Fótbolti

Svona var blaða­manna­fundur Þor­steins

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og stöllur hennar í íslenska landsliðinu mæta Serbíu í tveimur leikjum síðar í mánuðinum.
Karólína Lea Vilhjálmsdóttir og stöllur hennar í íslenska landsliðinu mæta Serbíu í tveimur leikjum síðar í mánuðinum. getty/Michael Steele

Vísir var með beina útsendingu frá blaðamannafundi KSÍ þar sem hópur kvennalandsliðsins í fótbolta fyrir umspilsleiki gegn Serbíu var kynntur.

Fundurinn hófst klukkan 13:00 en útsendingu frá honum má sjá í spilaranum hér fyrir neðan.

Klippa: Blaðamannafundur KSÍ

Ísland mætir Serbíu í tveimur leikjum um það hvort liðið heldur sér í A-deild Þjóðadeildarinnar. Fyrri leikurinn fer fram í Serbíu föstudaginn 23. febrúar og sá seinni á Kópavogsvelli fjórum dögum síðar.

Sigurvegarinn í einvíginu heldur sæti sínu í A-deild Þjóðadeildarinnar en tapliðið fellur í B-deildina.

Hóp íslenska liðsins fyrir leikina gegn Serbíu má sjá hér fyrir neðan.

Markverðir:

  • Telma Ívarsdóttir - Breiðablik - 9 leikir
  • Fanney Inga Birkisdóttir - Valur - 1 leikur
  • Aldís Guðlaugsdóttir - FH

Aðrir leikmenn:

  • Guðný Árnadóttir - AC Milan - 25 leikir
  • Ingibjörg Sigurðardóttir - MSV Duisburg - 57 leikir
  • Glódís Perla Viggósdóttir - Bayern Munich - 120 leikir, 10 mörk
  • Guðrún Arnardóttir - FC Rosengard - 33 leikir, 1 mark
  • Arna Sif Ásgrímsdóttir - Valur - 19 leikir, 1 mark
  • Sædís Rún Heiðarsdóttir - Vålerenga Fotball - 5 leikir
  • Sandra María Jessen - Þór/KA - 38 leikir, 6 mörk
  • Berglind Rós Ágústsdóttir - Valur - 9 leikir, 1 mark
  • Alexandra Jóhannsdóttir - ACF Fiorentina - 39 leikir, 4 mörk
  • Hildur Antonsdóttir - Fortuna Sittard - 10 leikir, 1 mark
  • Lára Kristín Pedersen - Fortuna Sittard - 3 leikir
  • Karólína Lea Vilhjálmsdóttir - Bayern Leverkusen - 35 leikir, 9 mörk
  • Selma Sól Magnúsdóttir - 1. FC Nürnberg - 34 leikir, 4 mörk
  • Amanda Jacobsen Andradóttir - Valur - 17 leikir, 2 mörk
  • Bryndís Arna Níelsdóttir - Växjö DFF - 3 leikir
  • Sveindís Jane Jónsdóttir - Wolfsburg - 32 leikir, 8 mörk
  • Hlín Eiríksdóttir - Kristianstads DFF - 32 leikir, 4 mörk
  • Hafrún Rakel Halldórsdóttir - Bröndby IF - 10 leikir, 1 mark
  • Diljá Ýr Zomers - OH Leuven - 10 leikir, 1 mark
  • Ólöf Sigríður Kristinsdóttir - Breiðablik - 4 leikir, 2 mörk



Fleiri fréttir

Sjá meira


×