Segir vísindamenn komna með fingurna á erfðavísi langlífis Oddur Ævar Gunnarsson skrifar 1. febrúar 2024 15:29 Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar. Vísir/Vilhelm Kári Stefánsson, forstjóri Íslenskrar erfðagreiningar, segir að í fyrsta sinn séu vísindamenn á réttri leið við að finna erfðavísa sem hafi áhrif á getu fólks til þess að verða gamalt. Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem Kári var gestur. Kári verður meðal fyrirlesara á UT messunni um helgina í Eldborg í Hörpu. Þar er ódauðleikinn til umræðu og spurningunni velt upp hvort tæknin geti læknað dauðann. Spurningin um ódauðleika kjánaleg og barnaleg „Menn koma til með að halda áfram að deyja. Menn fæðast með töluverða getu til þess og dauði einstaklingsins er nauðsynlegur til þess að dýrategundin lifi það af, þannig að við skulum vona að tæknin búi ekki til neinn ódauðleika, vegna þess að þá útrýmumst við,“ segir Kári. „Þetta er flókið, vegna þess að ef það tekst að láta okkur lifa um mjög langan tíma þá hættir að vera pláss fyrir næstu kynslóð og næsta kynslóð er nauðsynleg til þess að dýrategundin geti aðlagast umhverfi sem er sífellt að breytast.“ Hann segir að sér þyki spurningin um ódauðleika kjánaleg og um leið ævintýralega barnaleg, þó að henni hafi verið spurt margoft. Þá hafi hann orðið var við það að sífellt séu að spretta upp fyrirtæki út í heimi sem ætlað sé að finna upp eitthvað sem geti aukið langlífi fólks. „Og venjulega eru það fyrirtæki sem eru stofnuð af mjög auðugum mönnum sem eru komnir yfir miðjan aldur.“ Geta metið líffræðilegan aldur Kári segir menn lengi hafa velt því fyrir sér hvað það er sem gerir það að verkum að menn eldist. Í fyrsta sinn séu menn með aðferð til að meta nokkuð nákvæmlega líffræðilegan aldur fólks. „Og hugmyndin er þá að bera saman annars vegar þinn raunverulega aldur og líffræðilegan aldur og ef líffræðilegur aldur þinn er meiri heldur en aldur talinn í árum, þá er eitthvað slæmt að gerast.“ Stóra spurningin hvað sé verið að erfa Kári segir að einni fyrstu rannsókninni sem Íslensk erfðagreining hafi gert á sínum tíma hafi verið ætlað að svara spurningunni um það hvort langlífi erfist. „Við tókum alla Íslendinga sem urðu 90 ára og eldri í margar kynslóðir og spurðum spurningarinnar: Er þetta fólk skyldara hvort öðru heldur en fólk almennt? Og svarið var já. Það var töluvert skyldara hvort öðru heldur en fólk almennt. Sem þýðir að það er erfðaþáttur í getunni að verða 90 ára gamall, vegna þess að þetta nær yfir heila þjóð og margar kynslóðir.“ Kári segir að þá sé stóra spurningin sú hvað það er sem viðkomandi er að erfa? Er verið að forðast sjúkdómagen eða er viðkomandi að forðast eitthvað neikvætt? „Ef þetta hefði verið getan til þess að forðast sjúkdómagenin þá væru erfðirnar mjög mjög flóknar, af því að sjúkdómagenin eru svo mörg. Ef þú værir að erfa einhvern einn eiginleika, þá væru erfðirnar mjög einfaldar og það reyndist vera mjög einfaldar erfðir, sem bendir til þess að í hverri fjölskyldu fyrir sig, þá erfist getan til þess að verða gamall í einum erfðavísi eða mjög fáum.