Vonast eftir afgerandi sigri gegn Haley Samúel Karl Ólason skrifar 23. janúar 2024 15:32 Donald Trump gæti orðið fyrsti frambjóðandi Repúblikanaflokksins til að sigra í fyrstu tveimur forvölum Bandaríkjanna frá 1976. AP/Matt Rourke Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, vonast eftir yfirgnæfandi sigri í forvali Repúblikanaflokksins í New Hampshire í dag. Hann vonast til þess að sigurinn verði svo afgerandi að hann geri út af við mótframboð Nikki Haley og annarra frambjóðenda. Haley vonast til þess að hún nái að grafa sig inn í fylgi Trumps og sýna að hún eigi mögulega, eftir frekar dræman árangur í Iowa í síðustu viku. Kannanir sýna að tiltölulega stór hluti kjósenda Repúblikanaflokksins og óháðra vilja alls ekki veita Trump atkvæði sitt. Trump sigraði í forvali Repúblikana í New Hampshire þegar hann bauð sig fyrst fram til forseta árið 2016. Nokkrir bandamanna hans sem voru í framboði í þingkosningunum 2022 var þó hafnað af kjósendum þar. Kjósendur í bænum Dixville Notch stæra sig af því að vera fyrstir í New Hampshire til að lýsa yfir úrslitum í forvali ríkisins. Þar eru sex á kjörskrá þetta árið og fékk Haley atkvæði þeirra allra. Takist Trump að sigra í New Hampshire yrði hann fyrsti forsetaframbjóðandi Repúblikana til að sgira í bæði Iowa og New Hampshire síðan ríkin urðu þau fyrstu tvö í forvölum Bandaríkjanna árið 1976, samkvæmt AP fréttaveitunni. Haley hefur verið að ferð og flugi um New Hampshire með ríkisstjóranum Chris Sununu, sem nýtur töluverðra vinsælda í ríkinu en hefur verið gagnrýninn á Trump. Hún hefur sagt kjósendum að hún muni ekki gefast upp. Á kosningafundi í gær sagði hún forvalið um það hvort kjósendur vildu meira af því sama eða hvort þeir vildu einhvern með nýjar lausnir og myndi færa Bandaríkin fram á við. „Við getum annað hvort gert það sem við höfum alltaf gert og lifað í þeim óreiðuheimi sem við höfðum, eða við getum horft fram á við án dramtíkur, án hefndanna og með árangur fyrir bandarísku þjóðina.“ Margir sem styðja ekki Trump Hvort sem Trump sigrar í New Hampshire eða Haley, þá stendur Trump frammi fyrir vandamálum. Í frétt Politico segir að tiltölulega stór hluti kjósenda Repúblikanaflokksins og óháðir kjósendur séu alfarið gegn því að kjósa hann. Til marks um það sýndi könnun sem gerð var í Iowa nýverið að nærri því helmingur stuðningsmanna Haley í því ríki sagðist frekar ætla að kjósa Biden en Trump í kosningunum í nóvember, beri Trump sigur úr býtum í forvalinu. Blaðamaður Politico segist hafa rekist á marga kjósendur í New Hampshire sem væru á sama máli. Joe Biden á einnig í álíka vandræðum, þar sem margir kjósendur Demókrataflokksins segjast ekki styðja annað framboð hans. Politico vísar til annarrar könnunar sem sýndi að Biden naut stuðnings 91 prósents kjósenda Demókrataflokksins og að Trump naut stuðnings 86 prósenta kjósenda Repúblikanaflokksins. Eins og bent er á í greininni er þetta ekki mikill munur á pappír en hann gæti skipt sköpum í jöfnum kosningum, eins og síðustu kosningar árið 2020 voru. Sununu sagði blaðamönnum á dögunum að Trump myndi eiga gífurlega erfitt með að sigra New Hampshire í forsetakosningunum í nóvember. „Hann hefur þegar sannað það. Hann hefur tapað áður og samkvæmt könnunum mun hann tapa enn stærra þetta skiptið.“ Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Meint framhjáhald gæti tafið málaferli gegn Trump um ár Fani Willis, héraðssaksóknari í Fulton-sýslu i Georgíu í Bandaríkjunum, hefur verið sökuð um að halda við saksóknarann sem hún réð til að halda utan um málaferli ríkisins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta. Ásakanirnar gætu leitt til margra ára tafa á málaferlunum gegn Trump og öðrum sem voru ákærðir með honum. 