Erlent

Tvær al­var­legar hliðar­verkanir fundust í viða­mikilli rann­sókn

Hólmfríður Gísladóttir skrifar
Rannsóknin náði til 99 milljón einstaklinga.
Rannsóknin náði til 99 milljón einstaklinga. Getty/Chaiwat Subprasom

Niðurstöður rannsóknar sem náði til 99 milljón einstaklinga sem voru bólusettir gegn Covid-19 staðfesta hversu sjaldgæfar alvarlegar hliðarverkanir bóluefnanna eru.

Tvær nýjar alvarlegar en afar sjaldgæfar hliðarverkanir fundust hins vegar einnig.

Rannsóknin var unnin af Global Vaccine Data Network og náði til Ástralíu, Argentínu, Kanada, Danmerkur, Finnlands, Frakklands, Nýja-Sjálands og Skotlands. Vísindamennirnir sem stóðu að rannsókninni segja hana sýna fram á hversu sjaldgæfar alvarlegar hliðarverkanir eru.

Sýnt var fram á áður þekkt tengsl bólusetninga með mRNA bóluefnum Pfizer og Moderna og hjartavöðvabólgu og gollurhúsbólgu. Þá fundust einnig tengsl milli Guillain-Barré sjúkdómsins og stokkasega, tegund blóðtappa í heila, og bóluefnisins frá AstraZeneca.

Þá fundust tvær nýjar og alvarlegar en afar sjaldgæfar hliðarverkanir AztraZeneca bóluefnisins; bráð og dreifð heila- og mænubólga og þverrofs mænubólga.

Vísindamennirnir segja þessar sjaldgæfu aukaverkanir ekki greinast fyrr en milljónir hafa verið bólusettar en tíðni bráðrar og dreifðrar heila- og mænubólgu eru 0,78 tilfelli á hverja milljón einstaklinga og þverrofs mænubólgu 1,82 tilfelli.

Báðar aukaverkanirnar eru alvarlegar en fólk nær venjulega bata, segja sérfræðingarnir. Þá benda þeir á að margar hliðaverkanir bóluefnanna séu einnig fylgifiskar Covid-sýkingar og algengari sem slíkir.

Guardian greindi frá.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×