Palestínumenn reistu snjóskýli á Austurvelli Margrét Björk Jónsdóttir skrifar 30. janúar 2024 10:43 Samkvæmt því sem fréttastofa kemst næst er ekki nein reglugerð til staðar sem nær yfir snjóhús eða virki Vísir/Vilhelm Palestínskir mótmælendur sem hafst hafa við í tjaldbúðum á Austurvelli undanfarnar fimm vikur, hafa nú reist nokkurskonar snjóvirki í stað tjaldbúðanna. Hópur Palestínumanna sem bíða fjölskyldusameiningar auk stuðningsfólks þeirra, hefur hafst við á Austurvelli í 35 daga. Tjaldbúðir voru reistar milli jóla og nýárs á Austurvelli fyrir framan Alþingishúsið með leyfi frá Reykjavíkurborg. Þann 18. janúar var veitt heimild til uppsetningar á einu samkomutjaldi þar sem ekki var leyfilegt að gista. Það leyfi rann út þann 24. janúar og síðstu umsókn um framlengingu var hafnað. Fólkið hefur því undanfarna daga dvalið undir berum himni. Reistu snjóskýli til að verjast vindi og úrkomu Í gærkvöldi reistu mótmælendur skýli úr snjó fyrir framan Alþingishúsið, þar sem það hefst nú við í skjóli frá mesta vindinum og úrkomu. Í stað tjaldbúðanna hefur nú risið nokkurskonar snjóvirki á austurvelli. Vísir/Vilhelm Samkvæmt því sem fréttastofa kemst næst er ekki nein reglugerð til staðar sem nær yfir snjóhús eða virki né dvöl í þeim. Snjóskýlið í byggingu á Austurvelli.Vísir Mótmælendur krefja stjórnvöld um þrennt: Að stjórnvöld standi við fjölskyldusameiningar sem þeir hafa fengið samþykktar, að palestínskt flóttafólk hér á landi fái hæli og að ráðherrar ríkistjórnarinnar verði við ósk þeirra um fund. Í viðtölum við fréttastofu hafa mótmælendur sagst aldrei munu gefast upp og dvelja á götunni eins lengi og þarf til að kröfur þeirra verði uppfylltar. Snjóskýlið er beint fyrir framan Alþingishúsið á Austurvelli. Vísir Reykjavík Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Argur út í borgina og vill herða eftirlit: „Hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll“ Utanríkisráðherra segir óboðlegt að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðum á Austurvelli og þær hafi ekkert með venjuleg mótmæli að gera. Engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi svo vikum skipti til að mótmæla stjórnvöldum. 19. janúar 2024 19:52 Tjaldið tekið niður Tjaldbúðir palestínskra mótmælenda verða að öllu óbreyttu teknar niður af Austurvelli í dag eftir tæplega mánaðarviðveru. Yfirvöld hafa beðið mótmælendurna um að fjarlægja búðirnar, og segjast þeir ætla að verða við því. 24. janúar 2024 14:00 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Hópur Palestínumanna sem bíða fjölskyldusameiningar auk stuðningsfólks þeirra, hefur hafst við á Austurvelli í 35 daga. Tjaldbúðir voru reistar milli jóla og nýárs á Austurvelli fyrir framan Alþingishúsið með leyfi frá Reykjavíkurborg. Þann 18. janúar var veitt heimild til uppsetningar á einu samkomutjaldi þar sem ekki var leyfilegt að gista. Það leyfi rann út þann 24. janúar og síðstu umsókn um framlengingu var hafnað. Fólkið hefur því undanfarna daga dvalið undir berum himni. Reistu snjóskýli til að verjast vindi og úrkomu Í gærkvöldi reistu mótmælendur skýli úr snjó fyrir framan Alþingishúsið, þar sem það hefst nú við í skjóli frá mesta vindinum og úrkomu. Í stað tjaldbúðanna hefur nú risið nokkurskonar snjóvirki á austurvelli. Vísir/Vilhelm Samkvæmt því sem fréttastofa kemst næst er ekki nein reglugerð til staðar sem nær yfir snjóhús eða virki né dvöl í þeim. Snjóskýlið í byggingu á Austurvelli.Vísir Mótmælendur krefja stjórnvöld um þrennt: Að stjórnvöld standi við fjölskyldusameiningar sem þeir hafa fengið samþykktar, að palestínskt flóttafólk hér á landi fái hæli og að ráðherrar ríkistjórnarinnar verði við ósk þeirra um fund. Í viðtölum við fréttastofu hafa mótmælendur sagst aldrei munu gefast upp og dvelja á götunni eins lengi og þarf til að kröfur þeirra verði uppfylltar. Snjóskýlið er beint fyrir framan Alþingishúsið á Austurvelli. Vísir
