Erlent

Ráðast enn og aftur á Húta

Magnús Jochum Pálsson skrifar
Ríkisstjórn Joe Biden, Bandaríkjaforseta, hefur búið sig undir langvarandi aðgerðir gegn Hútum sem hafa ráðist á flutningaskip í Rauðahafi og Adenflóa. 
Ríkisstjórn Joe Biden, Bandaríkjaforseta, hefur búið sig undir langvarandi aðgerðir gegn Hútum sem hafa ráðist á flutningaskip í Rauðahafi og Adenflóa.  AP/New York Times/Doug Mills

Bandaríkin og Bretland gerðu loftárásir á Húta í Jemen í dag í nýjustu bylgju aðgerða til að fella vígahópa sem eru studdir af Írönum.

Þetta er í þriðja sinn sem löndin tvö ráðast í sameiginleg aðgerð gegn Hútum og varpa sprengjum á sprengjuvörpur, ratsjárstöðvar og dróna þeirra. 

Loftárásunum er ætlað að senda skýr skilaboð til Írana sem hafa fjármagnað, vopnvætt og þjálfað fjölda vígahópa á víð og dreif um Mið-Austurlönd.

Árásirnar fylgja í kjölfar loftárása Bandaríkjahers á Írak og Sýrland á föstudag sem beindust að vígahópum studdum af Írönum og írönskum byltingarvarðasveitum. 

Þær loftárásir voru svar við drónaárás sem var þremur bandarískum hermönnum að bana í Jórdaníu síðustu helgi.

Hluti af aðgerðum gegn Hútum

Árásirnar í dag beindust að 36 skotmörkum á þrettán mismunandi stöðum og var þeim skotið úr herskipum  og bardagaþotum. 

Ólíkt árásunum á föstudag voru þessar árásir hluti af stærri sjálfsvarnaraðgerðum gegn Hútum vegna linnulausra dróna- og loftárása þeirra á flutningaskip í Rauðahafi og Adenflóa.

Lloyd Austin, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, sagði að hernaðaraðgerðirnar, sem eru studdar af Ástralíu, Barein, Kanada, Danmörku, Hollandi og Nýja-Sjálandi, sendu „skýrt svar til Húta um að þeir myndu finna fyrir frekari afleiðingum ef þeir hættu ekki ólöglegum árásum á alþjóðleg flutningaskip og herskip.“


Tengdar fréttir

Réðust aftur gegn Hútum í Jemen í nótt

Bandaríkjamenn og Bretar skutu aftur á skotmörk í Jemen sem þeir telja tengjast Hútum. Í tilkynningu frá varnarmálaráðuneyti Bandaríkjanna í Pentagon í gær kom fram að skotið hefði verið á átta skotmörk.

Hútar hóta hefndum

Hútar hóta hefndaraðgerðum vegna sprengjuárásum sem gerðar voru af Bretlandi og Bandaríkjunum í gærnótt. Tugþúsundir komu saman í Sana höfuðborg landsins til að mótmæla og krefjast aðgerða.

Munu svara á­rásum Breta og Banda­ríkja­manna

Hútar í Jemen hafa lofað því að bregðast við loftárásum Breta og Bandaríkjamanna af hörku. Þá hafa þeir einnig lofað því að áfram árásum sínum á skip í Rauðahafinu sem þeir segja til stuðnings Palestínumönnum gegn Ísraelum.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×