Frá 2010 til 2021 voru um 14 prósent landsmanna veik á hverju ári en síðustu tvö ár hafa 22 prósent landsmanna verið veik.
Ef litið er til veikinda eftir vikum voru þau mest í desember árið 2022, þegar að meðaltali 35 prósent landsmanna voru veik, en einnig mikil í mars og maí það sama ár.
Aftur mældust mjög mikil veikindi svo við lok síðasta árs þegar um 32 prósent landsmanna voru veik, en í byrjun þessa árs en hefur þeim, samkvæmt niðurstöðum, fækkað sem eru veik. Taka verður tillit til þess að í lok árs 2022 voru margir veikir vegna heimsfaraldurs Covid.

Mikið hefur í upphafi nýs árs og síðustu vikur verið fjallað um álag á heilbrigðiskerfið. Landspítalinn hefur reglulega sent frá sér tilkynningu um að álag sé mjög mikið og að það sé forgangsraðað inn á bráðamóttöku. Þá hefur starfsfólk heilsugæslu og Læknavaktar einnig greint frá miklu álagi.
Hægt er að kynna sér niðurstöður þjóðarpúlsins betur hér.