Fjögurra og átta ára vöknuðu við lögreglu í heimsókn Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 2. nóvember 2023 14:38 Að sögn konunnar fór kúlan í gegnum rúðuna og hafnaði í vegg við barnaherbergi í íbúðinni. Hún þakkar fyrir að enginn hafi verið á ferli. Vísir/Berghildur Kona sem býr í íbúðinni sem skotið var á í skotárás í Úlfarsárdal í morgun, segist í áfalli og enn vera að melta það sem hafi gerst. Skotið var á vegg við hliðina á barnaherbergi þar sem átta og fjögurra ára dætur hennar voru sofandi. Konan býr í fjölbýlishúsi í Silfrutjörn 6, húsinu á móti Silfrutjörn 2 þar sem karlmaður var skotinn í morgun. Hún segir manninn sinn hafa vaknað við læti undir morgun, og einhver hafi hrópað á hjálp. Því næst heyrði hann þrjá skothvelli. „Við kíktum út og sáum einhverja stráka úti. Ég ætlaði að fara aftur að sofa, hélt þetta væru bara einhver fíflalæti en stuttu seinna var allt í blikkandi ljósum,“ segir konan sem vill ekki láta nafns síns getins vegna alvarleika málsins. Maðurinn hennar hafi því næst ætlað að kíkja út en sá þá að rúða í bakdyrahurðinni var mölbrotin. Við nánari skoðun sá hann byssukúlu og áttaði sig á því að skotið hafði verið á heimili þeirra. Börnin vöknuðu með lögreglumenn inni í íbúðinni „Þetta lenti í vegg hjá barnaherbergi. Ég er bara fegin að enginn hafi farið á klósettið, annars hefði þetta geta farið í einhvern,“ segir konan. Parið á fjögur börn, tvö þeirra eru með lögheimili hjá þeim og voru heima þegar atvikið átti sér stað, stúlkur á aldrinum átta og fjögurra ára. Þeim var eðlilega brugðið þegar þær vöknuðu og lögreglumenn voru inni á heimilinu. Sjálf segist hún enn vera að melta það sem gerst hafi og líklega sé mesta áfallið ekki komið fram. Hana hafi varla langað að fara út í morgun til að skutla stelpunum í skólann. Aðspurð segist hún ekki hafa hugmynd um hverjir voru að verki. Hún hafi einu sinni eða tvisvar orðið vör við lögregluna í blokkinni á móti. Lögreglumál Reykjavík Skotárás á Silfratjörn Tengdar fréttir Áhyggjufullur nágranni lýsir stöðugu partýstandi Íbúi í fjölbýlishúsi við Silfratjörn í Úlfarsárdal segir mikið partýstand hafa verið í íbúð á þriðju hæð fjölbýlishúss þar sem maður var skotinn um fimmleytið í nótt. Íbúðin er í eigu Félagsbústaða. 2. nóvember 2023 13:49 Leita byssumanns eftir skotárás í Úlfarsárdal Lögregla leitar byssumanns sem grunaður er um að hafa skotið karlmann við fjölbýlishús í Úlfarsárdal í nótt. Hinn særði er ekki í lífshættu. Mörg börn vöknuðu upp við skothvelli. Yfirlögregluþjónn segir vettvang árásarinnar hafa verið utandyra. Lögregla sé með aukið viðbragð vegna málsins til að tryggja öryggi almennings um borgina. 2. nóvember 2023 11:31 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Konan býr í fjölbýlishúsi í Silfrutjörn 6, húsinu á móti Silfrutjörn 2 þar sem karlmaður var skotinn í morgun. Hún segir manninn sinn hafa vaknað við læti undir morgun, og einhver hafi hrópað á hjálp. Því næst heyrði hann þrjá skothvelli. „Við kíktum út og sáum einhverja stráka úti. Ég ætlaði að fara aftur að sofa, hélt þetta væru bara einhver fíflalæti en stuttu seinna var allt í blikkandi ljósum,“ segir konan sem vill ekki láta nafns síns getins vegna alvarleika málsins. Maðurinn hennar hafi því næst ætlað að kíkja út en sá þá að rúða í bakdyrahurðinni var mölbrotin. Við nánari skoðun sá hann byssukúlu og áttaði sig á því að skotið hafði verið á heimili þeirra. Börnin vöknuðu með lögreglumenn inni í íbúðinni „Þetta lenti í vegg hjá barnaherbergi. Ég er bara fegin að enginn hafi farið á klósettið, annars hefði þetta geta farið í einhvern,“ segir konan. Parið á fjögur börn, tvö þeirra eru með lögheimili hjá þeim og voru heima þegar atvikið átti sér stað, stúlkur á aldrinum átta og fjögurra ára. Þeim var eðlilega brugðið þegar þær vöknuðu og lögreglumenn voru inni á heimilinu. Sjálf segist hún enn vera að melta það sem gerst hafi og líklega sé mesta áfallið ekki komið fram. Hana hafi varla langað að fara út í morgun til að skutla stelpunum í skólann. Aðspurð segist hún ekki hafa hugmynd um hverjir voru að verki. Hún hafi einu sinni eða tvisvar orðið vör við lögregluna í blokkinni á móti.
Lögreglumál Reykjavík Skotárás á Silfratjörn Tengdar fréttir Áhyggjufullur nágranni lýsir stöðugu partýstandi Íbúi í fjölbýlishúsi við Silfratjörn í Úlfarsárdal segir mikið partýstand hafa verið í íbúð á þriðju hæð fjölbýlishúss þar sem maður var skotinn um fimmleytið í nótt. Íbúðin er í eigu Félagsbústaða. 2. nóvember 2023 13:49 Leita byssumanns eftir skotárás í Úlfarsárdal Lögregla leitar byssumanns sem grunaður er um að hafa skotið karlmann við fjölbýlishús í Úlfarsárdal í nótt. Hinn særði er ekki í lífshættu. Mörg börn vöknuðu upp við skothvelli. Yfirlögregluþjónn segir vettvang árásarinnar hafa verið utandyra. Lögregla sé með aukið viðbragð vegna málsins til að tryggja öryggi almennings um borgina. 2. nóvember 2023 11:31 Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Áhyggjufullur nágranni lýsir stöðugu partýstandi Íbúi í fjölbýlishúsi við Silfratjörn í Úlfarsárdal segir mikið partýstand hafa verið í íbúð á þriðju hæð fjölbýlishúss þar sem maður var skotinn um fimmleytið í nótt. Íbúðin er í eigu Félagsbústaða. 2. nóvember 2023 13:49
Leita byssumanns eftir skotárás í Úlfarsárdal Lögregla leitar byssumanns sem grunaður er um að hafa skotið karlmann við fjölbýlishús í Úlfarsárdal í nótt. Hinn særði er ekki í lífshættu. Mörg börn vöknuðu upp við skothvelli. Yfirlögregluþjónn segir vettvang árásarinnar hafa verið utandyra. Lögregla sé með aukið viðbragð vegna málsins til að tryggja öryggi almennings um borgina. 2. nóvember 2023 11:31