Enski boltinn

Sjáðu mörkin: Fimm frá Haaland og rosa­legt sigur­mark

Valur Páll Eiríksson skrifar
Haaland fékk að taka boltann með heim.
Haaland fékk að taka boltann með heim. Getty

Nóg var um að vera í ensku bikarkeppninni í fótbolta í gær þegar þrjú lið tryggðu farseðil sinn í 8-liða úrslit keppninnar. Erling Haaland fór hamförum og stórglæsilegt mark réði úrslitum í Bournemouth.

Ríkjandi bikarmeistarar Manchester City hafa ekki raðað inn í síðustu leikjum í ensku úrvalsdeildinni en stíflan brast svo sannarlega í gær. Norðmaðurinn Erling Haaland skoraði fyrstu þrjú mörk leiksins, öll eftir stoðsendingu frá Belganum Kevin De Bruyne.

Jordan Clark svaraði með tveimur laglegum mörkum fyrir Luton Town og virtist veita þeim leið aftur inn í leikinn en sex mínútum eftir síðara mark hans var Haaland búinn að skora tvö til viðbótar og breyta stöðunni úr 3-2 í 5-2.

Öll mörkin má sjá í spilaranum að ofan í lýsingu Guðmundar Benediktssonar.

  • Miðvikudagur
  • 19.00: Dregið í 8-liða og undanúrslit (Stöð 2 Sport 2)
  • 19.20: Chelsea - Leeds United (Stöð 2 Sport 4)
  • 19.35: Nottingham Forest - Manchester United (Stöð 2 Sport 3)
  • 19.50: Liverpool - Southampton (Stöð 2 Sport 2)

Í spilaranum að neðan má sjá afar laglegt sigurmark Abduls Fatawu sem tryggði B-deildarliði Leicester City sæti í 8-liða úrslitum á kostnað Bournemouth.

16-liða úrslit keppninnar klárast í kvöld og sýnt frá öllu því helsta á Sportrásunum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×