Tala látinna komin yfir þrjátíu þúsund Árni Sæberg skrifar 29. febrúar 2024 14:26 Palestínumenn syrgja fallna samlanda sína við Al Aqsa spítalann í Deir al Balah í dag. AP Photo/Adel Hana Ríflega þrjátíu þúsund hafa látist frá upphafi stríðs Ísraels og Hamas-samtakanna þann 7. október síðastliðinn. Ríflega hundrað eru sagðir hafa látist í árás Ísraelshers á hóp fólks sem beið eftir hjálpargögnum í nótt. Þetta hefur AP-fréttaveitan eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Í frétt AP segir að ríflega eitt hundrað manns hafi látið lífið í Gasaborg í dag þegar Ísraelskir hermenn hófu skothríð á hóp fólks sem hópast hafði saman í von um að fá hjálpargögn. Starfsmenn sjúkrahúss í borginni hafi upphaflega tilkynnt að gerð hefði verið loftárás á hópinn en vitni hafi síðast lýst því að hermenn á jörðu niðri hafi hafið skothríð á hópinn þegar fólk reyndi að ná hveitipokum og dósamat af flutningabílum. Ísraelsher varð ekki við beiðni AP um yfirlýsingu um þátt hermannanna í atvikinu. Fjórðungur íbúa standi frammi fyrir hungursneyð Í gær var greint frá því að flutningabílar með hjálpargögnum hefðu komist inn á Gasa í vikunni í fyrsta skipti í heilan mánuð. Hjálparstofnanir hafa sagt það nánast ógerning að koma hjálpargögnum inn á svæðið. Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið það út að allt að fjórðungur íbúa Gasa standi frammi fyrir alvarlegri hungursneyð. AP hefur eftir Kamel Abu Nahel, íbúa á Gasa sem verið var að hlúa að vegna skotsárs á Shifa spítalanum, að hann hafi farið ásamt fleirum að stað þar sem hjálpargögnum er dreift um miðja nótt, þar sem hann hafði heyrt að þar væri matur í boði. „Við höfum borðað dýrafóður í tvo mánuði.“ Ísraelskir hermenn hafi skotið að hópnum, sem hafi dreift úr sér og sumir falið sig undir bílum. Þegar hópurinn hafi farið aftur ð flutningabílnum hafi hermennirnir hafið skothríð á ný. Hann hafi verið skotinn í fótlegginn. Fólk hafi látist í troðningi Ísraelsher hefur birt myndskeið, sem sagt er sýna hóp Palestínumanna hópast í kringum flutningabíl með hjálpargögnum. Herinn segir fjölda fólks hafa látist í troðningi vegna þessa. „Palestínskur múgur réðst að flutningabílunum og í kjölfarið tróðust tugir undir og létust,“ sagði í yfirlýsingu hersins í dag. Myndskeiðið má sjá hér að neðan: Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Leiðtogi Hamas í Katar segir samtökin reiðubúin til að vera sveigjanleg Stjórnvöld í Katar hafa sakað Ísraelsmenn um að stuðla að hungursneyð meðal Palestínumanna. Þau kalla eftir auknum þrýstingi af hálfu alþjóðasamfélagsins. 29. febrúar 2024 07:06 Viðræður um fangaskipti og vopnahlé mjakast áfram Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist í gær telja að samkomulag um vopnahlé og lausn gísla í haldi Hamas myndi mögulega liggja fyrir eftir um það bil viku. „Við erum nálægt því. Við erum ekki búin ennþá. Ég vona að á mánudag verði vopnahlé í höfn,“ sagði forsetinn. 27. febrúar 2024 07:37 Ný tilraun til vopnahlésviðræðna um helgina Sendinefnd frá Ísrael mun taka þátt í vopnahlésviðræðum í París um helgina ásamt fulltrúum Bandaríkjanna, Katar og Egyptalands. Viðræðuefni verði ásamt vopnahlé frelsun ísraelskra gísla á Gasasvæðinu. 23. febrúar 2024 00:03 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Þetta hefur AP-fréttaveitan eftir heilbrigðisyfirvöldum á Gasa. Í frétt AP segir að ríflega eitt hundrað manns hafi látið lífið í Gasaborg í dag þegar Ísraelskir hermenn hófu skothríð á hóp fólks sem hópast hafði saman í von um að fá hjálpargögn. Starfsmenn sjúkrahúss í borginni hafi upphaflega tilkynnt að gerð hefði verið loftárás á hópinn en vitni hafi síðast lýst því að hermenn á jörðu niðri hafi hafið skothríð á hópinn þegar fólk reyndi að ná hveitipokum og dósamat af flutningabílum. Ísraelsher varð ekki við beiðni AP um yfirlýsingu um þátt hermannanna í atvikinu. Fjórðungur íbúa standi frammi fyrir hungursneyð Í gær var greint frá því að flutningabílar með hjálpargögnum hefðu komist inn á Gasa í vikunni í fyrsta skipti í heilan mánuð. Hjálparstofnanir hafa sagt það nánast ógerning að koma hjálpargögnum inn á svæðið. Sameinuðu þjóðirnar hafa gefið það út að allt að fjórðungur íbúa Gasa standi frammi fyrir alvarlegri hungursneyð. AP hefur eftir Kamel Abu Nahel, íbúa á Gasa sem verið var að hlúa að vegna skotsárs á Shifa spítalanum, að hann hafi farið ásamt fleirum að stað þar sem hjálpargögnum er dreift um miðja nótt, þar sem hann hafði heyrt að þar væri matur í boði. „Við höfum borðað dýrafóður í tvo mánuði.