Enski boltinn

Höjlund frá keppni í nokkrar vikur

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Rasmus Höjlund skorar ekki mörk fyrir Manchester United á næstunni.
Rasmus Höjlund skorar ekki mörk fyrir Manchester United á næstunni. EPA-EFE/ADAM VAUGHAN

Rasmus Höjlund hefur raðað inn mörkum í síðustu leikjum Manchester United en hann skorar ekki mörk á næstunni.

Manchester United sagði frá því á heimasíðu sinni að danski framherjinn verði frá keppni næstu vikurnar vegna meiðsla.

United talar um tvær til þrjár vikur í frétt á miðlum sínum.

Þetta er mikið áfall fyrir United liðið sem hefur unnið fimm leiki í röð og ekki síst vegna framlags Danans.

Höjlund hefur skorað í sex síðustu deildarleikjum Manchester United og varð sá yngsti í sögu ensku úrvalsdeildarinnar til að ná því.

Hann var lengi í gang og var farinn að pirra stuðningsmenn félagsins en eftir frábæra frammistöðu að undanförnu þá eru þetta mjög svekkjandi fréttir fyrir United fólk.

Fyrsti leikurinn sem Höjlund missir af er á móti Fulham í ensku úrvalsdeildinni á morgun.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×