurhluta Gasa og að aukinni neyðaraðstoð verði hleypt inn á svæðið. Bandaríkjamenn óttast að það kunni að verða olía á eldinn ef samkomulag næst ekki fyrir Ramadan. Þá segir New York Times að ráðamenn í Ísrael telji að mögulega vilji Hamas-samtökin að til átaka komi á mótmælum sem leiðtogi Hamas í Katar hefur kallað eftir í Jerúsalem á Ramadan.
Átök í Ísrael og Palestínu Ísrael Palestína Hernaður Bandaríkin Mest lesið Stór hluti felldur niður og Shamsudin-bræður játa Innlent Fórnarlamb stórhættulegs hrekks sem betur fer með hjálm Innlent Barn lést úr malaríu á Landspítalanum Innlent Fannst heill á húfi Innlent Menntamálaráðherra greindur með þágufallssýki Innlent „Dýrlingurinn“ tekinn úr umferð en keyrir enn Innlent Telur handtökuna byggja á slúðri Innlent Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Erlent „Þessi sleggja, sem var sveiflað, var gúmmísleggja“ Innlent Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Erlent Fleiri fréttir Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Þingmaður sagður hafa svipt sig lífi í finnska þinghúsinu „Því miður vantar ennþá ansi mikið“ Ágóði af „Waka Waka“ sagður hafa endað í vasa Shakiru Sneru aftur og er fylgt af lögreglu svo þeir flýi ekki Flytja eina frægustu kirkju Svíþjóðar um fimm kílómetra Vill vísa Thunberg frá Noregi fyrir mótmæli gegn olíuvinnslu Hafa afturkallað yfir 6.000 námsmannaleyfi „Ketamín-drottningin“ játar að hafa selt Perry ketamín Hamasliðar ganga að tillögum um 60 daga vopnahlé Sjá meira