“ Næsta spurningin sé sú, að ef viðkomandi erfi langlífi, hvenær byrjar það að gagnast honum? Kári segir að ef annað foreldra varð 90 ára og eldra þá séu líkurnar á að viðkomandi deyi innan árs tölfræðilega minni heldur en ef báðir foreldrar létust fyrir nírætt, þegar viðkomandi er orðinn 67 ára gamall. „Þannig við sýndum fram á að langlífi erfist, að það erfist á tiltölulega einfaldan hátt og ef þú hefur erft það þá byrjar það að gagnast þér þegar þú ert 67 ára gamall. Síðan þá höfum við verið á bólakafi að leita að því hvað það er í erfðamenginu sem hefur áhrif á getu þína til að verða dálítið gamall. Núna í fyrsta sinn lítur út fyrir að við séum á réttri leið,“ segir Kári. „Þannig að mér finnst líklegt að við séum komnir með fingurnar á halann á erfðavísi sem hefur áhrif á langlífi. En það þýðir ekki að það sé einhver aðstaða eða möguleiki á því að láta menn verða býsna gamla. Ég held að það sé ólíklegt að meðalaldur dýrategundar okkar verði nokkurn sinnum meiri en hundrað ár.“ Þak á getu mannsins til að lifa lengi Kári segir að margt bendi til þess að það sé ákveðið þak til staðar á getu mannsins til þess að lifa lengi. Hann efast um að maðurinn muni lifa lengur en að jafnaði til um hundrað ára. „Ég held að það þak markist að mestu leyti af getu heilans til þess að halda áfram að starfa þannig að hann geti viðhaldið þér. Það er að segja, það eru mjög stórar taugafrumur í heilanum sem er mjög dýrt og erfitt að halda lifandi, svo ég reikna með því að meðal annars þær geri það að verkum að við getum ekki ýtt þessum meðalaldri mikið umfram hundrað ár.“ Vísindi Íslensk erfðagreining Heilsa Bítið Langlífi Eldri borgarar Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Sjá meira
Þetta er meðal þess sem fram kom í Bítinu á Bylgjunni í morgun þar sem Kári var gestur. Kári verður meðal fyrirlesara á UT messunni um helgina í Eldborg í Hörpu. Þar er ódauðleikinn til umræðu og spurningunni velt upp hvort tæknin geti læknað dauðann. Spurningin um ódauðleika kjánaleg og barnaleg „Menn koma til með að halda áfram að deyja. Menn fæðast með töluverða getu til þess og dauði einstaklingsins er nauðsynlegur til þess að dýrategundin lifi það af, þannig að við skulum vona að tæknin búi ekki til neinn ódauðleika, vegna þess að þá útrýmumst við,“ segir Kári. „Þetta er flókið, vegna þess að ef það tekst að láta okkur lifa um mjög langan tíma þá hættir að vera pláss fyrir næstu kynslóð og næsta kynslóð er nauðsynleg til þess að dýrategundin geti aðlagast umhverfi sem er sífellt að breytast.“ Hann segir að sér þyki spurningin um ódauðleika kjánaleg og um leið ævintýralega barnaleg, þó að henni hafi verið spurt margoft. Þá hafi hann orðið var við það að sífellt séu að spretta upp fyrirtæki út í heimi sem ætlað sé að finna upp eitthvað sem geti aukið langlífi fólks. „Og venjulega eru það fyrirtæki sem eru stofnuð af mjög auðugum mönnum sem eru komnir yfir miðjan aldur.“ Geta metið líffræðilegan aldur Kári segir menn lengi hafa velt því fyrir sér hvað það er sem gerir það að verkum að menn eldist. Í fyrsta sinn séu menn með aðferð til að meta nokkuð nákvæmlega líffræðilegan aldur fólks. „Og hugmyndin er þá að bera saman annars vegar þinn raunverulega aldur og líffræðilegan aldur og ef líffræðilegur aldur þinn er meiri heldur en aldur talinn í árum, þá er eitthvað slæmt að gerast.“ Stóra spurningin hvað sé verið að erfa Kári segir að einni fyrstu rannsókninni sem Íslensk erfðagreining hafi gert á sínum tíma hafi verið ætlað að svara spurningunni um það hvort langlífi erfist. „Við tókum alla Íslendinga sem urðu 90 ára og eldri í margar kynslóðir og spurðum spurningarinnar: Er þetta fólk skyldara hvort öðru heldur en fólk almennt? Og svarið var já. Það var töluvert skyldara hvort öðru heldur en fólk almennt. Sem þýðir að það er erfðaþáttur í getunni að verða 90 ára gamall, vegna þess að þetta nær yfir heila þjóð og margar kynslóðir.