Stærstu heræfingar NATO í áratugi Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2024 07:55 Þýskir og litháenskir hermenn á æfingu í Litháen í fyrra. Um níutíu þúsund hermenn verða á ferð og flugi um Evrópu næstu mánuði í umfangsmestu æfingum Atlantshafsbandalagsins í fjörutíu ár. EPA-EFE/VALDA KALNINA Hermenn Atlantshafsbandalagsins og Svíþjóðar munu á næstu mánuðum halda umfangsmestu heræfingar bandalagsins í áratugi. Æfingarnar hefjast í næstu viku og munu standa yfir þar til í maí og í heildina munu um níutíu þúsund hermenn koma að þeim. Æfingarnar bera nafnið Steadfast Defender 24 og munu eiga sér stað vísvegar um Evrópu. Þær munu meðal annars leika eftir átök á meginlandinu, í austurhluta Evrópu, og þá munu flotar NATO æfa birgðaflutninga yfir Atlantshafið, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Steadfast Defender er haldin árlega en umfang æfinganna er að þessu sinni miklu meira en áður. Varnarmálaráðherra Bretlands sagði á dögunum að æfingarnar væru þær stærstu hjá NATO í fjörutíu ár. Í frétt Reuters segir að síðasta sambærilega heræfing NATO hafi farið fram árið 1988 og kallast Reforger en að henni komu um 125 þúsund hermenn. Við æfingarnar verður notast við rúmlega fimmtíu herskip, allt frá flugmóðurskipum niður í tundurspilla og kafbáta. Þá verða notaðar fleiri en áttatíu herþotur, þyrlur og drónar og minnst 1.100 skriðd- og bryndrekar. Þrír af æðstu hernaðarleiðtogar Atlantshafsbandalagins á blaðamannafundi á fimmtudaginn. Christopher Cavoli, yfirmaður herafla NATO, er lengst til hægri. Í miðjunni er aðmírállinn Rob Bauer, forseti herráðs NATO, og til hægri er þýski herforinginn Chris Badia.AP/Virginia Mayo Markmiðið er að sýna að að bandalagið getur varið öll aðildarríki. Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, sem hófst í febrúar 2022, hefur Finnland gengið til liðs við bandalagið og Svíar hafa einnig sótt um inngöngu. Bandalagið hefur aukið varnir sínar í Austur-Evrópu og heræfingunum er einnig ætlað að senda skilaboð til Moskvu um að innrás í aðildarríki sé ekki í boði. Exercise #SteadfastDefender24 will be the largest NATO exercise in decades, with 90,000 forces from all 31 Allies and Sweden.It will demonstrate our transatlantic unity, strength, and ability to deploy forces rapidly, across thousands of kilometres, in any conditions pic.twitter.com/S0maGowj9A— NATO (@NATO) January 19, 2024 Christopher Cavoli, æðsti herforingi NATO, segir að æfingarnar muni líkja eftir átökum við andstæðing með álíka hernaðargetu og bandalagið. Þær muni sýna fram á styrk aðildarríkja, samstöðu og viljafestu í sameiginlegum vörnum. Samkvæmt nýjum varnaráætlunum NATO eru helstu andstæðingar samtakanna Rússland og hryðjuverkasamtök. Rússar eru þó hvergi nefndir á nafn í yfirlýsingum NATO. Frá æfingu NATO á Ítalíu í fyrra.EPA/GIUSEPPE LAMI Samkvæmt svörum talsmanns utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis munu æfingar ekki fara fram hjá á Íslandi. Fulltrúar Íslands í herstjórnarkerfi NATO, í SHAPE í Belgíu, Norfolk í Bandaríkjunum og Northwood í Bretlandi, munu þó koma að undirbúningi æfinga og framkvæmd. Líklegt er að einhver aukning verði í umferð herskipa og herflugvéla á Norður-Atlanshafi á meðan á æfingunum stendur. @NATO's biggest exercise in decades, #SteadfastDefender24, will showcase in the upcoming months the Alliance's unwavering commitment to collective defence and its ability to protect 1 billion Allied citizens pic.twitter.com/3zD2swlAFR— SHAPE_NATO Allied Command Operations (@SHAPE_NATO) January 19, 2024 NATO Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Sjá meira