23. janúar 2024 13:48 Ron DeSantis dregur framboð sitt til baka Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er hættur við að bjóða sig fram til embættis Bandaríkjaforseta. Hann lýsir yfir stuðningi við Donald Trump sem fulltrúa Repúblikana í forsetakosningunum sem fram fara í nóvember 21. janúar 2024 20:22 Segist tuttugu árum yngri, vitsmunalega séð Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, stærði sig af því á kosningafundi í New Hampshire á miðvikudagskvöld að hafa þekkt hval frá öðrum dýrum, eins og gíraffa og tígrisdýri, þegar hann var forseti. Hann sagðist líða eins og hann væri 35 ára gamall, en ekki 77 ára. 19. janúar 2024 09:59 Christie dregur sig í hlé en biðlar til kjósenda að hafna Trump Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey, hefur dregið sig úr forkosningum Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar. Valið mun þá stand á milli Donald Trump, Nikki Haley og Ron DeSantis. 11. janúar 2024 08:30 Þrýst á hæstarétt vegna kjörgengis Trumps Maine varð í gær annað ríki Bandaríkjanna þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseta, var meinað að vera á kjörseðlum í nóvember á næsta ári. Hæstiréttur Colorado hafði áður komist að sömu niðurstöðu þar og hafa lögsóknir, sem ætlað er að koma í veg fyrir kjörgengi Trumps, verið höfðaðar í á annan tug ríkja til viðbótar. 29. desember 2023 16:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Sjá meira
Haley vonast til þess að hún nái að grafa sig inn í fylgi Trumps og sýna að hún eigi mögulega, eftir frekar dræman árangur í Iowa í síðustu viku. Kannanir sýna að tiltölulega stór hluti kjósenda Repúblikanaflokksins og óháðra vilja alls ekki veita Trump atkvæði sitt. Trump sigraði í forvali Repúblikana í New Hampshire þegar hann bauð sig fyrst fram til forseta árið 2016. Nokkrir bandamanna hans sem voru í framboði í þingkosningunum 2022 var þó hafnað af kjósendum þar. Kjósendur í bænum Dixville Notch stæra sig af því að vera fyrstir í New Hampshire til að lýsa yfir úrslitum í forvali ríkisins. Þar eru sex á kjörskrá þetta árið og fékk Haley atkvæði þeirra allra. Takist Trump að sigra í New Hampshire yrði hann fyrsti forsetaframbjóðandi Repúblikana til að sgira í bæði Iowa og New Hampshire síðan ríkin urðu þau fyrstu tvö í forvölum Bandaríkjanna árið 1976, samkvæmt AP fréttaveitunni. Haley hefur verið að ferð og flugi um New Hampshire með ríkisstjóranum Chris Sununu, sem nýtur töluverðra vinsælda í ríkinu en hefur verið gagnrýninn á Trump. Hún hefur sagt kjósendum að hún muni ekki gefast upp. Á kosningafundi í gær sagði hún forvalið um það hvort kjósendur vildu meira af því sama eða hvort þeir vildu einhvern með nýjar lausnir og myndi færa Bandaríkin fram á við. „Við getum annað hvort gert það sem við höfum alltaf gert og lifað í þeim óreiðuheimi sem við höfðum, eða við getum horft fram á við án dramtíkur, án hefndanna og með árangur fyrir bandarísku þjóðina.“ Margir sem styðja ekki Trump Hvort sem Trump sigrar í New Hampshire eða Haley, þá stendur Trump frammi fyrir vandamálum. Í frétt Politico segir að tiltölulega stór hluti kjósenda Repúblikanaflokksins og óháðir kjósendur séu alfarið gegn því að kjósa hann. Til marks um það sýndi könnun sem gerð var í Iowa nýverið að nærri því helmingur stuðningsmanna Haley í því ríki sagðist frekar ætla að kjósa Biden en Trump í kosningunum í nóvember, beri Trump sigur úr býtum í forvalinu. Blaðamaður Politico segist hafa rekist á marga kjósendur í New Hampshire sem væru á sama máli. Joe Biden á einnig í álíka vandræðum, þar sem margir kjósendur Demókrataflokksins segjast ekki styðja annað framboð hans. Politico vísar til annarrar könnunar sem sýndi að Biden naut stuðnings 91 prósents kjósenda Demókrataflokksins og að Trump naut stuðnings 86 prósenta kjósenda Repúblikanaflokksins. Eins og bent er á í greininni er þetta ekki mikill munur á pappír en hann gæti skipt sköpum í jöfnum kosningum, eins og síðustu kosningar árið 2020 voru. Sununu sagði blaðamönnum á dögunum að Trump myndi eiga gífurlega erfitt með að sigra New Hampshire í forsetakosningunum í nóvember. „Hann hefur þegar sannað það. Hann hefur tapað áður og samkvæmt könnunum mun hann tapa enn stærra þetta skiptið.“
