Innlent

Oftar veik síðustu tvö ár en ára­tuginn á undan

Lovísa Arnardóttir skrifar
Heimsfaraldur Covid hefur haft mikil áhrif á heilsu landsmanna síðustu ár. 
Heimsfaraldur Covid hefur haft mikil áhrif á heilsu landsmanna síðustu ár.  Vísir/Vilhelm

Heilsa landsmanna hefur farið versnandi síðustu tvö árin samkvæmt niðurstöðum þjóðarpúls Gallup. Í nýjasta þjóðarpúlsi þeirra segir að Íslendingar hafi verið oftar veikir síðustu tvö ár en áratuginn þar á undan.

Frá 2010 til 2021 voru um 14 prósent landsmanna veik á hverju ári en síðustu tvö ár hafa 22 prósent landsmanna verið veik.

Ef litið er til veikinda eftir vikum voru þau mest í desember árið 2022, þegar að meðaltali 35 prósent landsmanna voru veik, en einnig mikil í mars og maí það sama ár. 

Aftur mældust mjög mikil veikindi svo við lok síðasta árs þegar um 32 prósent landsmanna voru veik, en í byrjun þessa árs en hefur þeim, samkvæmt niðurstöðum, fækkað sem eru veik. Taka verður tillit til þess að í lok árs 2022 voru margir veikir vegna heimsfaraldurs Covid. 

Veikindi eftir árum frá 2010.Mynd/Gallup

Mikið hefur í upphafi nýs árs og síðustu vikur verið fjallað um álag á heilbrigðiskerfið. Landspítalinn hefur reglulega sent frá sér tilkynningu um að álag sé mjög mikið og að það sé forgangsraðað inn á bráðamóttöku. Þá hefur starfsfólk heilsugæslu og Læknavaktar einnig greint frá miklu álagi.

Hægt er að kynna sér niðurstöður þjóðarpúlsins betur hér.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Fleiri fréttir

Sjá meira


×