Æfingarnar bera nafnið Steadfast Defender 24 og munu eiga sér stað vísvegar um Evrópu. Þær munu meðal annars leika eftir átök á meginlandinu, í austurhluta Evrópu, og þá munu flotar NATO æfa birgðaflutninga yfir Atlantshafið, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar. Steadfast Defender er haldin árlega en umfang æfinganna er að þessu sinni miklu meira en áður. Varnarmálaráðherra Bretlands sagði á dögunum að æfingarnar væru þær stærstu hjá NATO í fjörutíu ár. Í frétt Reuters segir að síðasta sambærilega heræfing NATO hafi farið fram árið 1988 og kallast Reforger en að henni komu um 125 þúsund hermenn. Við æfingarnar verður notast við rúmlega fimmtíu herskip, allt frá flugmóðurskipum niður í tundurspilla og kafbáta. Þá verða notaðar fleiri en áttatíu herþotur, þyrlur og drónar og minnst 1.100 skriðd- og bryndrekar. Þrír af æðstu hernaðarleiðtogar Atlantshafsbandalagins á blaðamannafundi á fimmtudaginn. Christopher Cavoli, yfirmaður herafla NATO, er lengst til hægri. Í miðjunni er aðmírállinn Rob Bauer, forseti herráðs NATO, og til hægri er þýski herforinginn Chris Badia.AP/Virginia Mayo Markmiðið er að sýna að að bandalagið getur varið öll aðildarríki. Í kjölfar innrásar Rússa í Úkraínu, sem hófst í febrúar 2022, hefur Finnland gengið til liðs við bandalagið og Svíar hafa einnig sótt um inngöngu. Bandalagið hefur aukið varnir sínar í Austur-Evrópu og heræfingunum er einnig ætlað að senda skilaboð til Moskvu um að innrás í aðildarríki sé ekki í boði. Exercise #SteadfastDefender24 will be the largest NATO exercise in decades, with 90,000 forces from all 31 Allies and Sweden.It will demonstrate our transatlantic unity, strength, and ability to deploy forces rapidly, across thousands of kilometres, in any conditions pic.twitter.com/S0maGowj9A— NATO (@NATO) January 19, 2024 Christopher Cavoli, æðsti herforingi NATO, segir að æfingarnar muni líkja eftir átökum við andstæðing með álíka hernaðargetu og bandalagið. Þær muni sýna fram á styrk aðildarríkja, samstöðu og viljafestu í sameiginlegum vörnum. Samkvæmt nýjum varnaráætlunum NATO eru helstu andstæðingar samtakanna Rússland og hryðjuverkasamtök. Rússar eru þó hvergi nefndir á nafn í yfirlýsingum NATO. Frá æfingu NATO á Ítalíu í fyrra.EPA/GIUSEPPE LAMI Samkvæmt svörum talsmanns utanríkisráðuneytisins við fyrirspurn Vísis munu æfingar ekki fara fram hjá á Íslandi. Fulltrúar Íslands í herstjórnarkerfi NATO, í SHAPE í Belgíu, Norfolk í Bandaríkjunum og Northwood í Bretlandi, munu þó koma að undirbúningi æfinga og framkvæmd. Líklegt er að einhver aukning verði í umferð herskipa og herflugvéla á Norður-Atlanshafi á meðan á æfingunum stendur. @NATO's biggest exercise in decades, #SteadfastDefender24, will showcase in the upcoming months the Alliance's unwavering commitment to collective defence and its ability to protect 1 billion Allied citizens pic.twitter.com/3zD2swlAFR— SHAPE_NATO Allied Command Operations (@SHAPE_NATO) January 19, 2024
NATO Hernaður Innrás Rússa í Úkraínu Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Tjáðu sig bréfleiðis við fullorðna dóttur sem krafðist þagnar Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Flensan orðin að faraldri Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Skrifstofustjóri tapaði kortinu í París og situr í súpunni Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Fleiri fréttir Starfsmannastjóri Selenskís segir af sér Í varðhaldi í Þýskalandi vegna Nord Stream-skemmdarverka Sex til tólf ár í fangelsi fyrir hrottalegt morð með hníf, öxi og sveðju Rannsaka aftöku hermanna á tveimur mönnum í Jenín Belgar óttast að þurfa að endurgreiða Rússum Húsleit hjá starfsmannastjóra Selenskís 128 látnir í Hong Kong og 200 enn saknað Segir hættu á að nauðgunarlöggjöf verði beitt í hefndarskyni Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Sjá meira