Reykjavík Palestína Átök í Ísrael og Palestínu Tengdar fréttir Argur út í borgina og vill herða eftirlit: „Hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll“ Utanríkisráðherra segir óboðlegt að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðum á Austurvelli og þær hafi ekkert með venjuleg mótmæli að gera. Engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi svo vikum skipti til að mótmæla stjórnvöldum. 19. janúar 2024 19:52 Tjaldið tekið niður Tjaldbúðir palestínskra mótmælenda verða að öllu óbreyttu teknar niður af Austurvelli í dag eftir tæplega mánaðarviðveru. Yfirvöld hafa beðið mótmælendurna um að fjarlægja búðirnar, og segjast þeir ætla að verða við því. 24. janúar 2024 14:00 Mest lesið Birgir Guðjónsson er látinn Innlent Börnum haldið innilokuðum í „hryllingshúsi“ í fleiri ár Erlent Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Innlent Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Innlent Mun sjá eftir árásinni alla ævi Innlent Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Innlent Yfirgefa Svíþjóð til að hraða þróun rafmagnsflugvélar Erlent Var svo „þreyttur á öllu“ að hann ákvað að aka inn í þvögu barna Erlent Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Innlent Getur frelsað El Salvador-fangann en vill það ekki Erlent Fleiri fréttir Fulllestað og veikt flutningskerfi raforku Þekkir ofbeldið sem konur í karllægum störfum verða fyrir Vilja móta samfélagið í þágu vinnandi fólks Íslenskum framleiðendum gerðir afarkostir og kröfugöngur verkalýðsins Verkalýðsdagurinn haldinn í skugga sjálftöku forystumanna Breytt veiðigjaldafrumvarp lagt fram Kaffistofa leigubílstjóra orðin „nyrsta moska í heimi“ Kalla saman ráðherranefnd svo rafmagnsleysi endurtaki sig ekki hér Birgir Guðjónsson er látinn Niðurstöðu um styrkjamálið megi vænta með vorinu „Þetta er mikill merkisdagur fyrir okkur“ Handtóku vopnaðan mann og kröfugöngur verkalýðsins „Ég skipaði þá aðila sem ég taldi hæfasta“ Hátíðardagskrá um allt land á verkalýðsdaginn Tilkynnt um mann vopnaðan skotvopni og einn handtekinn Líkamsárás á veitingastað Pilturinn muni líklega afplána þriðjung átta ára dóms fyrir manndráp Hornafjörður gæti bjargað flugi Icelandair á Ísafjörð Gefur lítið fyrir tal um fyrningu Brot á trausti gagnvart félögum Lúðvíks sem vilji hjálpa Gætti trúnaðar eftir að erindi tengdamömmunnar barst Mun sjá eftir árásinni alla ævi Segir lögreglumann sem njósnaði hafa gert mistök Frekari breytingar í Valhöll Ofsakláði grípur Spaugstofumenn Lítur málið mjög alvarlegum augum Átta ár fyrir að bana Bryndísi Klöru Hætta framleiðslu innanhúss og segja upp fólki Kristófer Breki nýr formaður Vöku Skýrsla starfshóps um lagaumgjörð hvalveiða tilbúin Sjá meira
Argur út í borgina og vill herða eftirlit: „Hörmung að sjá tjaldbúðir við Austurvöll“ Utanríkisráðherra segir óboðlegt að Reykjavíkurborg hafi gefið leyfi fyrir tjaldbúðum á Austurvelli og þær hafi ekkert með venjuleg mótmæli að gera. Engum ætti að líðast að flagga nokkrum þjóðfána fyrir framan Alþingi svo vikum skipti til að mótmæla stjórnvöldum. 19. janúar 2024 19:52
Tjaldið tekið niður Tjaldbúðir palestínskra mótmælenda verða að öllu óbreyttu teknar niður af Austurvelli í dag eftir tæplega mánaðarviðveru. Yfirvöld hafa beðið mótmælendurna um að fjarlægja búðirnar, og segjast þeir ætla að verða við því. 24. janúar 2024 14:00