Sjúkraþjálfarar geti metið sjálfir hvenær fólk þurfi að koma Lovísa Arnardóttir skrifar 23. janúar 2024 10:23 Kári segir tilvísanakerfið skapa óþarfa flækjur í heilbrigðiskerfinu fyrir þau sem viti að þau þurfi að hitta sjúkraþjálfara eða halda því áfram. Bítið Kári Árnason sjúkraþjálfari telur ljóst að það þurfi að breyta kerfinu þegar kemur að beiðnum frá heilsugæslu til sjúkraþjálfara. Hann sagði í Bítinu í morgun tregðu einhvers staðar í kerfinu við að breyta þessu og um væri að ræða óþarfa flækju. Formaður Læknafélagsins sagði í síðustu viku sóun víða í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega í öldrunarþjónustu, hjá heilsugæslunni, rafrænum og úreltum tölvukerfum og vegna biðlista. Ein leið til að minnka sóun væri að ryðja tilvísunarkerfinu úr vegi. Steinunn sagði heimilislækna einhvers konar „hliðverði“ fyrir almenning inn í ýmis kerfi og nefndi sem dæmi sjúkraþjálfun. „Til dæmis eru þetta sjúkraþjálfunarbeiðnir, það fara fimm heil stöðugildi heimilislækna í sjúkraþjálfunarbeiðnir. Við erum með 200 heimilislækna í vinnu.“ Spurður hvernig það myndi virka sagði Kári kerfið þannig að fólk eigi rétt á því að koma í sex skipti og fá niðurgreiðslu en þurfi eftir það að fá beiðni frá heimilislækni til að fá áframhaldandi niðurgreiðslu. Beiðnir oftast óþarfa flækja Hann sagði sjúkraþjálfara geta metið sjálfa hvort að fólk þurfi að koma til þeirra. Það ætti ekki að vera á hendi lækna að gera beiðni svo fólk komist að. Beiðnir geti verið gagnlegar ef fólk hafi verið í aðgerð eða eitthvað slíkt en að oft komi ekkert fram á þeim sem geti útskýrt beiðnina. Hann sagði marga lækna og sjúkraþjálfara sem hann hefði talað við sammála því að það þyrfti að breyta þessu kerfi. „Í mínum huga er það óþarfa hraðahindrun að fólk sé þvingað þessa leið til að eiga rétt á endurgreiðslunni. Þetta er frábært kerfi til að grípa þá sem vita ekki hvert þeir eiga að fara,“ sagði Kári og að hann hefði haft sínar efasemdir um það þegar það var tilkynnt að heilsugæslan ætti að vera „upphaf alls“. „Það er fullt af fólki þarna úti sem veit hvert það á að leita,“ sagði Kári og nefndi sem dæmi fólk sem er með verk í eyranu og þarf að sjá háls- nef og eyrnalækni eða fólk með verk í hnéi og þarf að sjá sjúkraþjálfara. Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira
Formaður Læknafélagsins sagði í síðustu viku sóun víða í heilbrigðiskerfinu, sérstaklega í öldrunarþjónustu, hjá heilsugæslunni, rafrænum og úreltum tölvukerfum og vegna biðlista. Ein leið til að minnka sóun væri að ryðja tilvísunarkerfinu úr vegi. Steinunn sagði heimilislækna einhvers konar „hliðverði“ fyrir almenning inn í ýmis kerfi og nefndi sem dæmi sjúkraþjálfun. „Til dæmis eru þetta sjúkraþjálfunarbeiðnir, það fara fimm heil stöðugildi heimilislækna í sjúkraþjálfunarbeiðnir. Við erum með 200 heimilislækna í vinnu.“ Spurður hvernig það myndi virka sagði Kári kerfið þannig að fólk eigi rétt á því að koma í sex skipti og fá niðurgreiðslu en þurfi eftir það að fá beiðni frá heimilislækni til að fá áframhaldandi niðurgreiðslu. Beiðnir oftast óþarfa flækja Hann sagði sjúkraþjálfara geta metið sjálfa hvort að fólk þurfi að koma til þeirra. Það ætti ekki að vera á hendi lækna að gera beiðni svo fólk komist að. Beiðnir geti verið gagnlegar ef fólk hafi verið í aðgerð eða eitthvað slíkt en að oft komi ekkert fram á þeim sem geti útskýrt beiðnina. Hann sagði marga lækna og sjúkraþjálfara sem hann hefði talað við sammála því að það þyrfti að breyta þessu kerfi. „Í mínum huga er það óþarfa hraðahindrun að fólk sé þvingað þessa leið til að eiga rétt á endurgreiðslunni. Þetta er frábært kerfi til að grípa þá sem vita ekki hvert þeir eiga að fara,“ sagði Kári og að hann hefði haft sínar efasemdir um það þegar það var tilkynnt að heilsugæslan ætti að vera „upphaf alls“. „Það er fullt af fólki þarna úti sem veit hvert það á að leita,“ sagði Kári og nefndi sem dæmi fólk sem er með verk í eyranu og þarf að sjá háls- nef og eyrnalækni eða fólk með verk í hnéi og þarf að sjá sjúkraþjálfara.
Heilbrigðismál Bítið Mest lesið Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Tveir lögreglumenn sprengdir í loft upp Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Innlent Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Innlent Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Innlent Innflytjendamálin almenningi efst í huga Innlent Innanlandsflugi aflýst Innlent Fleiri fréttir Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Sjá meira