Grindvíkingar fá forgang í lóðir í Ölfusi Bjarki Sigurðsson skrifar 1. mars 2024 10:13 Í Ölfusi búa rúmlega 2.500 manns. Vísir/Magnús Hlynur Grindvíkingar fá forgang við úthlutun lóða í Ölfusi. Um er að ræða lóðir fyrir allt að 127 íbúðir. Þetta var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Ölfuss í gær. Í tilkynningu frá Ölfus segir að á síðustu vikum hafi umtalsverður fjöldi Grindvíkinga leitað eftir lóðum í Þorlákshöfn. „Í öllum tilvikum hefur verið leitað eftir einbýlishúsa- og eða parhúsalóðum sem fólk hefur hug á að byggja sjálft á. Sveitarfélagið Ölfus vill með öllum leiðum sýna nágrönnum sínum stuðning og leggur áherslu á að sá vilji sjáist í verki,“ segir í tilkynningunni. Elliði Vignisson er bæjarstjóri Ölfuss.Vísir/Egill Hægt að byggja í apríl Í mars verður næsti áfangi við uppbyggingu við Vesturberg auglýstur en þar er um að ræða tíu lóðir fyrir einbýlishús, tíu fyrir parhús og ein fyrir raðhús. Hægt verður að hefja framkvæmdir þar í apríl. „Bæjarstjórn samþykkir að veita fólki með lögheimili í Grindavík forgang að þessum lóðum. Verði umframeftirspurn við úthlutun þessara lóða mun Sveitarfélagið Ölfus tafarlaust ráðast í undirbúning næsta áfanga við Vesturbergið og auglýsa þær lóðir á sömu forsendum. Þar gæti orðið mögulegt að úthluta lóðum fyrir allt að 13 einbýlishús og 7 parhús eða samtals 27 íbúðir,“ segir í tilkynningunni. Sanngjarnt og eðlilegt Verði enn eftirspurn verður frekari framkvæmdum flýtt og lóðum fyrir 67 íbúðir úthlutað til viðbótar. „Grindavík og Þorlákshöfn eru um margt lík samfélög. Þetta eru samfélög sem trúa því af einlægni að verðmætasköpun sé undirstaða velferðar. Rekstur sveitarfélagsins hér er því traust og innviðir sterkir, eins og lengi hefur verið í Grindavík. Fyrirtækjum í og við Þorlákshöfn fjölgar hratt og við erum núna með í undirbúningi byggingu á nýjum leikskóla, stækkun grunnskóla, byggingu knattspyrnuhúss, menningarsal, nýjan miðbæ og margt fl. Í þeirri stöðu teljum við sanngjarnt og eðlilegt að gera allt sem við getum til að bjóða okkur sem valkost fyrir Grindvíkinga,“ er haft Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Ölfuss, í tilkynningunni. Ölfus Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Jarða- og lóðamál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira
Þetta var samþykkt á fundi bæjarstjórnar Ölfuss í gær. Í tilkynningu frá Ölfus segir að á síðustu vikum hafi umtalsverður fjöldi Grindvíkinga leitað eftir lóðum í Þorlákshöfn. „Í öllum tilvikum hefur verið leitað eftir einbýlishúsa- og eða parhúsalóðum sem fólk hefur hug á að byggja sjálft á. Sveitarfélagið Ölfus vill með öllum leiðum sýna nágrönnum sínum stuðning og leggur áherslu á að sá vilji sjáist í verki,“ segir í tilkynningunni. Elliði Vignisson er bæjarstjóri Ölfuss.Vísir/Egill Hægt að byggja í apríl Í mars verður næsti áfangi við uppbyggingu við Vesturberg auglýstur en þar er um að ræða tíu lóðir fyrir einbýlishús, tíu fyrir parhús og ein fyrir raðhús. Hægt verður að hefja framkvæmdir þar í apríl. „Bæjarstjórn samþykkir að veita fólki með lögheimili í Grindavík forgang að þessum lóðum. Verði umframeftirspurn við úthlutun þessara