“ Ísraelskir hermenn hafi skotið að hópnum, sem hafi dreift úr sér og sumir falið sig undir bílum. Þegar hópurinn hafi farið aftur ð flutningabílnum hafi hermennirnir hafið skothríð á ný. Hann hafi verið skotinn í fótlegginn. Fólk hafi látist í troðningi Ísraelsher hefur birt myndskeið, sem sagt er sýna hóp Palestínumanna hópast í kringum flutningabíl með hjálpargögnum. Herinn segir fjölda fólks hafa látist í troðningi vegna þessa. „Palestínskur múgur réðst að flutningabílunum og í kjölfarið tróðust tugir undir og létust,“ sagði í yfirlýsingu hersins í dag. Myndskeiðið má sjá hér að neðan:
Ísrael Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Sameinuðu þjóðirnar Tengdar fréttir Leiðtogi Hamas í Katar segir samtökin reiðubúin til að vera sveigjanleg Stjórnvöld í Katar hafa sakað Ísraelsmenn um að stuðla að hungursneyð meðal Palestínumanna. Þau kalla eftir auknum þrýstingi af hálfu alþjóðasamfélagsins. 29. febrúar 2024 07:06 Viðræður um fangaskipti og vopnahlé mjakast áfram Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist í gær telja að samkomulag um vopnahlé og lausn gísla í haldi Hamas myndi mögulega liggja fyrir eftir um það bil viku. „Við erum nálægt því. Við erum ekki búin ennþá. Ég vona að á mánudag verði vopnahlé í höfn,“ sagði forsetinn. 27. febrúar 2024 07:37 Ný tilraun til vopnahlésviðræðna um helgina Sendinefnd frá Ísrael mun taka þátt í vopnahlésviðræðum í París um helgina ásamt fulltrúum Bandaríkjanna, Katar og Egyptalands. Viðræðuefni verði ásamt vopnahlé frelsun ísraelskra gísla á Gasasvæðinu. 23. febrúar 2024 00:03 Mest lesið Auglýsingaskilti framar umferðaröryggi barna í forgangsröðinni Innlent Fjögur börn á Íslandi getin með sæði mannsins Innlent Varar Íslendinga við værukærð eftir að „Pólverjar lögleiddu pyntingar“ Innlent Landsmenn sáttir: „Þetta eru bara glæpahundar“ Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Gummi Emil tekinn í skýrslutöku lögreglu Innlent „Þá sýndu stjórnvöld kjark“ Innlent Ósáttur með ákvörðunina: „Mér finnst Rúv verða aðeins leiðinlegra fyrir vikið“ Innlent Ísland verður ekki með í Eurovision Innlent Krúttlegi jólamarkaðurinn í félagsheimilinu endaði á borði lögreglu Innlent Fleiri fréttir Bandaríkjamenn leggja hald á olíuflutningaskip undan ströndum Venesúela Heimila nú birtingu gagna úr rannsókn á Epstein Telur það landráð að skrifa um heilsu sína Sætir líflátshótunum og nær ekki að veita friðarverðlaununum viðtöku Vilja skoða samfélagsmiðla íslenskra ferðamanna Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Sjá meira
Leiðtogi Hamas í Katar segir samtökin reiðubúin til að vera sveigjanleg Stjórnvöld í Katar hafa sakað Ísraelsmenn um að stuðla að hungursneyð meðal Palestínumanna. Þau kalla eftir auknum þrýstingi af hálfu alþjóðasamfélagsins. 29. febrúar 2024 07:06
Viðræður um fangaskipti og vopnahlé mjakast áfram Joe Biden Bandaríkjaforseti sagðist í gær telja að samkomulag um vopnahlé og lausn gísla í haldi Hamas myndi mögulega liggja fyrir eftir um það bil viku. „Við erum nálægt því. Við erum ekki búin ennþá. Ég vona að á mánudag verði vopnahlé í höfn,“ sagði forsetinn. 27. febrúar 2024 07:37
Ný tilraun til vopnahlésviðræðna um helgina Sendinefnd frá Ísrael mun taka þátt í vopnahlésviðræðum í París um helgina ásamt fulltrúum Bandaríkjanna, Katar og Egyptalands. Viðræðuefni verði ásamt vopnahlé frelsun ísraelskra gísla á Gasasvæðinu. 23. febrúar 2024 00:03