Liðsmenn Hamas ná aftur vopnum sínum í norðurhluta Gasa Hólmfríður Gísladóttir skrifar 30. janúar 2024 06:49 Palestínumenn á flótta frá norðurhluta Gasa. epa/Mohammed Saber Liðsmenn Hamas eru sagðir hafa snúið aftur til norðurhluta Gasa, þar sem þeir eru sagðir vinna að því að ná aftur stjórn og ná vopnum sínum fyrir frekari átök við Ísraelsher. Þrátt fyrir stöðugar og harðar aðgerðir Ísraelsmanna eru samtökin enn sögð hafa stjórn yfir suðurhluta Gasa, þar sem flestir íbúar svæðisins hafast nú við, en lögleysa er sögð ríkja á miðhluta Gasa. Guardian hefur eftir Eyal Hulata, sem fór fyrir þjóðaröryggisráði Ísrael þar til í janúar 2023, að fregnir berist nú af því að liðsmenn Hamas hafi náð að endurskipuleggja sig í norður- og miðhluta Gasa og séu aftur farnir að sinna löggæslustörfum þar og stjórna viðskiptum á svæðinu. Undir þetta tekur sérfræðingurinn Michael Milstein hjá hugveitunni Institute for National Security Studies í Tel Aviv, sem segir Hamas hafa náð aftur yfirhöndinni á svæðum sem Ísraelsmenn tóku yfir eftir blóðuga bardaga í nóvember og desember. „Hamas er enn til. Hamas-samtökin hafa komist af,“ segir hann. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur heitið því að útrýma samtökunum. Þróun mála virðist í takt við spá forsætisráðherrans að það muni taka langan tíma að ná því markmiði. Milstein bendir á að þrátt fyrir yfirlýsingar Ísraelshers um að tekist hafi að vinna á innri strúktúr samtakanna, sé málið ekki svo einfalt, þar sem ekki sé um að ræða hefðbundinn her heldur sveigjanlega skæruliðastarfsemi. Hjálparsamtök sem vinna að því að dreifa matvælum, eldsneyti og öðrum nauðsynjum í norðurhluta Gasa segjast enn eiga í samskiptum við ráðamenn úr röðum Hamas en vald samtakanna yfir svæðinu virðist þó hafa veikst. Í miðhluta Gasa hafi það ítrekað gerst að ráðist hafi verið á flutningabifreiðar sem flytja neyðaraðstoð og aðföngum verið rænt. Hálfgerð lögleysa ríki raunar víðast hvar nema í Rafah, í suðurhluta Gasa, þar sem lögregla á vegum Hamas viðhaldi enn lögum og reglu. Ísraelsmenn segjast hafa drepið um það bil 9.000 af þeim 30.000 bardagamönnum sem kallaðir voru til átaka fyrir Hamas áður en átök brutust út í kjölfar árása samtakanna á byggðir Ísraelsmanna 7. október. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið. Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira
Þrátt fyrir stöðugar og harðar aðgerðir Ísraelsmanna eru samtökin enn sögð hafa stjórn yfir suðurhluta Gasa, þar sem flestir íbúar svæðisins hafast nú við, en lögleysa er sögð ríkja á miðhluta Gasa. Guardian hefur eftir Eyal Hulata, sem fór fyrir þjóðaröryggisráði Ísrael þar til í janúar 2023, að fregnir berist nú af því að liðsmenn Hamas hafi náð að endurskipuleggja sig í norður- og miðhluta Gasa og séu aftur farnir að sinna löggæslustörfum þar og stjórna viðskiptum á svæðinu. Undir þetta tekur sérfræðingurinn Michael Milstein hjá hugveitunni Institute for National Security Studies í Tel Aviv, sem segir Hamas hafa náð aftur yfirhöndinni á svæðum sem Ísraelsmenn tóku yfir eftir blóðuga bardaga í nóvember og desember. „Hamas er enn til. Hamas-samtökin hafa komist af,“ segir hann. Benjamin Netanyahu, forsætisráðherra Ísrael, hefur