Veður

Snjóar norðan­til og hvessir all­hressi­lega

Atli Ísleifsson skrifar
Norðanáttin verður ríkjandi í dag og á morgun.
Norðanáttin verður ríkjandi í dag og á morgun. Vísir/Vilhelm

Djúp lægð skammt vestur af landinu þokast nú til suðvesturs og kemur smálægð úr norðaustri í kjölfar hennar. Veðurstofan gerir ráð fyrir að það snjói um norðanvert landið í dag og hvessi allhressilega norðvestantil.

Í hugleiðingum veðurfræðings segir að það verði minnkandi úrkoma seinnipartinn á Norðausturlandi og einnig norðvestantil í kvöld. Annars staðar verða él á stangli.

„Í gildi eru gular veðuviðvarniar fyrir Vestfirði, Strandir og Norðurland vestra frá hádegi og fram á nótt.

Norðanáttin heldur síðan velli á morgun, föstudag, hægari þó með éljum víða um land, einkum um landið norðan- og austanvert.“

Gert er ráð fyrir minnkandi úrkomu í kvöld. Veðurstofan

Veðurhorfur á landinu næstu daga

Á föstudag: Norðan og norðaustan 8-15 m/s og él, en bjartviðri um landið sunnanvert. Hiti kringum frostmark, en fer kólnandi um kvöldið.

Á laugardag: Norðan 5-10 m/s, en hvassari norðvestanátt austast. Dálítil él á Norður- og Austurlandi og allra syðst, en annars léttskýjað. Frost 1 til 12 stig, kaldast inn til landsins.

Á sunnudag: Suðvestlæg átt, talsvert frost og þykknar smám saman upp, dálítil snjókoma eða slydda og jafnvel rigning vestanlands um kvöldið og hlýnar þar.

Á mánudag: Suðlæg átt með rigningu og mildu veðri, en úrkomulíitð norðaustantil.

Á þriðjudag: Snýst í norðlæga átt með snjókomu eða éljum fyrir norðan og ört kólnandi veður.

Á miðvikudag: Útlit fyrir austlæga eða breytilega átt, víða þurrt og kalt í veðri.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×