Þjóðadeild kvenna í fótbolta

Fréttamynd

„Mikil­vægt fyrir hópinn að fá þessa sigur­til­finningu“

Íslenska kvennalandsliðið í knattspyrnu mætir Norður-Írlandi á morgun í seinni umspilsleik liðanna um sæti í A-deild í næstu Þjóðadeild. Sandra María Jessen og liðsfélagar hennar í íslenska landsliðinu eru í góðum málum eftir 2-0 sigur á útivelli í fyrri leiknum.

Fótbolti
Fréttamynd

Afar stolt eftir tapið gegn Ís­landi

Þrátt fyrir algjöra yfirburði og 2-0 sigur Íslands gegn Norður-Írlandi í Ballymena í gærkvöld, í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar í fótbolta, var þjálfari Norður-Íra hæstánægður með sína leikmenn.

Fótbolti
Fréttamynd

Sau­tján ára ný­liði í lands­liðinu

Þrír nýliðar eru í íslenska kvennalandsliðinu í fótbolta sem mætir Norður-Írlandi í tveimur leikjum í umspili um sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar síðar í þessum mánuði. Meðal þeirra er sautján ára leikmaður FH, Thelma Karen Pálmadóttir.

Fótbolti
Fréttamynd

„Reynt að halda væntingum niðri og ég spyr mig af hverju?“

Helena Ólafs­dóttir, fyrr­verandi lands­liðsþjálfari ís­lenska kvenna­lands­liðsins í fót­bolta og fót­boltasér­fræðingur gerir þá kröfu að liðið komist upp úr riðli sínum á komandi Evrópumóti. Hún væri til í að hafa séð fastari skorður á liðinu og kallar eftir meiri ák­efð frá leik­mönnum þess.

Fótbolti
Fréttamynd

Eng­land verður án þriggja Evrópumeistara á EM

England er ríkjandi Evrópumeistari kvenna og stefnir á að verja titilinn í Sviss í sumar, en mun gera það án þriggja lykilleikmanna liðsins frá síðasta móti. Miðjumaðurinn Fran Kirby er hætt með landsliðinu og miðvörðurinn Millie Bright hefur dregið sig úr hópnum. Þær tvær tilkynntu ákvörðun sína í dag, nokkrum dögum eftir að markmaðurinn Mary Earps hætti með landsliðinu.

Fótbolti
Fréttamynd

„Þær gerðu vel á móti vindi“

Sveindís Jane Jónsdóttir segir Ísland hafa lítið getað gert í mótvindi en hrósaði Frökkunum fyrir þeirra frammistöðu á móti vindinum. 2-0 tapið þótti henni leiðinlegt, en skipti á endanum ekki miklu máli.

Fótbolti
Fréttamynd

„Rangstaða og hefði ekki staðið með VAR“

Glódís Perla Viggósdóttir segir mörkin sem Ísland fékk á sig í 2-0 tapinu gegn Frakklandi mjög pirrandi. Hún tapaði hlutkestinu þriðja leikinn í röð á Laugardalsvelli og þótti vont að spila á móti vindi í seinni hálfleik.

Fótbolti