heitið því að útrýma samtökunum. Þróun mála virðist í takt við spá forsætisráðherrans að það muni taka langan tíma að ná því markmiði. Milstein bendir á að þrátt fyrir yfirlýsingar Ísraelshers um að tekist hafi að vinna á innri strúktúr samtakanna, sé málið ekki svo einfalt, þar sem ekki sé um að ræða hefðbundinn her heldur sveigjanlega skæruliðastarfsemi. Hjálparsamtök sem vinna að því að dreifa matvælum, eldsneyti og öðrum nauðsynjum í norðurhluta Gasa segjast enn eiga í samskiptum við ráðamenn úr röðum Hamas en vald samtakanna yfir svæðinu virðist þó hafa veikst. Í miðhluta Gasa hafi það ítrekað gerst að ráðist hafi verið á flutningabifreiðar sem flytja neyðaraðstoð og aðföngum verið rænt. Hálfgerð lögleysa ríki raunar víðast hvar nema í Rafah, í suðurhluta Gasa, þar sem lögregla á vegum Hamas viðhaldi enn lögum og reglu. Ísraelsmenn segjast hafa drepið um það bil 9.000 af þeim 30.000 bardagamönnum sem kallaðir voru til átaka fyrir Hamas áður en átök brutust út í kjölfar árása samtakanna á byggðir Ísraelsmanna 7. október. Hér má finna ítarlega umfjöllun Guardian um málið.
Átök í Ísrael og Palestínu Palestína Ísrael Hernaður Mest lesið Lögreglan tekur leigubílamálin fastari tökum Innlent Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Erlent Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Erlent Sendiherra á Íslandi á grundvelli misskilnings Innlent Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Erlent Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Erlent Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Erlent Borgarbúar fá annan góðviðrisdag Veður Níu gistu fangageymslur í nótt Innlent Bláa lónið varar ferðamenn við óprúttnum leigubílstjórum Innlent Fleiri fréttir Fjórir karlmenn stálu Labubu í tugatali Sjaldan fleiri mótmælt ríkisstjórninni Íhugar að bjóða Selenskí eftir allt saman Úkraína og Evrópa óttast meðvirkni Trump Bjartsýn á að Trump nái árangri með Pútín Eiganda Trump Burger verður sparkað úr landi Mexíkó hafnar aftur hermönnum Trumps „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Skotárás á Times Square Nyrsta olíuvinnslusvæði Noregs formlega opnað Eldur kviknaði í sögufrægri dómkirkju Gefur ekkert landsvæði eftir Aserar og Armenar skrefi nær friði eftir sögulegan fund í Hvíta húsinu Geimfari Apollo 13 látinn Trump og Pútín funda í Alaska næsta föstudag Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Ákvörðun öryggisráðsins til marks um enn frekari stigmögnun Skipar hernum í hart við glæpasamtök Stefni á tilraun með kjarnorkuknúna eldflaug á norðurslóðum Fann hagtölur sem honum líkar og hélt óvæntan blaðamannafund Skýrasta myndin af halastjörnunni, eða vopninu, hingað til Sakaði „sveppamorðingjann“ um að hafa eitrað fyrir sér í þrígang Rússar enn að fá „samstöðustyrki“ en Úkraínumenn ekki Sektaður fyrir að aka á 321 kílómetra hraða Keppa við Kínverja og Rússa um að koma kjarnakljúfi til tunglsins Öryggisráðið ákveður að taka yfir Gasa-borg Mun funda með Pútín þó fundur með Selenskí sé hvergi í sjónmáli Flokkurinn fyrir sjálfstætt Austur-Grænland: „Flug til Íslands allt árið!“ Demókratar setja sig í stellingar fyrir forsetaframboð Neitar að hitta Pútín án Selenskís Sjá meira