Frönsk leikkona sakar Íslandsvinkonu um kynferðislega áreitni Jóhann Hlíðar Harðarson skrifar 30. desember 2023 23:05 Spænska leikkonan og Íslandsvinkonan hefur verið sökuð um kynferðislega áreitni. EPA/Sashenka Gutierrez Franska leikkonan Lucie Lucas hefur sakað spænsku leikkonuna Victoriu Abril og samstarfskonu sína til margra ára um kynferðislega áreitni og fullyrt að margir samstarfsmanna hennar hafi sömu sögu að segja. Victoria Abril fór með eitt aðalhluverkanna í mynd Baltasar Kormáks, 101 Reykjavík um aldamótin. Spænska leikkonan Victoria Abril var ein 56 leikara og listamanna sem skrifaði undir stuðningsyfirlýsingu við franska leikarann Gerard Depardieu á annan í jólum eftir að hann var ásakaður um að hafa beitt allt að 13 konur kynferðislegu ofbeldi. Franska leikkonan Lucie Lucas í Cannes.EPA/Sebastien Nogier Yfirlýsingin var birt í franska dagblaðinu Le Figaro. Hann hefur reyndar ítrekað verið sakaður um ósæmilega hegðun gagnvart konum á síðustu árum. Þá vakti það reiði margra þegar Emanuel Macron lýsti yfir stuðningi sínum við leikarann á dögunum. Lýsti yfir stuðningi við Depardieu Lucie Lucas er 37 ára gömul, frönsk leikkona og sló í gegn frönsku þáttaröðinni Clem, sem framleidd var á árunum 2010 til 2018. Þar lék hún dóttur Victoriu Abril sem er ein af frægustu leikkonum Spánar og nýtur einnig afar mikilla vinsælda í Frakklandi og víðar. Lucas virðist hafa verið gróflega misboðið þegar Victoria Abril lýsti yfir stuðningi við Depardieu og daginn eftir sendi hún frá sér tíst á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hún spurði Victoriu hvort hún vildi ræða eitthvað frekar alla þá kynferðislegu áreitni sem hún hefði beitt samstarfsmenn sína í gegnum árin. Vísar ásökununum á bug Þess vegna kæmi henni í raun ekkert á óvart að hún skulir skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við Gerard Deparieu. Franskir fjölmiðlar gripu þessi ummæli á lofti og reyndu að fá viðbrögð frá Victoriu, en hún brást reið við, sagðist ekkert vita um hvað hin unga leikkona væri að tala og neitaði alfarið að tjá sig. Lucas bætti því við á Instagram að hún hefði 15 ár að baki sem leikkona, hún segði í sífellu frá því í viðtölum að allt gengi mjög vel og samstarfsmenn sínir væru indælir. Það væri hins vegar í megindráttum lygi og að hún hefði oftsinnis orðið vitni að óþolandi framkomu leikara í garð hvers annars. Victoria Abril fór með hlutverk Lolu í kvikmyndinni 101 Reykjavík undir leikstjórn Baltasars Kormáks.Kvikmyndamiðstöð Íslands Victoria Abril varð einn af fjölmörgum alþjóðlegum Íslandsvinum þegar hún fór með eitt aðalhlutverkanna í kvikmyndinni 101 Reykjavík í leikstjórn Baltasar Kormáks sem var frumsýnd árið 2000 og vann til þó nokkurra verðlauna víða um heim. Hún var við tökur í Reykjavík um nokkurra vikna skeið sumarið 1998 og varð á vegi margra sem stunduðu næturlíf miðborgar Reykjavíkur á þeim tíma. Victoria sagði frá því í viðtali við El País á sínum tíma að dvölin á Íslandi hefði haft djúpstæð áhrif á sig og fór afar lofsamlegum orðum um land og þjóð. Bíó og sjónvarp Frakkland Spánn Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira
Spænska leikkonan Victoria Abril var ein 56 leikara og listamanna sem skrifaði undir stuðningsyfirlýsingu við franska leikarann Gerard Depardieu á annan í jólum eftir að hann var ásakaður um að hafa beitt allt að 13 konur kynferðislegu ofbeldi. Franska leikkonan Lucie Lucas í Cannes.EPA/Sebastien Nogier Yfirlýsingin var birt í franska dagblaðinu Le Figaro. Hann hefur reyndar ítrekað verið sakaður um ósæmilega hegðun gagnvart konum á síðustu árum. Þá vakti það reiði margra þegar Emanuel Macron lýsti yfir stuðningi sínum við leikarann á dögunum. Lýsti yfir stuðningi við Depardieu Lucie Lucas er 37 ára gömul, frönsk leikkona og sló í gegn frönsku þáttaröðinni Clem, sem framleidd var á árunum 2010 til 2018. Þar lék hún dóttur Victoriu Abril sem er ein af frægustu