„Lítil atriði sem við getum bætt og munum bæta“ Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 23. febrúar 2024 17:27 Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu. VÍSIR/HULDA MARGRÉT Þorsteinn Halldórsson, þjálfari íslenska kvennalandsliðsins í knattspyrnu, var nokkuð jákvæður eftir 1-1 jafntefli liðsins gegn Serbíu í fyrri leik liðanna í umspili um áframhaldandi veru í A-deild Þjóðadeildarinnar. „Þetta er bara fyrri leikurinn og nú snýst þetta raunverulega bara um það að vera klár í seinni leikinn. Við byrjum undirbúning fyrir það bara í kvöld og förum að koma líkamanum alveg í lag til að vera klár á þriðjudaginn,“ sagði Þorsteinn í viðtali við RÚV í leikslok. „Aðalmálið í svona tveggja leikja einvígi er að þú sért í þeirri stöðu að þú eigir alltaf góðan séns á því að koma þér áfram og þannig stöðu erum við í í dag.“ Serbneska liðið var líklegra til að stela sigrinum stærstan hluta leiksins, en Þorsteinn segir þó að það hafi ekki verið heppni sem sá til þess að íslensku stelpurnar sluppu með jafntefli. „Auðvitað fenu þær einhver færi, en í rauninni ekkert opið færi. Þetta voru einhver skot fyrir utan teig fannst mér. En auðvitað var þetta ekkert besti leikurinn okkar, það er ekkert hægt að fara í grafgötur með það. En mér finnst við ekki vera í neinum stórkostlegum vandræðum. Aðalvesenið á okkur var að koma boltanum almennilega í spil þegar við vorum að vinna hann og við vorum að tapa honum of fljótt. Það vantaði yfirvegun á boltann og þær héldu okkur svolítið niðri af því að við vorum að rembast eitthvað. Við hreinsuðum mjög illa stundum og náðum aldrei að koma honum almennilega í burtu. Það voru svona lítil atriði sem við getum bætt og munum bæta.“ Íslenska liðið hefur nú þrjá daga til að undirbúa sig fyrir seinni leik liðanna sem fram fer á Kópavogsvelli næstkomandi þriðjudag. „Við förum yfir leikinn og skoðum það sem þarf að laga. Svo bara vinnum við í því að finna lausnir við því,“ sagði Þorsteinn að lokum. Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Þetta var svolítið mikið bara eitthvað“ Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir var ekki nógu sátt með spilamennsku íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Serbum í umspili um áframhaldandi veru í A-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 23. febrúar 2024 17:15 Umfjöllun: Serbía - Ísland 1-1 | Stelpurnar okkar náðu ekki að nýta liðsmuninn Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli er liðið mætti því serbneska í fyrri leik liðanna í umspili um hvort þeirra heldur sér í A-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 23. febrúar 2024 16:57 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira
„Þetta er bara fyrri leikurinn og nú snýst þetta raunverulega bara um það að vera klár í seinni leikinn. Við byrjum undirbúning fyrir það bara í kvöld og förum að koma líkamanum alveg í lag til að vera klár á þriðjudaginn,“ sagði Þorsteinn í viðtali við RÚV í leikslok. „Aðalmálið í svona tveggja leikja einvígi er að þú sért í þeirri stöðu að þú eigir alltaf góðan séns á því að koma þér áfram og þannig stöðu erum við í í dag.“ Serbneska liðið var líklegra til að stela sigrinum stærstan hluta leiksins, en Þorsteinn segir þó að það hafi ekki verið heppni sem sá til þess að íslensku stelpurnar sluppu með jafntefli. „Auðvitað fenu þær einhver færi, en í rauninni ekkert opið færi. Þetta voru einhver skot fyrir utan teig fannst mér. En auðvitað var þetta ekkert besti leikurinn okkar, það er ekkert hægt að fara í grafgötur með það. En mér finnst við ekki vera í neinum stórkostlegum vandræðum. Aðalvesenið á okkur var að koma boltanum almennilega í spil þegar við vorum að vinna hann og við vorum að tapa honum of fljótt. Það vantaði yfirvegun á boltann og þær héldu okkur svolítið niðri af því að við vorum að rembast eitthvað. Við hreinsuðum mjög illa stundum og náðum aldrei að koma honum almennilega í burtu. Það voru svona lítil atriði sem við getum bætt og munum bæta.“ Íslenska liðið hefur nú þrjá daga til að undirbúa sig fyrir seinni leik liðanna sem fram fer á Kópavogsvelli næstkomandi þriðjudag. „Við förum yfir leikinn og skoðum það sem þarf að laga. Svo bara vinnum við í því að finna lausnir við því,“ sagði Þorsteinn að lokum.
Landslið kvenna í fótbolta Þjóðadeild kvenna í fótbolta Tengdar fréttir „Þetta var svolítið mikið bara eitthvað“ Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir var ekki nógu sátt með spilamennsku íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Serbum í umspili um áframhaldandi veru í A-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 23. febrúar 2024 17:15 Umfjöllun: Serbía - Ísland 1-1 | Stelpurnar okkar náðu ekki að nýta liðsmuninn Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli er liðið mætti því serbneska í fyrri leik liðanna í umspili um hvort þeirra heldur sér í A-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 23. febrúar 2024 16:57 Mest lesið Féll úr skíðalyftu og lést Fótbolti Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Íslenski boltinn Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Íslenski boltinn Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Fótbolti Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Dreymir enn um Evrópu: „Ekki tilbúin að borga það sama“ Sport Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Kærður af knattspyrnusambandinu Enski boltinn Fleiri fréttir Goðsögn fallin frá Zidane sá soninn spila á Afríkumótinu Hótað brottrekstri ef hann færi ekki á börurnar Kærður af knattspyrnusambandinu Bestu jólamörkin: Drogba, Scholes eða Giroud? Býst ekki við að spila aftur fyrir landsliðið Féll úr skíðalyftu og lést Kynntu Sigurð á slaginu sex á aðfangadag Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Kongóliðar byrja á sigri Sjá meira
„Þetta var svolítið mikið bara eitthvað“ Landsliðskonan Sveindís Jane Jónsdóttir var ekki nógu sátt með spilamennsku íslenska kvennalandsliðsins í fótbolta eftir 1-1 jafntefli gegn Serbum í umspili um áframhaldandi veru í A-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 23. febrúar 2024 17:15
Umfjöllun: Serbía - Ísland 1-1 | Stelpurnar okkar náðu ekki að nýta liðsmuninn Íslenska kvennalandsliðið í fótbolta gerði 1-1 jafntefli er liðið mætti því serbneska í fyrri leik liðanna í umspili um hvort þeirra heldur sér í A-deild Þjóðadeildarinnar í dag. 23. febrúar 2024 16:57