Erlent

Eitt mála Depardieu um kyn­ferðis­brot fyrnt og fellt niður

Lovísa Arnardóttir skrifar
Gérard Depardieu segir fjölmiðla hafa rústað mannorði sínu.
Gérard Depardieu segir fjölmiðla hafa rústað mannorði sínu. Kay Nietfeld/Getty Images

Saksóknari í Frakklandi hefur látið falla niður kæru um kynferðisbrot gegn leikaranum Gérard Depardieu vegna þess að málið var fyrnt.

Franska leikkonan Hélène Darras kærði Depardieu í fyrra en brotið átti að hafa átt sér stað við tökur á myndinni Disco árið 2007. Hún sagði hann bæði hafa káfað á sér og hafa gert henni ósæmilegt tilboð. Fjallað er um málið á vef Guardian. 

Darras er ein af þrettán konum sem hafa sakað Depardieu um kynferðisbrot en fyrst var greint frá þeim í franska miðlinum Mediapart í apríl í fyrra. Depardieu hefur verið sakaður um nauðgun og annars konar kynferðisbrot. 

Hann hefur alltaf neitað ásökunum og birti opið bréf í franska miðlinum Le Figaro í október í fyrra þar sem hann lýsti því yfir að hann hefði aldrei misnotað konu. Ákæra um nauðgun er nú til meðferðar í franska dómskerfinu.

Darras tilkynnti fyrst málið til lögreglu í september í fyrra.

„Það tók mig ár frá því að ég opnaði mig um þetta þar til ég gat tilkynnt það til lögreglunnar,“ sagði hún á þeim tíma og að það hafi ekki verið auðvelt að opna sig um þessi mál fyrir lögreglunni.


Tengdar fréttir

Frönsk leikkona sakar Íslandsvinkonu um kynferðislega áreitni

Franska leikkonan Lucie Lucas hefur sakað spænsku leikkonuna Victoriu Abril og samstarfskonu sína til margra ára um kynferðislega áreitni og fullyrt að margir samstarfsmanna hennar hafi sömu sögu að segja. Victoria Abril fór með eitt aðalhluverkanna í mynd Baltasar Kormáks, 101 Reykjavík um aldamótin.

Gérard Depardieu sakaður um nauðgun

22 ára gömul leikkona lagði fram kæru á mánudaginn og á nauðgunin að hafa átt sér stað á heimili Depardieu í París í byrjun ágúst.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×