Sakaðir um kókaínsmygl og milljónasölu á fíkniefnum 8. júlí 2010 06:00 Sakborningar mættu til þingfestingar í fylgd lögreglu eða fangavarða. þeir viðhöfðu mismiklar ráðstafanir til að skýla andlitum sínum eins og myndirnar sýna.Fréttablaðið/vilhelm Tveimur mönnum af fimm, sem ákærðir hafa verið fyrir smygl á tæplega 1,6 kílóum af kókaíni til landsins, er einnig gefið að sök að hafa selt fíkniefni fyrir samtals 8,5 milljónir króna, auk sölu skartgripa fyrir tvær milljónir. Mennirnir fimm, Davíð Garðarsson, Guðlaugur Agnar Guðmundsson, Jóhannes Mýrdal, Pétur Jökull Jónasson og Orri Freyr Gíslason, eru sakaðir um að hafa staðið saman að innflutningi á ofangreindu magni kókaíns frá Spáni. Efnin voru falin í þremur töskum sem Jóhannes flutti til landsins með farþegaflugi. Orra Frey og Guðlaugi Agnari er gefið að sök að hafa lagt á ráðin og fjármagnað innflutning efnanna. Orri Freyr fékk svo Davíð til að finna burðardýr. Sá síðarnefndi setti sig í samband við Pétur Jökul, sem fékk Jóhannes til fararinnar. Jafnframt setti Orri Freyr sig í samband í gegnum tölvu við vitorðsmann sem staddur var á Spáni til að gefa honum upp símanúmer Jóhannesar. Orri Freyr lét Davíð hafa um þrjár milljónir króna í evrum sem síðan fóru um hendur Péturs Jökuls til Jóhannesar. Með peningunum átti hann að borga fyrir fíkniefnin. Á Spáni tók Jóhannes við þremur ferðatöskum úr hendi vitorðsmanns og lét hann hafa peningana. Eftir að hann kom heim óku Davíð og Pétur Jökull að heimili hans, þar sem Pétur Jökull sótti efnin og setti í bílinn. Davíð var búinn að afhenda Orra Frey efnin og taka við einni milljón króna til að borga Jóhannesi þegar lögreglan stöðvaði för þeirra. Orri Freyr er auk þessa sakaður um að hafa haft frumkvæði að því að útvega burðardýr í öðru kókaínmáli þar sem reynt var að smygla inn nær 1,8 kílóum af kókaíni eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Styrkur kókaínsins sem reynt var að smygla í því máli var mjög mikill, eða á bilinu 63 til 81 prósent, samkvæmt mælingum Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði. Til samanburðar má geta þess að meðalstyrkur allra kókaínsýna á árunum 2006 til 2008 var 48 prósent. Þessi tvö kókaínmál komu upp með skömmu millibili í apríl og smyglaðferðir voru áþekkar í þeim báðum. Auk þess sem ákæruvaldið krefst refsidóma yfir mönnunum og upptöku fíkniefna og söluágóða er þess krafist að gerðir verði upptækir þrír millilítrar af anabólískum sterum sem lagt var hald á heima hjá Davíð. Davíð og Guðlaugur neituðu sök við þingfestingu, Pétur Jökull játaði að mestu og Orri Freyr og Jóhannes báðu um frest. jss@frettabladid.is Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira
Tveimur mönnum af fimm, sem ákærðir hafa verið fyrir smygl á tæplega 1,6 kílóum af kókaíni til landsins, er einnig gefið að sök að hafa selt fíkniefni fyrir samtals 8,5 milljónir króna, auk sölu skartgripa fyrir tvær milljónir. Mennirnir fimm, Davíð Garðarsson, Guðlaugur Agnar Guðmundsson, Jóhannes Mýrdal, Pétur Jökull Jónasson og Orri Freyr Gíslason, eru sakaðir um að hafa staðið saman að innflutningi á ofangreindu magni kókaíns frá Spáni. Efnin voru falin í þremur töskum sem Jóhannes flutti til landsins með farþegaflugi. Orra Frey og Guðlaugi Agnari er gefið að sök að hafa lagt á ráðin og fjármagnað innflutning efnanna. Orri Freyr fékk svo Davíð til að finna burðardýr. Sá síðarnefndi setti sig í samband við Pétur Jökul, sem fékk Jóhannes til fararinnar. Jafnframt setti Orri Freyr sig í samband í gegnum tölvu við vitorðsmann sem staddur var á Spáni til að gefa honum upp símanúmer Jóhannesar. Orri