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum 2024 Donald Trump Joe Biden Tengdar fréttir Meint framhjáhald gæti tafið málaferli gegn Trump um ár Fani Willis, héraðssaksóknari í Fulton-sýslu i Georgíu í Bandaríkjunum, hefur verið sökuð um að halda við saksóknarann sem hún réð til að halda utan um málaferli ríkisins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta. Ásakanirnar gætu leitt til margra ára tafa á málaferlunum gegn Trump og öðrum sem voru ákærðir með honum. 23. janúar 2024 13:48 Ron DeSantis dregur framboð sitt til baka Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er hættur við að bjóða sig fram til embættis Bandaríkjaforseta. Hann lýsir yfir stuðningi við Donald Trump sem fulltrúa Repúblikana í forsetakosningunum sem fram fara í nóvember 21. janúar 2024 20:22 Segist tuttugu árum yngri, vitsmunalega séð Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, stærði sig af því á kosningafundi í New Hampshire á miðvikudagskvöld að hafa þekkt hval frá öðrum dýrum, eins og gíraffa og tígrisdýri, þegar hann var forseti. Hann sagðist líða eins og hann væri 35 ára gamall, en ekki 77 ára. 19. janúar 2024 09:59 Christie dregur sig í hlé en biðlar til kjósenda að hafna Trump Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey, hefur dregið sig úr forkosningum Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar. Valið mun þá stand á milli Donald Trump, Nikki Haley og Ron DeSantis. 11. janúar 2024 08:30 Þrýst á hæstarétt vegna kjörgengis Trumps Maine varð í gær annað ríki Bandaríkjanna þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseta, var meinað að vera á kjörseðlum í nóvember á næsta ári. Hæstiréttur Colorado hafði áður komist að sömu niðurstöðu þar og hafa lögsóknir, sem ætlað er að koma í veg fyrir kjörgengi Trumps, verið höfðaðar í á annan tug ríkja til viðbótar. 29. desember 2023 16:00 Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Erlent Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Erlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Rússar myndu nota Donbas til að ráðast enn lengra inn í Úkraínu Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Sjá meira
Meint framhjáhald gæti tafið málaferli gegn Trump um ár Fani Willis, héraðssaksóknari í Fulton-sýslu i Georgíu í Bandaríkjunum, hefur verið sökuð um að halda við saksóknarann sem hún réð til að halda utan um málaferli ríkisins gegn Donald Trump, fyrrverandi forseta. Ásakanirnar gætu leitt til margra ára tafa á málaferlunum gegn Trump og öðrum sem voru ákærðir með honum. 23. janúar 2024 13:48
Ron DeSantis dregur framboð sitt til baka Ron DeSantis, ríkisstjóri Flórída, er hættur við að bjóða sig fram til embættis Bandaríkjaforseta. Hann lýsir yfir stuðningi við Donald Trump sem fulltrúa Repúblikana í forsetakosningunum sem fram fara í nóvember 21. janúar 2024 20:22
Segist tuttugu árum yngri, vitsmunalega séð Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna og núverandi forsetaframbjóðandi, stærði sig af því á kosningafundi í New Hampshire á miðvikudagskvöld að hafa þekkt hval frá öðrum dýrum, eins og gíraffa og tígrisdýri, þegar hann var forseti. Hann sagðist líða eins og hann væri 35 ára gamall, en ekki 77 ára. 19. janúar 2024 09:59
Christie dregur sig í hlé en biðlar til kjósenda að hafna Trump Chris Christie, fyrrverandi ríkisstjóri New Jersey, hefur dregið sig úr forkosningum Repúblikanaflokksins fyrir forsetakosningarnar. Valið mun þá stand á milli Donald Trump, Nikki Haley og Ron DeSantis. 11. janúar 2024 08:30
Þrýst á hæstarétt vegna kjörgengis Trumps Maine varð í gær annað ríki Bandaríkjanna þar sem Donald Trump, fyrrverandi forseta, var meinað að vera á kjörseðlum í nóvember á næsta ári. Hæstiréttur Colorado hafði áður komist að sömu niðurstöðu þar og hafa lögsóknir, sem ætlað er að koma í veg fyrir kjörgengi Trumps, verið höfðaðar í á annan tug ríkja til viðbótar. 29. desember 2023 16:00
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent