Innlent

Kona í gæslu­varð­haldi vegna and­láts barnsins

Jón Þór Stefánsson skrifar
Drengurinn fannst látinn í húsi við Nýbýlaveg.
Drengurinn fannst látinn í húsi við Nýbýlaveg. Vísir/Vilhelm

Kona um fimmtugt var úrskurðuð í gæsluvarðhald til miðvikudagsins 7. febrúar í Héraðsdómi Reykjaness í gærkvöldi. Það er vegna andláts sex ára drengs á Nýbýlavegi í Kópavogi í gærmorgun.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglu. Þar segir að gæsluvarðhaldið sé á grundvelli rannsóknarhagsmuna að kröfu lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu.

„Rannsókninni miðar vel, en um afar viðkvæmt mál er að ræða og mun lögreglan ekki tjá sig frekar um það að svo stöddu,“ segir í tilkynningu lögreglunnar.

Drengurinn fannst látin á heimili sínu á Nýbýlavegi í gærmorgun. Lögreglu barst tilkynning um hálf áttaleytið og var barnið látið þegar hana bar að garði.

Tengsl konunnar, sem er í gæsluvarðhaldi, við barnið liggja ekki fyrir að svo stöddu.

Faðir barnsins, sem er skráður til heimilis í húsnæðinu á Nýbýlavegi, hefur minnst sonar síns á samfélagsmiðlum. Fleiri fjölskyldumeðlimir hafa gert slíkt hið sama.

RÚV greinir frá því að drengurinn hafi verið nemandi í fyrsta bekk í Álfhólsskóla. Áfallateymi hefur verið virkjað vegna málsins.

Fréttin hefur verið uppfærð.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×