Enski boltinn

Sjáðu mörkin: Fimm frá Haaland og rosa­legt sigur­mark

Valur Páll Eiríksson skrifar
Haaland fékk að taka boltann með heim.
Haaland fékk að taka boltann með heim. Getty

Nóg var um að vera í ensku bikarkeppninni í fótbolta í gær þegar þrjú lið tryggðu farseðil sinn í 8-liða úrslit keppninnar. Erling Haaland fór hamförum og stórglæsilegt mark réði úrslitum í Bournemouth.

Ríkjandi bikarmeistarar Manchester City hafa ekki raðað inn í síðustu leikjum í ensku úrvalsdeildinni en stíflan brast svo sannarlega í gær. Norðmaðurinn Erling Haaland skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins, öll eftir stoðsendingu frá Belganum Kevin De Bruyne.

Klippa: Haaland skoraði fimm gegn Luton

Jordan Clark svaraði með tveimur laglegum mörkum fyrir Luton Town og virtist veita þeim leið aftur inn í leikinn en sex mínútum eftir síðara mark hans var Haaland búinn að skora tvö til viðbótar og breyta stöðunni úr 3-2 í 5-2.

Öll mörkin má sjá í spilaranum að ofan í lýsingu Guðmundar Benediktssonar.

  • Miðvikudagur
  • 19.00: Dregið í 8-liða og undanúrslit (Stöð 2 Sport 2)
  • 19.20: Chelsea - Leeds United (Stöð 2 Sport 4)
  • 19.35: Nottingham Forest - Manchester United (Stöð 2 Sport 3)
  • 19.50: Liverpool - Southampton (Stöð 2 Sport 2)

Í spilaranum að neðan má sjá afar laglegt sigurmark Abduls Fatawu sem tryggði B-deildarliði Leicester City sæti í 8-liða úrslitum á kostnað Bournemouth.

16-liða úrslit keppninnar klárast í kvöld og sýnt frá öllu því helsta á Sportrásunum.

Klippa: Fantagott mark Fatawu



Fleiri fréttir

Sjá meira


×