Grunaður skotmaður í Silfratjörn segist hafa mátað hanska útataða púðri Jón Þór Stefánsson skrifar 31. janúar 2024 09:43 Frá vettvangi málsins í Silfratjörn í Úlfarsársdal. Vísir/Arnar Maður hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald til 23. febrúar næstkomandi vegna skotárásarinnar sem framin var í Silfratjörn í Úlfarsárdal í byrjun nóvembermánaðar. Landsréttur hefur staðfest úrskurð héraðsdóms þess efnis og birt hann á vef sínum. Fram kemur í úrskurðinum að maðurinn sé grunaður um tilraun til manndráps, hættubrot og eignaspjöll. Hann er sagður hafa skotið úr bíl með byssu með níu millimetra hlaupi í átt að fjórum einstaklingum sem stóðu utandyra fyrir framan hús. Skot hafnaði í fæti eins þeirra, en sá hlaut ýmsa áverka við sköflung sem voru ekki lífshættulegir. Þá höfnuðu skot einnig í bíl og í íbúðarhúsnæði þar sem að fjögurra manna fjölskylda var sofandi. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir þessi meintu brot, sem og umferðarlagabrot sem tengjast málinu ekki að öðru leiti. Í kjölfar árásarinnar var greint frá því í fjölmiðlum að sjö hefðu verið handteknir vegna málsins, síðan voru sex úrskurðaðir í gæsluvarðhald, en í þeim hópi hefur síðan fækkað og í lok nóvember voru tveir eftir í gæsluvarðhaldi. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum, sem var kveðinn upp í gær, segir að lögregla hafi aflað upptaka í grennd við árásina og rakið ferðir mannsins og þeirra sem voru með honum. Fullyrt er að maðurinn þekkist á upptökum og að fyrir liggi framburðir um að hann hafi verið á vettvangi og skotið úr byssunni. Að því sem fram kemur í honum var maðurinn ekki einn í bílnum. Jafnframt kemur fram að maðurinn hafi fyrir árásina haft aðgang að skotvopni sambærilegu því sem er talið að hafi verið notað við árásina. Niðurstöður úr DNA rannsókn og púðurleyfarannsókn benda til þess að mikið var af púðurleyfum á peysu mannsins og á hönskum sem maðurinn klæddist samkvæmt DNA rannsókninni. Í skýrslu sem var tekin af manninum daginn eftir árásina kvaðst hann ekkert vita um málið. Hann sagði jafnframt að það kæmi lögreglu ekki við hvar hann hafi verið nóttina þegar árásin átti sér stað. Í annarri skýrslutöku nokkrum dögum síðar neitaði hann að mestu að tjá sig. Það var síðan í enn annarri skýrslutöku í þessum mánuði þar sem niðurstöður rannsóknanna voru bornar undir hann. Hann kvaðst hafa mátað hanskana en neitaði að tjá sig að öðru leyti. Maðurinn ber fyrir sig að hann hafi setið framsæti bílsins og vísar til framburðs eins brotaþola mannsins sem sagði að skotið hafi verið úr aftursæti bílsins. Bent er á að hanskarnir sem um ræðir hafi fundist á heimili annars einstaklings, og að DNA úr manninum væri vegna þess að hann hafi handleikið þá. Þar að auki er bent á að mun minni púðurleyfar hafi verið á peysunni en á hönskunum. Í úrskurðinum segir að maðurinn gæti átt yfir höfði sér ævilangan fangelsisdóm verði hann fundinn sekur, en Héraðsdómur Reykjavíkur fellst á að maðurinn sé undir sterkum grun um að hafa framið þau brot sem honum er gefið að sök. Varðhald sé nauðsynlegt vegna almannahagsmuna. Þá segir að þó að engin hafi hlotið áverka vegna árásarinnar sem stefndi viðkomandi í lífshættu, þá megi áætla að þeir sem urðu fyrir árásinni hafi verið í lífshættu þegar árásin var framin. Fréttin hefur verið uppfærð. Skotárás á Silfratjörn Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fleiri fréttir Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sjá meira
Fram kemur í úrskurðinum að maðurinn sé grunaður um tilraun til manndráps, hættubrot og eignaspjöll. Hann er sagður hafa skotið úr bíl með byssu með níu millimetra hlaupi í átt að fjórum einstaklingum sem stóðu utandyra fyrir framan hús. Skot hafnaði í fæti eins þeirra, en sá hlaut ýmsa áverka við sköflung sem voru ekki lífshættulegir. Þá höfnuðu skot einnig í bíl og í íbúðarhúsnæði þar sem að fjögurra manna fjölskylda var sofandi. Maðurinn hefur verið ákærður fyrir þessi meintu brot, sem og umferðarlagabrot sem tengjast málinu ekki að öðru leiti. Í kjölfar árásarinnar var greint frá því í fjölmiðlum að sjö hefðu verið handteknir vegna málsins, síðan voru sex úrskurðaðir í gæsluvarðhald, en í þeim hópi hefur síðan fækkað og í lok nóvember voru tveir eftir í gæsluvarðhaldi. Í gæsluvarðhaldsúrskurðinum, sem var kveðinn upp í gær, segir að lögregla hafi aflað upptaka í grennd við árásina og rakið ferðir mannsins og þeirra sem voru með honum. Fullyrt er að maðurinn þekkist á upptökum og að fyrir liggi framburðir um að hann hafi verið á vettvangi og skotið úr byssunni. Að því sem fram kemur í honum var maðurinn ekki einn í bílnum. Jafnframt kemur fram að maðurinn hafi fyrir árásina haft aðgang að skotvopni sambærilegu því sem er talið að hafi verið notað við árásina. Niðurstöður úr DNA rannsókn og púðurleyfarannsókn benda til þess að mikið var af púðurleyfum á peysu mannsins og á hönskum sem maðurinn klæddist samkvæmt DNA rannsókninni. Í skýrslu sem var tekin af manninum daginn eftir árásina kvaðst hann ekkert vita um málið. Hann sagði jafnframt að það kæmi lögreglu ekki við hvar hann hafi verið nóttina þegar árásin átti sér stað. Í annarri skýrslutöku nokkrum dögum síðar neitaði hann að mestu að tjá sig. Það var síðan í enn annarri skýrslutöku í þessum mánuði þar sem niðurstöður rannsóknanna voru bornar undir hann. Hann kvaðst hafa mátað hanskana en neitaði að tjá sig að öðru leyti. Maðurinn ber fyrir sig að hann hafi setið framsæti bílsins og vísar til framburðs eins brotaþola mannsins sem sagði að skotið hafi verið úr aftursæti bílsins. Bent er á að hanskarnir sem um ræðir hafi fundist á heimili annars einstaklings, og að DNA úr manninum væri vegna þess að hann hafi handleikið þá. Þar að auki er bent á að mun minni púðurleyfar hafi verið á peysunni en á hönskunum. Í úrskurðinum segir að maðurinn gæti átt yfir höfði sér ævilangan fangelsisdóm verði hann fundinn sekur, en Héraðsdómur Reykjavíkur fellst á að maðurinn sé undir sterkum grun um að hafa framið þau brot sem honum er gefið að sök. Varðhald sé nauðsynlegt vegna almannahagsmuna. Þá segir að þó að engin hafi hlotið áverka vegna árásarinnar sem stefndi viðkomandi í lífshættu, þá megi áætla að þeir sem urðu fyrir árásinni hafi verið í lífshættu þegar árásin var framin. Fréttin hefur verið uppfærð.
Skotárás á Silfratjörn Dómsmál Lögreglumál Reykjavík Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Erlent Fleiri fréttir Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sjá meira