Leikskólarnir aldrei þurft að loka deild eftir styttingu dvalartíma Bjarki Sigurðsson skrifar 15. febrúar 2024 15:20 Ásdís Kristjánsdóttir, bæjarstjóri Kópavogs. Vísir/Vilhelm Eftir að Kópavogsbær tók upp fyrirkomulag þar sem leikskóladvöl barna er gjaldfrjáls sex tíma á dag hefur enginn leikskóli í sveitarfélaginu þurft að loka deild fyrr en venjulega vegna manneklu. Nú er minnihluti barna þar í leikskólanum átta tíma á dag eða lengur. Breytingin tók gildi síðasta haust en meðal þess sem fólst í henni var að leikskóli varð gjaldfrjáls í sex klukkustundir, sveigjanleiki við skráningu dvalarstunda var aukinn og afsláttur af leikskólagjöldum var tekjutengdur. Færri en helmingur í átta tíma eða lengur Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að þetta fyrsta misseri eftir að breytingarnar tóku gildi hafi meðal dvalartími barna farið úr 8,1 klukkustund í 7,5. Þá er hlutfall barna sem eru í átta tíma dvöl farið úr 85 prósentum í 49 prósent í janúar á þessu ári. „Foreldrar og forsjáraðilar 46 prósenta barna hafa stytt dvalartíma barna sinna. Enginn leikskóli í Kópavogi hefur þurft að loka deildum það sem af er skólaárinu. Er um mikla breytingu að ræða en skólaárið 2022-2023 voru 212 tilvik þar sem loka þurfti deild,“ segir í tilkynningunni. Starfsfólk og foreldrar ánægðir Nýlega var lögð fram könnun fyrir foreldra og forsjáraðila leikskólabarna í Kópavogi og þar kemur fram að meirihluti þeirra telur sveigjanlega dvalartímann jákvæðan fyrir skipulag fjölskyldunnar. Þá er starfsfólk ánægt með breytingarnar, meirihluti þeirra upplifir betri starfsanda og minna álag. „Breytingarnar hafa skilað góðum árangri. Ekki hefur þurft að loka leikskólum vegna manneklu, dvalartími barna hefur styst sem dregur úr áreiti og álagi á bæði börn og starfsfólk. Betur gengur að manna leikskóla og flestir leikskólar eru fullmannaðir. Meðal þess sem vekur athygli er að tekjulægri heimili eru almennt ánægð með breytingarnar og eru líklegri til þess að nýta sér sveigjanlegri og styttri dvalartíma,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs í tilkynningunni. Kópavogur Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira
Breytingin tók gildi síðasta haust en meðal þess sem fólst í henni var að leikskóli varð gjaldfrjáls í sex klukkustundir, sveigjanleiki við skráningu dvalarstunda var aukinn og afsláttur af leikskólagjöldum var tekjutengdur. Færri en helmingur í átta tíma eða lengur Í tilkynningu frá Kópavogsbæ segir að þetta fyrsta misseri eftir að breytingarnar tóku gildi hafi meðal dvalartími barna farið úr 8,1 klukkustund í 7,5. Þá er hlutfall barna sem eru í átta tíma dvöl farið úr 85 prósentum í 49 prósent í janúar á þessu ári. „Foreldrar og forsjáraðilar 46 prósenta barna hafa stytt dvalartíma barna sinna. Enginn leikskóli í Kópavogi hefur þurft að loka deildum það sem af er skólaárinu. Er um mikla breytingu að ræða en skólaárið 2022-2023 voru 212 tilvik þar sem loka þurfti deild,“ segir í tilkynningunni. Starfsfólk og foreldrar ánægðir Nýlega var lögð fram könnun fyrir foreldra og forsjáraðila leikskólabarna í Kópavogi og þar kemur fram að meirihluti þeirra telur sveigjanlega dvalartímann jákvæðan fyrir skipulag fjölskyldunnar. Þá er starfsfólk ánægt með breytingarnar, meirihluti þeirra upplifir betri starfsanda og minna álag. „Breytingarnar hafa skilað góðum árangri. Ekki hefur þurft að loka leikskólum vegna manneklu, dvalartími barna hefur styst sem dregur úr áreiti og álagi á bæði börn og starfsfólk. Betur gengur að manna leikskóla og flestir leikskólar eru fullmannaðir. Meðal þess sem vekur athygli er að tekjulægri heimili eru almennt ánægð með breytingarnar og eru líklegri til þess að nýta sér sveigjanlegri og styttri dvalartíma,“ er haft eftir Ásdísi Kristjánsdóttur, bæjarstjóra Kópavogs í tilkynningunni.
Kópavogur Leikskólar Skóla - og menntamál Mest lesið Lögregla leitar manns Innlent Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Innlent NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Innlent Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Erlent Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Innlent Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Erlent Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Innlent Svona verður Sæbraut í stokki Innlent Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Erlent Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Innlent Fleiri fréttir Lítil hreyfing á fylgi stjórnmálaflokkanna Lögregla leitar manns Verði bylting að geta fylgst með námsframvindu barna í rauntíma NEL tekur fyrir mál fjölskyldu Sigurðar Kristófers í júní Fólki sé vel treystandi til að fá sér bjór á íþróttaviðburðum Græddu á hjólinu í fyrra og vilja endurtaka leikinn Svona verður Sæbraut í stokki Súkkulaði sviðakjammar rjúka út á Selfossi Fær þyngri dóm fyrir að nauðga konu, taka það upp og senda henni Margt sem hægt sé að læra af Svíum í baráttunni gegn mansali Mál hættulegra fyrrverandi fanga endi alltaf eins Þjónusta hjálparsímans tryggð Mannskæður eldsvoði, garður ofan á Sæbraut og sviðakjammakaka Ákærður fyrir að ráðast á leigubílstjóra Grímur sjálfkjörinn í sæti Ingvars Tæp tvö þúsund ný leikskólapláss í Reykjavík á næstu fimm árum Einn lést í brunanum á Hjarðarhaga Alvarlega særður en ekki í lífshættu eftir árás í Úlfarsárdal Blanda af „Mikka mús og íþróttaálfinum“ ógni lýðheilsu Sakar Guðrúnu um sjúklega þráhyggju Stokkur fjarlægi gjána sem skilji að Vogahverfin Hættir að taka krókinn um Háaleitisbraut og Miklubraut Vildu að skikkjan yrði rifin af öxlum Ómars Fjórtán ára piltur grunaður um að leggja hníf að hálsi annars við Hvaleyrarvatn „Þar sem vændi þrífst þar þrífst líka mansal“ Útburður manns úr Bríetartúni dreginn til baka Mjög alvarlegt tilfelli Viðbúnaður í Vesturbæ og nikótínumræður á Alþingi Guðrún segir ríkisstjórnina slá skjaldborg um Flokk fólksins Skera niður til að mæta launahækkunum Sjá meira