Pétur Jökull kom sjálfur á klakann Jón Þór Stefánsson skrifar 29. febrúar 2024 12:29 Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, og Pétur Jökull Jónasson. Vísir/Arnar/Interpol Pétur Jökull Jónasson, sem lýst var eftir á vef Interpol þann 16. febrúar síðastliðinn, kom sjálfur til landsins í fyrradag. Þetta staðfestir Grímur Grímsson í samtali við fréttastofu. Hann kom hingað til lands með flugi frá Evrópu, en Grímur getur ekki gefið upp frá hvaða landi. Pétur var handtekinn á Keflavíkurflugvelli við lendingu, en lögreglan vissi af komu hans fyrirfram. Greint var frá því í gær að Pétur hefði verið handtekinn við komuna til landsins. Í tilynningu frá lögreglu kom fram að hann hefði samdægurs verið færður í Héraðsdóm Reykjavíkur, en þar var hann úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Innflutningur frá Alicante og vopnað rán í Skipholti Pétur á nokkurn sakaferill að baki. Þar má nefna að árið 2010 hlaut hann þriggja ára fangelsisdóm í héraði, sem var mildaður í Hæstarétti, fyrir fíkniefnalagabrot. Málið varðaði innflutning á 1,6 kílóum af kókaíni, en fimm menn hlutu dóm fyrir það. Þar var Pétri gefið að sök að finna vitorðsmann til þess flytja fíkniefni til landsins. Gefa honum samtals 270 þúsund krónur til að fara til Alicante og dvelja þar, og síðan sautján þúsund evrur til að borgar fyrir fíkniefni. Þar að auki var hann ákærður fyrir að taka við efnunum við komuna til landsins. Sjá einnig: Sakaðir um kókaínsmygl og milljónasölu á fíkniefnum Árið eftir hlaut Pétur fimm mánaða fangelsisdóm vegna vopnaðs ráns sem átti sér stað árið 2009. Þar var honum gefið a sök að fara með öðrum manni í verslun 10-11 í Skipholti með hulin andlit, ógna starfsfólki með hnífum, og neyða það til að afhenda sér fé. Pétur og hinn maðurinn höfðu með sér á brott tíu þúsund krónur. Eftirlýstur vegna stóra kókaínmálsins Líkt og áður segir hafði Interpol lýst eftir Pétri í mánuðnum sem nú er að líða. Það var í tengslum við stóra kókaínmálið svokallaða, sem varðar hundrað kíló af kókaíni sem voru flutt inn í timburdrumbum frá Brasilíu, en voru gerð upp í Rotterdam. Fjórir karlmenn voru handteknir vegna málsins í ágúst árið 2022. Rúmu ári síðan felldi Landsréttur dóm sinn í málinu. Einn mannanna fékk níu ára fangelsisdóm, annar sex og hálft ár, og tveir fengu fimm ára dóm. Það voru vægari dómar en þeir höfðu fengið í héraði. Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Íslendingar erlendis Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira
Hann kom hingað til lands með flugi frá Evrópu, en Grímur getur ekki gefið upp frá hvaða landi. Pétur var handtekinn á Keflavíkurflugvelli við lendingu, en lögreglan vissi af komu hans fyrirfram. Greint var frá því í gær að Pétur hefði verið handtekinn við komuna til landsins. Í tilynningu frá lögreglu kom fram að hann hefði samdægurs verið færður í Héraðsdóm Reykjavíkur, en þar var hann úrskurðaður í vikulangt gæsluvarðhald. Innflutningur frá Alicante og vopnað rán í Skipholti Pétur á nokkurn sakaferill að baki. Þar má nefna að árið 2010 hlaut hann þriggja ára fangelsisdóm í héraði, sem var mildaður í Hæstarétti, fyrir fíkniefnalagabrot. Málið varðaði innflutning á 1,6 kílóum af kókaíni, en fimm menn hlutu dóm fyrir það. Þar var Pétri gefið að sök að finna vitorðsmann til þess flytja fíkniefni til landsins. Gefa honum samtals 270 þúsund krónur til að fara til Alicante og dvelja þar, og síðan sautján þúsund evrur til að borgar fyrir fíkniefni. Þar að auki var hann ákærður fyrir að taka við efnunum við komuna til landsins. Sjá einnig: Sakaðir um kókaínsmygl og milljónasölu á fíkniefnum Árið eftir hlaut Pétur fimm mánaða fangelsisdóm vegna vopnaðs ráns sem átti sér stað árið 2009. Þar var honum gefið a sök að fara með öðrum manni í verslun 10-11 í Skipholti með hulin andlit, ógna starfsfólki með hnífum, og neyða það til að afhenda sér fé. Pétur og hinn maðurinn höfðu með sér á brott tíu þúsund krónur. Eftirlýstur vegna stóra kókaínmálsins Líkt og áður segir hafði Interpol lýst eftir Pétri í mánuðnum sem nú er að líða. Það var í tengslum við stóra kókaínmálið svokallaða, sem varðar hundrað kíló af kókaíni sem voru flutt inn í timburdrumbum frá Brasilíu, en voru gerð upp í Rotterdam. Fjórir karlmenn voru handteknir vegna málsins í ágúst árið 2022. Rúmu ári síðan felldi Landsréttur dóm sinn í málinu. Einn mannanna fékk níu ára fangelsisdóm, annar sex og hálft ár, og tveir fengu fimm ára dóm. Það voru vægari dómar en þeir höfðu fengið í héraði.
Stóra kókaínmálið 2022 Fíkniefnabrot Lögreglumál Keflavíkurflugvöllur Íslendingar erlendis Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent Telja dagana frá síðasta innbroti Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Segist ekki munu leyfa Ísrael að innlima Vesturbakkann Erlent Fleiri fréttir Hugmyndir kynntar um „miðstöð jaðaríþrótta“ í Toppstöðinni Telja dagana frá síðasta innbroti Rannsaka líkamsárás og fjárkúgun Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Sjá meira