Grindvísk börn dreifast í hátt í sjötíu skóla Lillý Valgerður Pétursdóttir skrifar 29. febrúar 2024 19:30 Eysteinn Þór Kristinsson skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur segir óvissu um hvað taki við næsta vetur. Vísir/Arnar Vel innan við helmingur barna í Grunnskóla Grindavíkur stundar enn nám við skólann sem rekinn er á nokkrum stöðum í Reykjavík. Flest hafa börin fært sig annað og stunda nú nám í hátt í sjötíu skólum um allt land. Mikil óvissa er um framtíð skólans næsta vetur. Grunnskóli Grindavíkur er nú starfræktur á fjórum stöðum í Reykjavík. Það er í Laugalækjarskóla, Hvassaleitisskóla, í húsnæði Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum og í Ármúla. „Þetta eru svona tvö hundruð og þrjátíu nemendur sem við höfum. Svo eru þá þrjú hundruð og þrjátíu nemendur hingað og þangað um landið í tæplega sjötíu skólum og tuttugu og fimm sveitarfélögum,“ segir Eysteinn Þór Kristinsson skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur. Hann segir meira um að yngri börnin hafi flutt sig í aðra skóla en þau eldri. „Áttundi, níundi, tíundi, þetta eru vel sóttir árgangar.“ Sjálf segja börnin það hafa mikla þýðingu að fá að vera áfram með vinunum í skóla. Sum þeirra sjá þó fram á breytingar næsta haust og því fyrirséð að fækkað geti frekar í skólanum þá. „Ég er að fara að flytja til Keflavíkur. Það eru margir að fara þangað. Þannig ég verð með mörgum vinum mínum í skóla þar,“ segir Salvar Gauti Freyr Stefánsson. Eysteinn segir óvíst hvort Grunnskóli Grindavíkur komi til með að starfa næsta vetur. Um eitt hundrað manns starfa hjá skólanum og því hefur framhaldið ekki aðeins áhrif á börnin. „Starfsfólkið það er orðið órólegt. Ég get alveg viðurkennt það.“ Hann vonast til að framtíð skólans skýrist betur á næstu vikum og að þeim verði gert kleift að taka áfram á móti grindvískum börnum. Páll Erlingsson kennari við Grunnskóla Grindavíkur segir mikilvægt að skólinn starfi áfram, að minnsta kosti næsta vetur þar sem margir Grindvíkingar séu ekki komnir með varanlegt húsnæði. Þá hafi það líka mikið að segja fyrir framtíð bæjarins. „Ef við slátrum skólastarfi þá eiginlega getum við kvatt samfélagið.“ Búist er við enn öðru eldgosinu á Reykjanesi á næstu dögum. Börnin sjálf fylgjast hver vel með stöðu mála og sum þeirra byrja daginn á því að fara inn á fréttamiðlana á netinu til að kanna hvort að eldgos sé hafið. Þeirra á meðal er Katrín Eva Vattnes Hallgrímsdóttir. „Ég er búin að lesa miklu meira fréttir núna eftir að þetta gerðist.“ Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vonar að ekki þurfi að dreifa grindvískum börnum milli skóla Skólastjóri grunnskóla Grindavíkur segir enn unnið að útfærslu skólastarfs barna í Grindavík. Best væri að finna aðstöðu svo börnin geti haldið hópinn, frekar en að dreifa þeim á milli skóla. 13. nóvember 2023 11:04 Ekkert stressuð yfir jarðhræringum í bakgarðinum Viðbragðs- og rýmingaráætlanir hafa verið æfðar í skólanum í Grindavík undanfarið en nemendur þar segjast þó ekki hafa miklar áhyggjur af jarðhræringunum í bakgarðinum. 7. nóvember 2023 18:40 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Grunnskóli Grindavíkur er nú starfræktur á fjórum stöðum í Reykjavík. Það er í Laugalækjarskóla, Hvassaleitisskóla, í húsnæði Knattspyrnusambands Íslands í Laugardalnum og í Ármúla. „Þetta eru svona tvö hundruð og þrjátíu nemendur sem við höfum. Svo eru þá þrjú hundruð og þrjátíu nemendur hingað og þangað um landið í tæplega sjötíu skólum og tuttugu og fimm sveitarfélögum,“ segir Eysteinn Þór Kristinsson skólastjóri Grunnskóla Grindavíkur. Hann segir meira um að yngri börnin hafi flutt sig í aðra skóla en þau eldri. „Áttundi, níundi, tíundi, þetta eru vel sóttir árgangar.“ Sjálf segja börnin það hafa mikla þýðingu að fá að vera áfram með vinunum í skóla. Sum þeirra sjá þó fram á breytingar næsta haust og því fyrirséð að fækkað geti frekar í skólanum þá. „Ég er að fara að flytja til Keflavíkur. Það eru margir að fara þangað. Þannig ég verð með mörgum vinum mínum í skóla þar,“ segir Salvar Gauti Freyr Stefánsson. Eysteinn segir óvíst hvort Grunnskóli Grindavíkur komi til með að starfa næsta vetur. Um eitt hundrað manns starfa hjá skólanum og því hefur framhaldið ekki aðeins áhrif á börnin. „Starfsfólkið það er orðið órólegt. Ég get alveg viðurkennt það.“ Hann vonast til að framtíð skólans skýrist betur á næstu vikum og að þeim verði gert kleift að taka áfram á móti grindvískum börnum. Páll Erlingsson kennari við Grunnskóla Grindavíkur segir mikilvægt að skólinn starfi áfram, að minnsta kosti næsta vetur þar sem margir Grindvíkingar séu ekki komnir með varanlegt húsnæði. Þá hafi það líka mikið að segja fyrir framtíð bæjarins. „Ef við slátrum skólastarfi þá eiginlega getum við kvatt samfélagið.“ Búist er við enn öðru eldgosinu á Reykjanesi á næstu dögum. Börnin sjálf fylgjast hver vel með stöðu mála og sum þeirra byrja daginn á því að fara inn á fréttamiðlana á netinu til að kanna hvort að eldgos sé hafið. Þeirra á meðal er Katrín Eva Vattnes Hallgrímsdóttir. „Ég er búin að lesa miklu meira fréttir núna eftir að þetta gerðist.“
Grindavík Eldgos og jarðhræringar Eldgos á Reykjanesskaga Skóla - og menntamál Tengdar fréttir Vonar að ekki þurfi að dreifa grindvískum börnum milli skóla Skólastjóri grunnskóla Grindavíkur segir enn unnið að útfærslu skólastarfs barna í Grindavík. Best væri að finna aðstöðu svo börnin geti haldið hópinn, frekar en að dreifa þeim á milli skóla. 13. nóvember 2023 11:04 Ekkert stressuð yfir jarðhræringum í bakgarðinum Viðbragðs- og rýmingaráætlanir hafa verið æfðar í skólanum í Grindavík undanfarið en nemendur þar segjast þó ekki hafa miklar áhyggjur af jarðhræringunum í bakgarðinum. 7. nóvember 2023 18:40 Mest lesið Ótrúlegur árekstur: „Ég sá bara dekk og púströr“ Innlent Fráfarandi starfsmaður Sólheima: „Eins og ég sé að sleppa frá einangruðu einræðisríki“ Innlent Nennti ekki að tala við „atvinnubetlara“ og sagði henni að fokka sér Innlent „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Innlent Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Innlent Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Innlent Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Innlent Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Innlent Vildi kynnast Kristjáni en var ítrekað sagt að „fokka sér“ Innlent Rýnt í ákærurnar: „Ég fékk nóg af hatri hans“ Erlent Fleiri fréttir Sumarfríið allt of langt fyrir þau börn sem eingangra sig félagslega Segja áform ráðherra grafa undan þjónustu Óttast að áætlanir ráðherra muni fækka leigubílstjórum Ekki eigi að stjórna borginni út frá „pólitískri kreddu“ Eiga eftir að ráða tólf starfsmenn svo hægt sé að opna allar deildir Skorast ekki undan ábyrgð vilji flokksmenn nýjan oddvita Nýburar fæðast í nikótínfráhvörfum Skipulagsbreytingar á framhaldsskólastigi í vændum Mæður sem taka í vörina á meðgöngu og missáttir leigubílstjórar Björn strax hættur í íþróttaráði: „Þetta var bara prinsippmál“ SUS gefur fundarmönnum bol í anda Charlies Kirk Eins og löglærður forstjóri spítala væri að skera upp sjúklinga Aðalsteinn volgur og Björg orðuð við oddvitann Eldur í ruslageymslu á Selfossi Segist hafa flækst í umfangsmikið fíkniefnamál fyrir hreina tilviljun Annar oddviti L-listans á Akureyri hættir í bæjarstjórn Ók á fimm til sex kyrrstæða bíla Næsta skref að tryggja að próf leigubílstjóra verði alfarið á íslensku „Fólk hefur hætt eða nánast verið bolað úr starfi síðan hún tók við“ Tilkynntur til lögreglu Flóamenn taka fálega í þreifingar Árborgara Óveðurský yfir Sólheimum og deilt á ríkisendurskoðanda Meirihluti vill flugvöllinn áfram í Vatnsmýri Táningar reka veitingastað: „Maður verður að hafa fyrir lífinu“ Stöðvarskyldan snýr aftur: Eykur öryggi farþega og neytendavernd Hildur vill leiða áfram en Guðlaugur loðinn í svörum „Þegar þú verður ráðherra verður þú að tala af ábyrgð“ Ekkert bólaði á ræðumanni Biðin eftir leikskólaplássi kostaði móður vinnuna Lýsti sjálfsvígshugsunum í pontu Alþingis Sjá meira
Vonar að ekki þurfi að dreifa grindvískum börnum milli skóla Skólastjóri grunnskóla Grindavíkur segir enn unnið að útfærslu skólastarfs barna í Grindavík. Best væri að finna aðstöðu svo börnin geti haldið hópinn, frekar en að dreifa þeim á milli skóla. 13. nóvember 2023 11:04
Ekkert stressuð yfir jarðhræringum í bakgarðinum Viðbragðs- og rýmingaráætlanir hafa verið æfðar í skólanum í Grindavík undanfarið en nemendur þar segjast þó ekki hafa miklar áhyggjur af jarðhræringunum í bakgarðinum. 7. nóvember 2023 18:40