Hinn nítján ára Forson gæti byrjað í fjarveru Højlund Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 24. febrúar 2024 09:01 Omari Forson hendir sér í tæklingu í leik gegn Arsenal á undirbúningstímabilinu. EPA-EFE/JUSTIN LANE Meiðslavandræði Manchester United ætla engan endi að taka en í gær, föstudag, var staðfest að danski framherjinn Rasmus Højlund verði frá næstu tvær til þrjár vikurnar. Í fjarveru Danans gæti hinn 19 ára gamli Omari Forson byrjað sinn fyrsta leik í ensku úrvalsdeildinni. Højlund hefur verið ein helsta ástæða fyrir góðu gengi Man United undanfarnar vikur en Daninn hefur verið iðinn kolann fyrir framan mark andstæðinganna. Hann hafði skorað í sex deildarleikjum í röð, þar á meðal bæði mörkin í 2-1 sigrinum á Luton Town. Danski framherjinn var hins vegar að glíma við meiðsli þegar hann gekk í raðir Man United síðasta sumar sem og hann missti af undirbúningstímabilinu. Mikið álag undanfarið virðist hafa bitið hann í rassinn þar sem hann er að glíma við vöðvameiðsli og verður frá næstu vikurnar. Koma fréttirnar í kjölfar þess að tilkynnt var að Luke Shaw verði frá næstu 12 vikurnar og þá er ekki vitað hvenæar Lisandro Martínez snýr aftur eftir að hafa meiðst á hné. Rasmus hefur þurft að spila hverja einustu mínútu sem fremsti maður þar sem meiðslapésinn Anthony Martial er líkt og vanalega ekki leikfær. Það er því talið líklegt að Erik Ten Hag, þjálfari Man Utd, muni stilla hinum 19 ára gamla Forson upp í byrjunarliðinu þegar Man Utd fær Fulham í heimsókn í dag, laugardag. Forson hefur þegar komið við sögu í þremur leikjum. Hann kom inn af bekknum þegar Man Utd lagði Wigan Athletic og Newport County í enska bikarnum. Þá nýtti hann mínútur sínar í ótrúlegum 4-3 sigri á Úlfunum vel en hann lagði upp glæsilegt sigurmark Kobbie Mainoo í uppbótartíma. Omari Forson is in frame for his first #MUFC start v Fulham after injury to Rasmus Hojlund. Training has featured Forson, 19, in a front three including Marcus Rashford + Alejandro Garnacho.After @AcademyScoop Some details on Forson as a player https://t.co/vfiK9KfRPL— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) February 23, 2024 Forson verður samningslaus í sumar og talið er að Ten Hag sé að spila honum frekar en til að mynda Amad og Antony í von m að Forson framlengi samning sinn á Old Trafford. Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Sjá meira
Højlund hefur verið ein helsta ástæða fyrir góðu gengi Man United undanfarnar vikur en Daninn hefur verið iðinn kolann fyrir framan mark andstæðinganna. Hann hafði skorað í sex deildarleikjum í röð, þar á meðal bæði mörkin í 2-1 sigrinum á Luton Town. Danski framherjinn var hins vegar að glíma við meiðsli þegar hann gekk í raðir Man United síðasta sumar sem og hann missti af undirbúningstímabilinu. Mikið álag undanfarið virðist hafa bitið hann í rassinn þar sem hann er að glíma við vöðvameiðsli og verður frá næstu vikurnar. Koma fréttirnar í kjölfar þess að tilkynnt var að Luke Shaw verði frá næstu 12 vikurnar og þá er ekki vitað hvenæar Lisandro Martínez snýr aftur eftir að hafa meiðst á hné. Rasmus hefur þurft að spila hverja einustu mínútu sem fremsti maður þar sem meiðslapésinn Anthony Martial er líkt og vanalega ekki leikfær. Það er því talið líklegt að Erik Ten Hag, þjálfari Man Utd, muni stilla hinum 19 ára gamla Forson upp í byrjunarliðinu þegar Man Utd fær Fulham í heimsókn í dag, laugardag. Forson hefur þegar komið við sögu í þremur leikjum. Hann kom inn af bekknum þegar Man Utd lagði Wigan Athletic og Newport County í enska bikarnum. Þá nýtti hann mínútur sínar í ótrúlegum 4-3 sigri á Úlfunum vel en hann lagði upp glæsilegt sigurmark Kobbie Mainoo í uppbótartíma. Omari Forson is in frame for his first #MUFC start v Fulham after injury to Rasmus Hojlund. Training has featured Forson, 19, in a front three including Marcus Rashford + Alejandro Garnacho.After @AcademyScoop Some details on Forson as a player https://t.co/vfiK9KfRPL— Laurie Whitwell (@lauriewhitwell) February 23, 2024 Forson verður samningslaus í sumar og talið er að Ten Hag sé að spila honum frekar en til að mynda Amad og Antony í von m að Forson framlengi samning sinn á Old Trafford.
Fótbolti Enski boltinn Mest lesið Leyndarmáli ljóstrað upp þegar Heimir og Björn kvöddu Íslenski boltinn Aldrei meiri aldursmunur Enski boltinn Kvöddu húsið og Nablinn klifraði í kveðjuskyni Körfubolti Leikmenn kusu Patrick og Guðmund Íslenski boltinn Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Formúla 1 „Þolinmæðisverk á móti liði eins og Norður-Írlandi“ Fótbolti Sjáðu ískaldan Kolbein skora dýrmætt mark Fótbolti Albert og Kean náðu að tryggja Fiorentina stig Fótbolti Tryggvi lykilmaður í sigri Bilbao Körfubolti Sjáðu bananabombu Antons Loga og önnur síðustu mörk tímabilsins Íslenski boltinn Fleiri fréttir Aldrei meiri aldursmunur Matty Cash afgreiddi City Eitt mark dugði og Skytturnar enn á toppnum Fimmta tapið í síðustu sex hjá Liverpool Rauðu djöflarnir unnu þriðja deildarsigurinn í röð Sunderland kom til baka gegn Chelsea og dramatík í Newcastle Sjáðu mörkin í verstu byrjun Hamranna í hálfa öld Leeds afgreiddi West Ham Sheffield Wednesday stefnir í gjaldþrot Sjáðu af hverju vörn Arsenal er í algjörum sérflokki „Þetta hafa verið erfiðir tímar fyrir okkur alla“ Stjarna Manchester City hætti næstum því í fótbolta Mo Salah fjarlægði nafn Liverpool af miðlum sínum Fantasýn: Tvær gátur og svarið að losa sig við Pedro Var nálægt því að hætta og fara í körfubolta Langþráður sigur með nýtt kerfi en Slot áhyggjufullur Vikan grískur harmleikur fyrir gríska eigandann Arsenal með langbestu vörn Evrópu Púllarar í ferðaveseni: „Þetta er engin afsökun“ Rýndu í lið Bjarna og Guðlaugs: „Eins og í formannsslagnum um árið“ Framlengdu í leyni eftir bannið Albert valdi leikmenn Man. United sem hann þolir ekki Ekki með allt þetta fína en ótrúlega tölfræði Klopp útskýrði af hverju hann hafnaði Man. Utd Dyche snýr aftur í enska boltann Bruno segir að stuðningsfólk Liverpool hafi hjálpað United-liðinu Sagðir vilja kaupa Man United með hjálp Beckham eða Cantona West Ham enn stigalaust á heimavelli á leiktíðinni Klopp útilokar ekki endurkomu til Liverpool: Það er mögulegt Sonur Stuart Pearce lést í slysi Sjá meira