“ Kári segir að þá sé stóra spurningin sú hvað það er sem viðkomandi er að erfa? Er verið að forðast sjúkdómagen eða er viðkomandi að forðast eitthvað neikvætt? „Ef þetta hefði verið getan til þess að forðast sjúkdómagenin þá væru erfðirnar mjög mjög flóknar, af því að sjúkdómagenin eru svo mörg. Ef þú værir að erfa einhvern einn eiginleika, þá væru erfðirnar mjög einfaldar og það reyndist vera mjög einfaldar erfðir, sem bendir til þess að í hverri fjölskyldu fyrir sig, þá erfist getan til þess að verða gamall í einum erfðavísi eða mjög fáum.“ Næsta spurningin sé sú, að ef viðkomandi erfi langlífi, hvenær byrjar það að gagnast honum? Kári segir að ef annað foreldra varð 90 ára og eldra þá séu líkurnar á að viðkomandi deyi innan árs tölfræðilega minni heldur en ef báðir foreldrar létust fyrir nírætt, þegar viðkomandi er orðinn 67 ára gamall. „Þannig við sýndum fram á að langlífi erfist, að það erfist á tiltölulega einfaldan hátt og ef þú hefur erft það þá byrjar það að gagnast þér þegar þú ert 67 ára gamall. Síðan þá höfum við verið á bólakafi að leita að því hvað það er í erfðamenginu sem hefur áhrif á getu þína til að verða dálítið gamall. Núna í fyrsta sinn lítur út fyrir að við séum á réttri leið,“ segir Kári. „Þannig að mér finnst líklegt að við séum komnir með fingurnar á halann á erfðavísi sem hefur áhrif á langlífi. En það þýðir ekki að það sé einhver aðstaða eða möguleiki á því að láta menn verða býsna gamla. Ég held að það sé ólíklegt að meðalaldur dýrategundar okkar verði nokkurn sinnum meiri en hundrað ár.“ Þak á getu mannsins til að lifa lengi Kári segir að margt bendi til þess að það sé ákveðið þak til staðar á getu mannsins til þess að lifa lengi. Hann efast um að maðurinn muni lifa lengur en að jafnaði til um hundrað ára. „Ég held að það þak markist að mestu leyti af getu heilans til þess að halda áfram að starfa þannig að hann geti viðhaldið þér. Það er að segja, það eru mjög stórar taugafrumur í heilanum sem er mjög dýrt og erfitt að halda lifandi, svo ég reikna með því að meðal annars þær geri það að verkum að við getum ekki ýtt þessum meðalaldri mikið umfram hundrað ár.“
Vísindi Íslensk erfðagreining Heilsa Bítið Langlífi Eldri borgarar Mest lesið Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Innlent Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Innlent Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Er Trump að gefast upp á Pútín? Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Innlent Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu Innlent „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Innlent 109 látnir og yfir 160 saknað Erlent Eyddu færslum spjallmennisins sem lofuðu Adolf Hitler Erlent Fleiri fréttir Bifhjólamaðurinn „mikið slasaður“ Alvarlegt mótorhjólaslys og Miklubraut lokað Ungt fólk notar frekar samfélagsmiðla en hefðbundna fréttamiðla Stór meirihluti þjóðarinnar hlynntur veiðigjaldafrumvarpinu „Þú ert mögulega búin að nota gagnaver 400 sinnum síðan í morgun“ Kjarnorkukafbátur í höfn í fyrsta sinn Ísland leggur til fólk í finnskar herstöðvar Fluttur á bráðamóttöku með áverka á höfði eftir líkamsárás Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Rúmlega 200 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Sjá meira