Íslenski boltinn

Formannsframbjóðendur í Pallborðinu

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Vignir, Guðni og Þorvaldur verða í Pallborðinu í dag.
Vignir, Guðni og Þorvaldur verða í Pallborðinu í dag.

Pallborðið verður á Vísi klukkan 14.00 í dag og að þessu sinni mæta mennirnir sem berjast um formannsstólinn hjá KSÍ.

Ársþing KSÍ fer fram um næstu helgi og þar sem Vanda Sigurgeirsdóttir hefur ákveðið að stíga til hliðar verður kosið um nýjan formann.

Þrír eru í framboði. Það eru Guðni Bergsson, fyrrum formaður KSÍ. Þorvaldur Örlygsson, rekstrarstjóri knattspyrnudeildar Stjörnunnar, og Vignir Már Þormóðsson, fyrrum formaður knattspyrnudeildar KA og stjórnarmaður hjá KSÍ til margra ára.

Umsjón þáttarins er í höndum Henrys Birgis Gunnarssonar og hefst hann eins og áður segir klukkan 14.00.

Í þættinum verður hulunni einnig svipt af skoðanakönnun íþróttadeildar meðal aðildarfélaga KSÍ þannig að frambjóðendur ættu að fá ágæta mynd af því í þættinum hvernig þeir standa í kapphlaupinu um formannsstólinn.
Fleiri fréttir

Sjá meira


×