lóða mun Sveitarfélagið Ölfus tafarlaust ráðast í undirbúning næsta áfanga við Vesturbergið og auglýsa þær lóðir á sömu forsendum. Þar gæti orðið mögulegt að úthluta lóðum fyrir allt að 13 einbýlishús og 7 parhús eða samtals 27 íbúðir,“ segir í tilkynningunni. Sanngjarnt og eðlilegt Verði enn eftirspurn verður frekari framkvæmdum flýtt og lóðum fyrir 67 íbúðir úthlutað til viðbótar. „Grindavík og Þorlákshöfn eru um margt lík samfélög. Þetta eru samfélög sem trúa því af einlægni að verðmætasköpun sé undirstaða velferðar. Rekstur sveitarfélagsins hér er því traust og innviðir sterkir, eins og lengi hefur verið í Grindavík. Fyrirtækjum í og við Þorlákshöfn fjölgar hratt og við erum núna með í undirbúningi byggingu á nýjum leikskóla, stækkun grunnskóla, byggingu knattspyrnuhúss, menningarsal, nýjan miðbæ og margt fl. Í þeirri stöðu teljum við sanngjarnt og eðlilegt að gera allt sem við getum til að bjóða okkur sem valkost fyrir Grindvíkinga,“ er haft Elliða Vignissyni, bæjarstjóra Ölfuss, í tilkynningunni.
Ölfus Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Húsnæðismál Jarða- og lóðamál Mest lesið Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Innlent Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Innlent Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Innlent Stjórnlaus gróðureldur ógnar heimilum á Krít Erlent Sautján ára drengur drukknaði á Hróarskeldu Erlent Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Innlent „Stóra og fallega frumvarpið“ enn í limbó á þinginu Erlent Trúarhópar mótmæla Zúmba-kennslu á Indlandi Erlent Combs áfram í gæsluvarðhaldi Erlent Játar að hafa myrt fjórmenningana í Idaho Erlent Fleiri fréttir Komst ekki í golf í gær en skellti sér í morgun Falsaði bréf frá skólastjóra á kostnað Kennarasambandsins Ekið á barn og maður handtekinn eftir berserksgang Hvetja ráðuneytið til að kynna sér málið og leiðrétta rangfærslur Umræður um veiðigjaldafrumvarpið slá nýtt met Reykjanesbraut verður öll orðin tvöföld fyrir veturinn Landvernd gagnrýnir skerðingar á aðgengi fólks að Heiðmörk Stjórnarandstaða setji ný viðmið á þingi sem ógni lýðræðinu Rúmlega 300 ökumenn sviptir eða sektaðir í dag á Kringlumýrarbraut Telur að allt fari í skrúfuna verði ekki brugðist við Bubbi gerir sögulegan samning um eigin líkindi til allrar framtíðar Ólafur Thors og Bjarni Ben sneru sér við í kaldri gröf Fjölskyldan franska sendi ættingjum erfðaskrá frá Íslandi Ótti um að allt fari í skrúfuna, Bubbi og pattstaða „Jú, jú, þetta er orðið málþóf“ Borgin sé ekki að refsa Grafarvogsbúum Pilturinn áfrýjar ekki þyngsta mögulega dómi Bætur Hugins lækkaðar og máli Vinnslustöðvarinnar vísað frá Samfylkingin í stórsókn á landsbyggðinni „Erum við að kenna börnunum okkar að vinna?“ Bærinn sagði nei við fyrsta kosti lögreglu Þinglok 2026 verði 12. júní „Eftir höfðinu dansa limirnir“ Hvalfjarðargöng opin á ný Gagnrýni Bryndísar á málþóf frá 2019 vekur athygli Skipuð nýr skrifstofustjóri í innviðaráðuneytinu Hiti á þingi: „Hættið þessu bara“ Hafa lokið rannsókn á Samherjamálinu Skildi illa við bálhyttuna og úr varð eldur Kjósa um að sameina Skorradalshrepp við Borgarbyggð Sjá meira