leikkonum Spánar og nýtur einnig afar mikilla vinsælda í Frakklandi og víðar. Lucas virðist hafa verið gróflega misboðið þegar Victoria Abril lýsti yfir stuðningi við Depardieu og daginn eftir sendi hún frá sér tíst á samfélagsmiðlinum Instagram þar sem hún spurði Victoriu hvort hún vildi ræða eitthvað frekar alla þá kynferðislegu áreitni sem hún hefði beitt samstarfsmenn sína í gegnum árin. Vísar ásökununum á bug Þess vegna kæmi henni í raun ekkert á óvart að hún skulir skrifa undir stuðningsyfirlýsingu við Gerard Deparieu. Franskir fjölmiðlar gripu þessi ummæli á lofti og reyndu að fá viðbrögð frá Victoriu, en hún brást reið við, sagðist ekkert vita um hvað hin unga leikkona væri að tala og neitaði alfarið að tjá sig. Lucas bætti því við á Instagram að hún hefði 15 ár að baki sem leikkona, hún segði í sífellu frá því í viðtölum að allt gengi mjög vel og samstarfsmenn sínir væru indælir. Það væri hins vegar í megindráttum lygi og að hún hefði oftsinnis orðið vitni að óþolandi framkomu leikara í garð hvers annars. Victoria Abril fór með hlutverk Lolu í kvikmyndinni 101 Reykjavík undir leikstjórn Baltasars Kormáks.Kvikmyndamiðstöð Íslands Victoria Abril varð einn af fjölmörgum alþjóðlegum Íslandsvinum þegar hún fór með eitt aðalhlutverkanna í kvikmyndinni 101 Reykjavík í leikstjórn Baltasar Kormáks sem var frumsýnd árið 2000 og vann til þó nokkurra verðlauna víða um heim. Hún var við tökur í Reykjavík um nokkurra vikna skeið sumarið 1998 og varð á vegi margra sem stunduðu næturlíf miðborgar Reykjavíkur á þeim tíma. Victoria sagði frá því í viðtali við El País á sínum tíma að dvölin á Íslandi hefði haft djúpstæð áhrif á sig og fór afar lofsamlegum orðum um land og þjóð.
Bíó og sjónvarp Frakkland Spánn Mest lesið Syrgir gamla íslenska skyrið: „Nánast með verstu menningarglæpum okkar sögu“ Menning „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Lífið Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ Lífið Valdi hættur að spila í neðri deildunum Lífið Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Lífið Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Lífið Heillandi arkitektúr í Garðabæ Lífið Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum Lífið Echoes of the End: Íslensk frumraun undir góðum áhrifum stríðsguðsins Leikjavísir Fleiri fréttir Tíramísú sem morgunmatur fyrir alla fjölskylduna Innsýn í molnandi hjónaband: „Persónuleikinn þinn var ekki svona fyrir nokkrum árum“ „Yngsti „self made“ milljónamæringur undir þrítugu“ Heillandi arkitektúr í Garðabæ Valdi hættur að spila í neðri deildunum Gugga í gúmmíbát fagnaði afmæli sínu með heitustu guggum landsins Hall og Oates ná sáttum Embla Wigum og Lindsey Lohan glæsilegar á rauða dreglinum Hannaði innsetningargallann í þrívíddarforriti vegna tímaþröngar Hóta enn á ný að úthýsa vinsælli „spýtukarlanekt“ Hugleiks Skjótt skipast veður í slaufun: Íhugar endurkomu Ragnheiður og Benedikt eiga von á jóladreng Fagnar því að hafa klárað „erfiðustu kappreiðar í heimi“ Ragga Nagli minnir á „grænu flöggin“ í samböndum Stjúpbörn- og foreldrar: „Alltof mörg tilfelli þar sem þetta gengur ekki nógu vel“ Elín Dís og Sigurður keyptu raðhús í Fossvogi á 175 milljónir Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Anton Corbijn heiðursgestur RIFF Með um 300 tegundir af rósum í garðinum sínum Jóhann Alfreð og Valdís keyptu hús í Mosfellsbæ Fyrsta tónlistarfólkið á almyrkvahátíðinni kynnt til leiks Opnaði sig um skilnaðinn: „Hún eldar ekki, þrífur ekki og virðist ekki mjög móðurleg“ Aldraður boltasækir steig síðasta dansinn Suðrænn og ferskur þeytingur að hætti Jönu Eva Laufey og Haraldur stækka við sig á Skaganum „Dýrmætt að fá að hafa þetta svona persónulegt“ Eigendaskipti á Kaffi Laugalæk: Breyta til en lofa sömu stemningu Leifur Andri og Hugrún trúlofuð Fyrstu skrefin tekin á sama stað og símtalið um fæðinguna barst Stjörnulífið: Ástin, glimmer og ofurkroppar Sjá meira