Freyr lét Davíð hafa um þrjár milljónir króna í evrum sem síðan fóru um hendur Péturs Jökuls til Jóhannesar. Með peningunum átti hann að borga fyrir fíkniefnin. Á Spáni tók Jóhannes við þremur ferðatöskum úr hendi vitorðsmanns og lét hann hafa peningana. Eftir að hann kom heim óku Davíð og Pétur Jökull að heimili hans, þar sem Pétur Jökull sótti efnin og setti í bílinn. Davíð var búinn að afhenda Orra Frey efnin og taka við einni milljón króna til að borga Jóhannesi þegar lögreglan stöðvaði för þeirra. Orri Freyr er auk þessa sakaður um að hafa haft frumkvæði að því að útvega burðardýr í öðru kókaínmáli þar sem reynt var að smygla inn nær 1,8 kílóum af kókaíni eins og Fréttablaðið greindi frá í gær. Styrkur kókaínsins sem reynt var að smygla í því máli var mjög mikill, eða á bilinu 63 til 81 prósent, samkvæmt mælingum Rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði. Til samanburðar má geta þess að meðalstyrkur allra kókaínsýna á árunum 2006 til 2008 var 48 prósent. Þessi tvö kókaínmál komu upp með skömmu millibili í apríl og smyglaðferðir voru áþekkar í þeim báðum. Auk þess sem ákæruvaldið krefst refsidóma yfir mönnunum og upptöku fíkniefna og söluágóða er þess krafist að gerðir verði upptækir þrír millilítrar af anabólískum sterum sem lagt var hald á heima hjá Davíð. Davíð og Guðlaugur neituðu sök við þingfestingu, Pétur Jökull játaði að mestu og Orri Freyr og Jóhannes báðu um frest. jss@frettabladid.is
Mest lesið Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina Innlent Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Erlent „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Innlent „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Innlent Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Erlent Þúsundir hafi orðið af milljónum Innlent Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum Innlent Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Erlent Moskítóflugan lifði kuldakastið af Innlent Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Innlent Fleiri fréttir Vilja rýmri reglur um veiðar fjögurra fuglategunda Tvö pör handtekin og afskipti höfð af tvímenningum Grunaður um að nauðga konu þrisvar sömu nóttina „Aldrei fyrirgefanlegt þegar það er farið svona með opinbert fé“ Hjóluðu 1300 kílómetra meðfram Dóná með börnum sínum „Gætir verið pirrandi við matarborðið en það er þess virði“ Kynlífsverkafólk í Norræna húsinu og tölvuspilandi eldri borgarar Moskítóflugan lifði kuldakastið af „Þorsti í auglýsingafé er talsverður hjá Ríkisútvarpinu“ Hætta á að ákveðnir staðir þrífist ekki Velunnarar hefja söfnun fyrir ekkju Hjörleifs Þúsundir hafi orðið af milljónum Hundrað þúsund færri kindur í dag en fyrir tíu árum Dökk mynd í byggingariðnaði, umsvif RÚV og fækkun fjár Losun gróðurhúsalofttegunda jókst í Reykjavík Húsnæðismálin og staða Ríkisútvarpsins Ölvaður undir stýri með börn í bílnum Kosningahugur í eigendum frístundahúsa Keypti stól í Góða hirðinum sem reyndist fágætur gripur Getur gervigreindarsmjaður leitt til gervigreindargeðrofs? Söguleg óvissa á fasteignamarkaði og meðvirk gervigreind Óttast að námsbraut verði undir verði af frumvarpinu Kostnaður við stjórnsýslu borgarinnar mun hærri en landsmeðaltalið Tveir fá heilablóðfall á hverjum degi á Íslandi Breytingar sem litlu breyta og mokstursmenn þakka veðurguðunum Líta eigi á eignir landsbyggðafólks í Reykjavík sem sumarbústaði Sendi síðasta bréfið degi áður en fellibylurinn gekk yfir Borgin tekur út framkvæmdir við Vesturbæjarlaug Nokkrar milljónir horfnar á örfáum vikum Tilkynnt um bíl fullan af flugeldum Sjá meira